Fær ekki að heimsækja systur sína á Íslandi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. febrúar 2017 18:42 Systurnar hittust í fyrsta skipti á síðasta ári og var fljótlega ákveðið að Dilmi kæmi í heimsókn til Brynju og þær gætu styrkt böndin. Vísir/skjáskot Síðasta sumar leitaði Brynja Dan Gunnarsdóttir uppruna síns í Sri Lanka þaðan sem hún var ættleidd til Íslands þegar hún var ungbarn. Brynja fann fjölskyldu sína með aðstoð Sigrúnar Óskar dagskrárgerðarkonu á Stöð 2 og var sýnt frá því þegar hún hitti blóðmóður og –systkini sín í fyrsta skipti. Brynja og yngri systir hennar, Dilmi, náðu vel saman og var fljótlega ákveðið að Dilmi kæmi til Íslands í heimsókn. Hún átti pantað flug til Íslands 6.febrúar og aftur til Sri Lanka þann þrettánda. En hún er ekki komin enn - því hún fær ekki vegabréfsáritun. „Af því að þeir telja hana ekki hafa nógu sterkar rætur við heimalandið sitt, Sri Lanka, og telja þar af leiðandi líklegt að hún muni setjast að hér á landi. Hún er 22 ára nemi og á ekki barn og ekki eign en þeim finnst ekki nóg að hún eigi móður og ömmu í heimalandinu, til að áætla það að hún snúi aftur heim,” segir Brynja. Norska sendiráðið sér um málefni Íslands í Sri Lanka og hefur Brynja haft samband við Útlendingastofnun og utanríkisráðuneytið hér heima til að fá aðstoð.Systurnar á góðri stundu„En það virðast allar dyr lokaðar. Ég fæ þau svör að Norðmenn hafi heimild til að sjá um þessi mál fyrir okkur og þeir eigi ekkert að vera að garfa í einstökum málum. En mér finnst ekki rétt að setja alla undir sama hatt – það ætti að skoða hvert mál fyrir sig.“ Ræðismaður Sri Lanka á Íslandi hefur reynt að útskýra málið fyrir norska sendiráðinu, að þær systur hafi nýlega kynnst, sýnt ættleiðingarskjölin og meira að segja sagt þeim frá þættinum á Stöð 2 þar sem fylgst var með leit Brynju að upprunanum. Einnig hefur systir hennar farið langa leið fjórum sinnum til að skila gögnum og fara í viðtöl við fulltrúa sendiráðsins. „Hún er rosalega leið. Þetta er fyrsta flugið hennar, hún hefur aldrei ferðast út fyrir landsteinana,” segir Brynja og að henni finnist undarlegt hversu lokað Ísland er fyrir fólki frá Sri Lanka. „Það er til eitthvað sem heitir ferðamannavisa. Það er fólk sem er búið að bóka ferðir, hótel og gistingu og á bankareikning í Sri Lanka og eignir þannig að það er hægt að telja nokkuð víst að það snúi aftur heim. En það er greinilega erfitt að heimsækja ættingja,” segir Brynja en þess má geta að lítið mál var fyrir hana að fara til Sri Lanka í sumar. Hún þurfti eingöngu að borga áttatíu evrur og fylla út skjal á netinu. Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Síðasta sumar leitaði Brynja Dan Gunnarsdóttir uppruna síns í Sri Lanka þaðan sem hún var ættleidd til Íslands þegar hún var ungbarn. Brynja fann fjölskyldu sína með aðstoð Sigrúnar Óskar dagskrárgerðarkonu á Stöð 2 og var sýnt frá því þegar hún hitti blóðmóður og –systkini sín í fyrsta skipti. Brynja og yngri systir hennar, Dilmi, náðu vel saman og var fljótlega ákveðið að Dilmi kæmi til Íslands í heimsókn. Hún átti pantað flug til Íslands 6.febrúar og aftur til Sri Lanka þann þrettánda. En hún er ekki komin enn - því hún fær ekki vegabréfsáritun. „Af því að þeir telja hana ekki hafa nógu sterkar rætur við heimalandið sitt, Sri Lanka, og telja þar af leiðandi líklegt að hún muni setjast að hér á landi. Hún er 22 ára nemi og á ekki barn og ekki eign en þeim finnst ekki nóg að hún eigi móður og ömmu í heimalandinu, til að áætla það að hún snúi aftur heim,” segir Brynja. Norska sendiráðið sér um málefni Íslands í Sri Lanka og hefur Brynja haft samband við Útlendingastofnun og utanríkisráðuneytið hér heima til að fá aðstoð.Systurnar á góðri stundu„En það virðast allar dyr lokaðar. Ég fæ þau svör að Norðmenn hafi heimild til að sjá um þessi mál fyrir okkur og þeir eigi ekkert að vera að garfa í einstökum málum. En mér finnst ekki rétt að setja alla undir sama hatt – það ætti að skoða hvert mál fyrir sig.“ Ræðismaður Sri Lanka á Íslandi hefur reynt að útskýra málið fyrir norska sendiráðinu, að þær systur hafi nýlega kynnst, sýnt ættleiðingarskjölin og meira að segja sagt þeim frá þættinum á Stöð 2 þar sem fylgst var með leit Brynju að upprunanum. Einnig hefur systir hennar farið langa leið fjórum sinnum til að skila gögnum og fara í viðtöl við fulltrúa sendiráðsins. „Hún er rosalega leið. Þetta er fyrsta flugið hennar, hún hefur aldrei ferðast út fyrir landsteinana,” segir Brynja og að henni finnist undarlegt hversu lokað Ísland er fyrir fólki frá Sri Lanka. „Það er til eitthvað sem heitir ferðamannavisa. Það er fólk sem er búið að bóka ferðir, hótel og gistingu og á bankareikning í Sri Lanka og eignir þannig að það er hægt að telja nokkuð víst að það snúi aftur heim. En það er greinilega erfitt að heimsækja ættingja,” segir Brynja en þess má geta að lítið mál var fyrir hana að fara til Sri Lanka í sumar. Hún þurfti eingöngu að borga áttatíu evrur og fylla út skjal á netinu.
Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira