Einar Andri gerir upp leik Íslands: Von fyrir framtíð landsliðsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. janúar 2017 19:09 Frakkar fagna því að vera komnir áfram í fjórðungsúrslitin. En framtíð íslenska landsliðsins er björt. Vísir/EPA Þó svo að Ísland hafi í dag fallið úr leik á HM í handbolta gerðu strákanir okkar það með miklum sóma eftir góða frammistöðu gegn gestgjöfum Frakka fyrir 28 þúsund áhorfendum í Lille. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar í Olísdeild karla, er sérfræðingur Vísis um HM í handbolta og hann var ánægður með frammistöðu strákanna okkar í 31-25 tapi. Frakkar höfðu eins marks forystu í hálfleik, 14-13. „Fyrri hálfleikur var frábær og virkilega vel útfærður. Vörnin var öflug og þeir Rúnar og Óli frábærir í sókninni. Við vorum hreinlega óheppnir að vera ekki yfir,“ sagði Einar Andri. Ísland gaf eftir á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks og Frakkar náðu forystu sem strákarnir okkar náðu ekki að brúa. „Það voru mikið af töpuðum boltum og þá búa þeir til þennan mun. En strákarnir komu til baka og í 50 mínútur var þetta virkilega jafn leikur.“ Hann segir að mistökin hafi verið of mörg hjá liði Íslands. „Jafn öflugt lið og Frakkland refsar fyrir hver mistök, eðlilega.“Allir hefðu þurft að eiga stórleik Sóknarleikur Íslands var góður í kvöld, betri en oft áður á mótinu í Frakklandi. „Sérstaklega í fyrri hálfleik. Það vita allir hvað Rúnar og Óli geta og þegar þeir hitta á sinn dag þá erum við stórhættulegir. Þeir eru afar öflugar skyttar og það var allt í vinklunum hjá þeim. Rúnar var að skjóta í raun vel allan leikinn.“ Hann hrósaði þjálfurum Íslands fyrir þeirra innlegg. „Það var augljóst að þeir náðu að leggja leikinn vel upp og þegar sóknin náði að rúlla vel þá var stórskemmtilegt að sjá hana.“ Hvað varnarleikinn varðar sagði Einar Andri að íslenska vörnin hafi átt svör við öllu. „Þetta var erfitt þegar þeir náðu að refsa okkur fyrir mistök en enn og aftur var miðjan í vörninni hrikalega öflug. Þegar við náðum að stýra ferðinni í leiknum þá var þetta mjög gott. En þegar mistökin komu þá fór takturinn úr þessu.“ Markverðir Íslands hafa oft verið með betri tölur en í kvöld en Einar Andri bendir á að það segi ekki alla söguna. „Björgvin Páll var hrikalega öflugur þegar hann kom aftur inn á í síðari hálfleik. Heilt yfir vörðu þeir ekki marga bolta en það eru ekki heldur margir boltar sem við getum sagt að þeir hefðu átt að taka. Frakkarnir náðu oft að opna okkur mjög vel.“ „Auðvitað hefði það hjálpað til að fá stórleik frá markvörðunum okkar. Raunar er það svo að við hefðum þurft stórleik frá öllum til að vinna Frakka.“Með góða tilfinningu eftir mótið Hann hrósaði skapgerð íslenska liðsins sem hann sagði vera sterka. Hann kvíðir ekki framhaldinu. „Það hefði verið mjög auðvelt að tapa stórt og geta bara notað þá afsökun að við hefðum verið að spila við Frakka fyrir framan allt þetta fólk. Þetta var leikur og það vantaði ekki mikið upp á í síðari hálfleik til að setja alvöru pressu á Frakkana.“ „Þetta gefur okkur von fyrir framtíðina. Við skulum ekki gleyma að við eigum einn besta handboltamann inni [Aron Pálmarsson] og maður spyr sig hvernig hefði farið fyrir okkur ef hann hefði verið heill og verið með okkur á þessu móti,“ segir Einar Andri. „Við þurfum ekki að örvænta. Geir var að gefa ungum mönnum tækifæri og menn fá heilmikla reynslu. Það var augljóst að allir höfðu mikla trú á verkefninu en svona ákafa fylgir oft að menn gera einföld mistök en þeim mun fækka þegar ungir menn fá meiri reynslu. Það er hægt að gera væntingar til þessa liðs í framhaldinu og heildina á litið var þetta flott mót fyrir framtíð íslenska liðsins. Ég er með góða tilfinningu eftir þetta mót.“ Handbolti HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar: Bjarki Már bestur Ísland tapaði fyrir heimsmeisturum Frakklands, 31-25, fyrir framan tæplega 30.000 manns í Lille í dag. 21. janúar 2017 19:03 Ólafur: Var erfitt að gera leik úr þessu Ólafur Guðmundsson spilaði vel gegn Frökkum í kvöld en það var ekki nóg þegar strákarnir okkar féllu úr leik í 16-liða úrslitum á HM í handbolta. Frakkland vann að lokum sex marka sigur, 31-25. 21. janúar 2017 18:54 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 31-25 | Frakkar hnykluðu vöðvana eftir hlé Íslenska landsliðið í handbola er úr leik á heimsmeistaramótinu í Farkklandi eftir 31-25 tap fyrir gestgjöfunum í 16 liða úrslitum í kvöld. 21. janúar 2017 18:45 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Fram - Valur | Arnór byrjar á meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Sjá meira
Þó svo að Ísland hafi í dag fallið úr leik á HM í handbolta gerðu strákanir okkar það með miklum sóma eftir góða frammistöðu gegn gestgjöfum Frakka fyrir 28 þúsund áhorfendum í Lille. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar í Olísdeild karla, er sérfræðingur Vísis um HM í handbolta og hann var ánægður með frammistöðu strákanna okkar í 31-25 tapi. Frakkar höfðu eins marks forystu í hálfleik, 14-13. „Fyrri hálfleikur var frábær og virkilega vel útfærður. Vörnin var öflug og þeir Rúnar og Óli frábærir í sókninni. Við vorum hreinlega óheppnir að vera ekki yfir,“ sagði Einar Andri. Ísland gaf eftir á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks og Frakkar náðu forystu sem strákarnir okkar náðu ekki að brúa. „Það voru mikið af töpuðum boltum og þá búa þeir til þennan mun. En strákarnir komu til baka og í 50 mínútur var þetta virkilega jafn leikur.“ Hann segir að mistökin hafi verið of mörg hjá liði Íslands. „Jafn öflugt lið og Frakkland refsar fyrir hver mistök, eðlilega.“Allir hefðu þurft að eiga stórleik Sóknarleikur Íslands var góður í kvöld, betri en oft áður á mótinu í Frakklandi. „Sérstaklega í fyrri hálfleik. Það vita allir hvað Rúnar og Óli geta og þegar þeir hitta á sinn dag þá erum við stórhættulegir. Þeir eru afar öflugar skyttar og það var allt í vinklunum hjá þeim. Rúnar var að skjóta í raun vel allan leikinn.“ Hann hrósaði þjálfurum Íslands fyrir þeirra innlegg. „Það var augljóst að þeir náðu að leggja leikinn vel upp og þegar sóknin náði að rúlla vel þá var stórskemmtilegt að sjá hana.“ Hvað varnarleikinn varðar sagði Einar Andri að íslenska vörnin hafi átt svör við öllu. „Þetta var erfitt þegar þeir náðu að refsa okkur fyrir mistök en enn og aftur var miðjan í vörninni hrikalega öflug. Þegar við náðum að stýra ferðinni í leiknum þá var þetta mjög gott. En þegar mistökin komu þá fór takturinn úr þessu.“ Markverðir Íslands hafa oft verið með betri tölur en í kvöld en Einar Andri bendir á að það segi ekki alla söguna. „Björgvin Páll var hrikalega öflugur þegar hann kom aftur inn á í síðari hálfleik. Heilt yfir vörðu þeir ekki marga bolta en það eru ekki heldur margir boltar sem við getum sagt að þeir hefðu átt að taka. Frakkarnir náðu oft að opna okkur mjög vel.“ „Auðvitað hefði það hjálpað til að fá stórleik frá markvörðunum okkar. Raunar er það svo að við hefðum þurft stórleik frá öllum til að vinna Frakka.“Með góða tilfinningu eftir mótið Hann hrósaði skapgerð íslenska liðsins sem hann sagði vera sterka. Hann kvíðir ekki framhaldinu. „Það hefði verið mjög auðvelt að tapa stórt og geta bara notað þá afsökun að við hefðum verið að spila við Frakka fyrir framan allt þetta fólk. Þetta var leikur og það vantaði ekki mikið upp á í síðari hálfleik til að setja alvöru pressu á Frakkana.“ „Þetta gefur okkur von fyrir framtíðina. Við skulum ekki gleyma að við eigum einn besta handboltamann inni [Aron Pálmarsson] og maður spyr sig hvernig hefði farið fyrir okkur ef hann hefði verið heill og verið með okkur á þessu móti,“ segir Einar Andri. „Við þurfum ekki að örvænta. Geir var að gefa ungum mönnum tækifæri og menn fá heilmikla reynslu. Það var augljóst að allir höfðu mikla trú á verkefninu en svona ákafa fylgir oft að menn gera einföld mistök en þeim mun fækka þegar ungir menn fá meiri reynslu. Það er hægt að gera væntingar til þessa liðs í framhaldinu og heildina á litið var þetta flott mót fyrir framtíð íslenska liðsins. Ég er með góða tilfinningu eftir þetta mót.“
Handbolti HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar: Bjarki Már bestur Ísland tapaði fyrir heimsmeisturum Frakklands, 31-25, fyrir framan tæplega 30.000 manns í Lille í dag. 21. janúar 2017 19:03 Ólafur: Var erfitt að gera leik úr þessu Ólafur Guðmundsson spilaði vel gegn Frökkum í kvöld en það var ekki nóg þegar strákarnir okkar féllu úr leik í 16-liða úrslitum á HM í handbolta. Frakkland vann að lokum sex marka sigur, 31-25. 21. janúar 2017 18:54 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 31-25 | Frakkar hnykluðu vöðvana eftir hlé Íslenska landsliðið í handbola er úr leik á heimsmeistaramótinu í Farkklandi eftir 31-25 tap fyrir gestgjöfunum í 16 liða úrslitum í kvöld. 21. janúar 2017 18:45 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Fram - Valur | Arnór byrjar á meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Sjá meira
Einkunnir strákanna okkar: Bjarki Már bestur Ísland tapaði fyrir heimsmeisturum Frakklands, 31-25, fyrir framan tæplega 30.000 manns í Lille í dag. 21. janúar 2017 19:03
Ólafur: Var erfitt að gera leik úr þessu Ólafur Guðmundsson spilaði vel gegn Frökkum í kvöld en það var ekki nóg þegar strákarnir okkar féllu úr leik í 16-liða úrslitum á HM í handbolta. Frakkland vann að lokum sex marka sigur, 31-25. 21. janúar 2017 18:54
Umfjöllun: Frakkland - Ísland 31-25 | Frakkar hnykluðu vöðvana eftir hlé Íslenska landsliðið í handbola er úr leik á heimsmeistaramótinu í Farkklandi eftir 31-25 tap fyrir gestgjöfunum í 16 liða úrslitum í kvöld. 21. janúar 2017 18:45