Telja að Darcy hafi verið mjög ólíkur Colin Firth Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2017 22:35 Colin Firth í hlutverki sínu sem Mr. Darcy í sjónvarpsþættinum Hroki og hleypidómar. Vísindamenn hafa afhjúpað það sem þeir segja að sé fyrsta sögulega rétta myndin af bókmenntapersónunni Fitzwilliam Darcy en hann er ein aðalsöguhetjan í einni vinsælustu ástarsögu allra tíma, Hroka og hleypidómum eftir Jane Austen. Breski leikarinn Colin Firth er ef til vill þekktastur fyrir ógleymanlega túlkun sína á Darcy í sjónvarpsþáttum sem BBC gerði eftir bókinni á 10. áratug síðustu aldar en miðað við það sem vísindamenn segja nú þá er Firth ekkert líkur Darcy eins og hann á að hafa litið út.Þessi Mr. Darcy er ekkert sérstaklega líkur Colin Firth.UKTV/NICK HARDCASTLEÍ staðinn fyrir breiðar axlir er hann grannur og notar hárkollu en þar sem lítið er um lýsingar á Darcy í bókinni sjálfri studdust vísindamennirnir við straum og tísku 10. áratugar sem er sá tími sem sagan gerist. „Það hvernig við sjáum Darcy endurspeglar algenga líkamsbyggingu karlmanna á þessum tíma. Þeir notuðu hárkollur og voru með granna kjálka en afgerandi kjálka,“ segir Amanda Vickery, prófessor í sagnfræði við Queen Mary-háskóla í London, í samtali við BBC. Vöðvastæltir líkamar leikara á borð við Colin Firth og Matthew Macfadyen, sem farið hafa með hlutverk Darcy, hefðu á þeim tíma sem sagan gerist frekar verið einkennandi fyrir verkamenn heldur en hefðarmenn. Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Vísindamenn hafa afhjúpað það sem þeir segja að sé fyrsta sögulega rétta myndin af bókmenntapersónunni Fitzwilliam Darcy en hann er ein aðalsöguhetjan í einni vinsælustu ástarsögu allra tíma, Hroka og hleypidómum eftir Jane Austen. Breski leikarinn Colin Firth er ef til vill þekktastur fyrir ógleymanlega túlkun sína á Darcy í sjónvarpsþáttum sem BBC gerði eftir bókinni á 10. áratug síðustu aldar en miðað við það sem vísindamenn segja nú þá er Firth ekkert líkur Darcy eins og hann á að hafa litið út.Þessi Mr. Darcy er ekkert sérstaklega líkur Colin Firth.UKTV/NICK HARDCASTLEÍ staðinn fyrir breiðar axlir er hann grannur og notar hárkollu en þar sem lítið er um lýsingar á Darcy í bókinni sjálfri studdust vísindamennirnir við straum og tísku 10. áratugar sem er sá tími sem sagan gerist. „Það hvernig við sjáum Darcy endurspeglar algenga líkamsbyggingu karlmanna á þessum tíma. Þeir notuðu hárkollur og voru með granna kjálka en afgerandi kjálka,“ segir Amanda Vickery, prófessor í sagnfræði við Queen Mary-háskóla í London, í samtali við BBC. Vöðvastæltir líkamar leikara á borð við Colin Firth og Matthew Macfadyen, sem farið hafa með hlutverk Darcy, hefðu á þeim tíma sem sagan gerist frekar verið einkennandi fyrir verkamenn heldur en hefðarmenn.
Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira