Þeir verja hann ekki uppi frá Rúnari Kára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2017 15:00 Rúnar Kárason lætur skot vaða í leiknum á móti Makedóníu. Vísir/EPA Rúnar Kárason hefur átt mörg þrumuskotin á HM í handbolta en íslenska landsliðið tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum með jafntefli á móti Makedóníu í lokaumferð riðlakeppninnar í gær. Það er fróðlegt að skoða betur hvar skotin hans Rúnars Kárasonar eru að fara og hvar markverðirnir eru ekki að verja boltana frá honum. Rúnar átti flottan leik á móti Makedóníu og var markahæstur í íslenska liðinu með sjö mörk. Hann skoraði jöfnunarmarkið og fékk síðan einnig tækifæri til að tryggja liðinu sigurinn. Lokaskot Rúnars var hinsvegar varið og Ísland mætir því Frakklandi í 16 liða úrslitunum en ekki Noregi. Rúnar skoraði 22 mörk úr 39 skotum en tíu þeirra komu með langskotum samkvæmt tölfræði mótshaldara. Rúnar hafði mest áður skorað 21 mark á stórmóti en það gerði hann á EM 2014. Rúnar er því búinn að setja nýtt persónulegt met á þessu móti. Það má líka sjá í opinberri tölfræði heimsmeistaramótsins hvert Rúnar er að skjóta boltanum á markið og þegar sú samantekt er skoðuð er auðvelt að fullyrða það að markverðir mótherjanna verja ekki uppi frá Rúnari. Í þessum fimm leikjum hefur Rúnar tekið 10 skot efst í markið og þau hafa öll legið í marknetinu. Hans besti staður er uppi í hægri horninu en öll sex skotin hans þangað hafa þanið út netmöskvanna. Hér fyrir neðan má sjá hvert skotin hans Rúnars hafa farið á mótinu og hér er einnig hægt að skoða tölfræði hans betur á heimasíðu heimsmeistaramótsins.Skotin hans Rúnars Kárasonar á HM í Frakklandi.Mynd/Heimasíða HM 2017 HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Geir: Var á leið að borðinu að taka leikhlé "Akkúrat núna er ég ókátur með að hafa ekki unnið,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari en þó svo lið hans hafi kastað frá sér sigrinum er það komið í 16-liða úrslit. 19. janúar 2017 19:29 Rúnar: Vantaði að úrslitaskotið færi á réttan stað "Fyrst og fremst svekkelsi. Við fórum illa að ráði okkar, vorum með fimm marka forystu þegar korter var eftir," segir Rúnar Kárason eftir leikinn gegn Makedóníu. 19. janúar 2017 19:41 Einkunnir strákanna okkar: Bjarki Már og Rúnar bestir en Janus fær lægstu einkunn Bjarki Már Elísson og Rúnar Kárason voru bestu leikmenn Íslands á móti Makedóníu í kvöld. 19. janúar 2017 19:02 Andlegt hrun á lokakaflanum Strákarnir okkar náðu markmiði sínu að komast í 16-liða úrslit á HM en sú niðurstaða var ansi bitur eftir að liðið kastaði frá sér sigri gegn Makedóníu. 20. janúar 2017 06:00 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira
Rúnar Kárason hefur átt mörg þrumuskotin á HM í handbolta en íslenska landsliðið tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum með jafntefli á móti Makedóníu í lokaumferð riðlakeppninnar í gær. Það er fróðlegt að skoða betur hvar skotin hans Rúnars Kárasonar eru að fara og hvar markverðirnir eru ekki að verja boltana frá honum. Rúnar átti flottan leik á móti Makedóníu og var markahæstur í íslenska liðinu með sjö mörk. Hann skoraði jöfnunarmarkið og fékk síðan einnig tækifæri til að tryggja liðinu sigurinn. Lokaskot Rúnars var hinsvegar varið og Ísland mætir því Frakklandi í 16 liða úrslitunum en ekki Noregi. Rúnar skoraði 22 mörk úr 39 skotum en tíu þeirra komu með langskotum samkvæmt tölfræði mótshaldara. Rúnar hafði mest áður skorað 21 mark á stórmóti en það gerði hann á EM 2014. Rúnar er því búinn að setja nýtt persónulegt met á þessu móti. Það má líka sjá í opinberri tölfræði heimsmeistaramótsins hvert Rúnar er að skjóta boltanum á markið og þegar sú samantekt er skoðuð er auðvelt að fullyrða það að markverðir mótherjanna verja ekki uppi frá Rúnari. Í þessum fimm leikjum hefur Rúnar tekið 10 skot efst í markið og þau hafa öll legið í marknetinu. Hans besti staður er uppi í hægri horninu en öll sex skotin hans þangað hafa þanið út netmöskvanna. Hér fyrir neðan má sjá hvert skotin hans Rúnars hafa farið á mótinu og hér er einnig hægt að skoða tölfræði hans betur á heimasíðu heimsmeistaramótsins.Skotin hans Rúnars Kárasonar á HM í Frakklandi.Mynd/Heimasíða HM 2017
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Geir: Var á leið að borðinu að taka leikhlé "Akkúrat núna er ég ókátur með að hafa ekki unnið,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari en þó svo lið hans hafi kastað frá sér sigrinum er það komið í 16-liða úrslit. 19. janúar 2017 19:29 Rúnar: Vantaði að úrslitaskotið færi á réttan stað "Fyrst og fremst svekkelsi. Við fórum illa að ráði okkar, vorum með fimm marka forystu þegar korter var eftir," segir Rúnar Kárason eftir leikinn gegn Makedóníu. 19. janúar 2017 19:41 Einkunnir strákanna okkar: Bjarki Már og Rúnar bestir en Janus fær lægstu einkunn Bjarki Már Elísson og Rúnar Kárason voru bestu leikmenn Íslands á móti Makedóníu í kvöld. 19. janúar 2017 19:02 Andlegt hrun á lokakaflanum Strákarnir okkar náðu markmiði sínu að komast í 16-liða úrslit á HM en sú niðurstaða var ansi bitur eftir að liðið kastaði frá sér sigri gegn Makedóníu. 20. janúar 2017 06:00 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira
Geir: Var á leið að borðinu að taka leikhlé "Akkúrat núna er ég ókátur með að hafa ekki unnið,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari en þó svo lið hans hafi kastað frá sér sigrinum er það komið í 16-liða úrslit. 19. janúar 2017 19:29
Rúnar: Vantaði að úrslitaskotið færi á réttan stað "Fyrst og fremst svekkelsi. Við fórum illa að ráði okkar, vorum með fimm marka forystu þegar korter var eftir," segir Rúnar Kárason eftir leikinn gegn Makedóníu. 19. janúar 2017 19:41
Einkunnir strákanna okkar: Bjarki Már og Rúnar bestir en Janus fær lægstu einkunn Bjarki Már Elísson og Rúnar Kárason voru bestu leikmenn Íslands á móti Makedóníu í kvöld. 19. janúar 2017 19:02
Andlegt hrun á lokakaflanum Strákarnir okkar náðu markmiði sínu að komast í 16-liða úrslit á HM en sú niðurstaða var ansi bitur eftir að liðið kastaði frá sér sigri gegn Makedóníu. 20. janúar 2017 06:00