Minningarathöfn um Birnu um helgina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. janúar 2017 20:39 Óhætt er að segja að þjóðarsorg ríki á Íslandi eftir að lík Birnu Brjánsdóttur fannst í gær. Minningarathöfn verður haldin næstkomandi laugardag til minningar um Birnu Brjánsdóttur sem hvarf sporlaust úr miðbæ Reykjavíkur 14. janúar og fannst látin í gær. Gengið verður frá þeim stað þar sem Birna sást síðast á lífi. Í samtali við Vísi segir annar skipuleggjendi athafnarinnar að minningarathöfnin sé haldin með samþykki fjölskyldu Birnu. Sjá má að um rúmlega þúsund manns hafa boðað komu sína en stefnt er að því að safnast saman fyrir framan Laugaveg 31 klukkan 16.00 á laugardaginn en þar sást Birna síðast á lífi. Þaðan verður gengið niður Laugaveginn og kertum fleytt á Tjörnina. „Ég hvet alla til að koma saman og minnast Birnu Brjánsdóttur sem var tekin alltof fljótt frá fjölskyldu sinni vinum og ættingjum. Ég þekkti Birnu ekki en hef tekið þetta mikið inná mig eins og öll þjóðin hefur gert,“ skrifar annar skipuleggjanda á Facebook-síðu minningarathafnarinnar.Íslendingar, sem og aðrir, eru harmi slegnir vegna andláts Birnu og hafa margir sent fjölskyldu og vinum Birnu samúðarkveðjur. Mátti sjá margar myndir með kertum á Facebook, Instagram og Twitter þar sem Birnu var minnst. Þá hafa Grænlendingar einnig minnst Birnu en íbúar í Nuuk, höfuðborg Grænlands, komu saman við hús ræðismanns Íslands í gærkvöldi og minntust hennar. Kveikt var á kertum víðar á Grænlandi í gærkvöldi en sem kunnugt er eru tveir grænlenskir skipverjar í haldi grunaðir um aðild að dauða Birnu. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Minntust Birnu í Vatnsmýri: „Látum ástina vera hatrinu yfirsterkari“ Hópur fólks kom saman í minningarlundinum um Útey í Vatnsmýri í kvöld til að tendra á kertum í minningu Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 21:38 Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu Fjöldi fólks hyggst koma saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk í Grænlandi til þess að kveikja á kertum til minningar um Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 19:40 Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00 Hundruð minntust Birnu í Nuuk: „Þetta var mjög hjartnæm stund“ Erik Jensen, íbúi í Nuuk, segir mikinn samhug hafa verið á minningarstund um Birnu Brjánsdóttur í kvöld. 22. janúar 2017 23:42 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Minningarathöfn verður haldin næstkomandi laugardag til minningar um Birnu Brjánsdóttur sem hvarf sporlaust úr miðbæ Reykjavíkur 14. janúar og fannst látin í gær. Gengið verður frá þeim stað þar sem Birna sást síðast á lífi. Í samtali við Vísi segir annar skipuleggjendi athafnarinnar að minningarathöfnin sé haldin með samþykki fjölskyldu Birnu. Sjá má að um rúmlega þúsund manns hafa boðað komu sína en stefnt er að því að safnast saman fyrir framan Laugaveg 31 klukkan 16.00 á laugardaginn en þar sást Birna síðast á lífi. Þaðan verður gengið niður Laugaveginn og kertum fleytt á Tjörnina. „Ég hvet alla til að koma saman og minnast Birnu Brjánsdóttur sem var tekin alltof fljótt frá fjölskyldu sinni vinum og ættingjum. Ég þekkti Birnu ekki en hef tekið þetta mikið inná mig eins og öll þjóðin hefur gert,“ skrifar annar skipuleggjanda á Facebook-síðu minningarathafnarinnar.Íslendingar, sem og aðrir, eru harmi slegnir vegna andláts Birnu og hafa margir sent fjölskyldu og vinum Birnu samúðarkveðjur. Mátti sjá margar myndir með kertum á Facebook, Instagram og Twitter þar sem Birnu var minnst. Þá hafa Grænlendingar einnig minnst Birnu en íbúar í Nuuk, höfuðborg Grænlands, komu saman við hús ræðismanns Íslands í gærkvöldi og minntust hennar. Kveikt var á kertum víðar á Grænlandi í gærkvöldi en sem kunnugt er eru tveir grænlenskir skipverjar í haldi grunaðir um aðild að dauða Birnu.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Minntust Birnu í Vatnsmýri: „Látum ástina vera hatrinu yfirsterkari“ Hópur fólks kom saman í minningarlundinum um Útey í Vatnsmýri í kvöld til að tendra á kertum í minningu Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 21:38 Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu Fjöldi fólks hyggst koma saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk í Grænlandi til þess að kveikja á kertum til minningar um Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 19:40 Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00 Hundruð minntust Birnu í Nuuk: „Þetta var mjög hjartnæm stund“ Erik Jensen, íbúi í Nuuk, segir mikinn samhug hafa verið á minningarstund um Birnu Brjánsdóttur í kvöld. 22. janúar 2017 23:42 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Minntust Birnu í Vatnsmýri: „Látum ástina vera hatrinu yfirsterkari“ Hópur fólks kom saman í minningarlundinum um Útey í Vatnsmýri í kvöld til að tendra á kertum í minningu Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 21:38
Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu Fjöldi fólks hyggst koma saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk í Grænlandi til þess að kveikja á kertum til minningar um Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 19:40
Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00
Hundruð minntust Birnu í Nuuk: „Þetta var mjög hjartnæm stund“ Erik Jensen, íbúi í Nuuk, segir mikinn samhug hafa verið á minningarstund um Birnu Brjánsdóttur í kvöld. 22. janúar 2017 23:42