Vonar að dauði Birnu opni á umræðu um ofbeldi á Grænlandi: „Þögnin er áþreifanleg“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 25. janúar 2017 11:00 Grænlendingar eru slegnir yfir dauða Birnu Brjánsdóttur og meðal annars kveiktu þeir á kertum í minningu hennar á sunnudag. Vísir Ingibjörg Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur sem búsett er í Sisimut á Grænlandi, segist vona að dauði Birnu Brjánsdóttur verði til þess að opna umræðu um ofbeldi á Grænlandi. Ingibjörg skrifar um þöggun um ofbeldi í uppeldi sínu í Breiðholti og aðstæður í Grænlandi í pistli á Kalak.is, vef vinafélags Grænlands og Íslands. „Fyrir meira en þrjátíu árum þegar ég var barn í blokk í Breiðholtinu bjó ofbeldismaður í íbúðinni á móti okkar. Hann hryllti fjölskyldumeðlimi sína, konu og börn. Beitti þau andlegu og líkamlegu ofbeldi svo stundum mátti heyra óp og grát frá íbúðinni. Aðspurð mundi mamma ekki til þess að nokkur nágrannanna hefði einhverju sinni hringt eftir lögreglunni til þess að hemja manninn og fjarlægja hann,“ skrifar Ingibjörg. Hún segir að hún og vinkonur hennar á aldrinum átta til tólf ára hafi meðal annars talað saman um svokallaða typpakalla, karla sem höfðu misboðið þeim á einhvern hátt með framferði sínu, kynferðislegri áreitni og dólgshætti.Ábyrgð sett á börn „Þegar ég var barn í Breiðholtinu man ég eftir konum og mönnum segja í lágum hljóðum gjarnan á innsoginu „hann lemur hana”. Aha og kinkað kolli, „einmitt” það skýrði ýmislegt. Ég man ekki til þess að einhver hafi talað um að hafa tilkynnt yfirvöldum um menn sem lömdu konurnar sínar og hræddu börnin sín.“ Hún segir jafnframt að löggæsla hafi þó verið ströng á þessum tíma og að mikið eftirlit hafi verið ef brotið var gegn banni á bjór, banni vð sölu blóma á páskadag eða sölu rjóma eftir klukkan tólf á aðfangadag. Þó hafi lögreglan aldrei verið kölluð til í blokkina þar sem hún bjó til að fjarlægja ofbeldismann af heimilinu. „Ofbeldi gegn konum og börnum var ekki rætt nema í hálfum hljóðum og oftar en ekki mátti skilja sem svo að fórnarlömbin gætu sjálfum sér um kennt. Konum sem voru áreittar á götu út áttu ekkert að vera að þvælast þetta. Börn áttu að passa sig á þekktum kynferðisbrotamönnum, “passaðu þig á kallinum” var sagt og ábyrgðin sett á barnið. Rödd fórnarlamba heyrðist sjaldan, þau voru ómarktæk, höfðu látið berja sig og misnota.“Þögnin áþreifanleg Hún segir að síðan þá hafi margt breyst, íslendingar séu orðnir betri í að tala um hlutina og segist trúa því að samfélagið sé fljótara að grípa inn í. Hún segir þó að ástandið á Grænlandi minni margt á æsku hennar í Breiðholtinu. Ekki sé talað um heimilisofbeldi. Í starfi sínu sem hjúkrunarfræðingur hittir Ingibjörg konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi af hendum manna sinna, vina, kunningja eða ókunnugra. Þó séu aldrei fluttar fréttir af ofbeldismálum. „Þögnin er áþreifanleg þegar kemur að ofbeldi gegn konum og börnum. Þegar ég var barn heyrði ég útundan mér hræðilegar örlagasögur forfeðra minna og vina minna. Börn sem dóu í hrönnum, ungar konur sem voru hraktar af heimilum, búnar að láta barna sig og áttu ekki afturkvæmt fyrr en búið væri að koma krakkanum fyrir hjá vandalausum. Hamfarir, og ofbeldi, blóði drifin Íslandssaga sögð í hálfum hljóðum yfir kaffibolla í Breiðholti.“Vonar að dauði Birnu opni á umræðu Ingibjörg segist hafa fylgst með leitinni að Birnu ásamt grænlensku þjóðinni. „Ég fann fyrir samhugnum hjá þjóðinni sem ég fæ að dvelja með og sorginni sem fyllti þau yfir því að landsmenn þeirra séu í varðhaldi grunaðir um voðaverk. Ég held að hörmulegur dauðdagi Birnu Brjánsdóttur muni breyta því hvernig grænlensk þjóð tekur á ofbeldi gegn konum og börnum.“ Ingibjörg segist vona að dauði Birnu hafi það í för með sér að grænlenska þjóðin leyfi sér að tala opinskátt um ofbeldi og vinna þannig á þjóðarmeinum. „Ég vona að öll sú umræða sem verið hefur um málið og sú samkennd sem fólk hér hefur fundið með aðstandendum Birnu á Íslandi festi rætur hér í landi og geri grænlensku þjóðinni kleyft að ræða ofbeldismál opinskátt, að segja af þeim fréttir og láta vita að ofbeldi er ekki í boði aldrei. Orð eru til margs vís, Grænlendingar hafa ekki verið orðmargir um þær hörmungar sem hafa dunið á þeim, en nú sjá þeir hjá nágrönnum sínum í austri að orð geta læknað og orð geta breytt. Ég vona að hörmulegur dauðdagi ungrar konu á Íslandi geti haft það í för með sér að grænlensk þjóð taki á þöggun um ofbeldi og misnotkun og leyfi sér að tala opinskátt um hlutina og vinna þannig á þjóðarmeinum.“ Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Grænlendingar miður sín Lögreglan segir fólk hafa haft samband sem hafi orðið fyrir aðkasti fyrir það eitt að vera frá Grænlandi. 20. janúar 2017 19:00 Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu Fjöldi fólks hyggst koma saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk í Grænlandi til þess að kveikja á kertum til minningar um Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 19:40 Utanríkisráðherra Grænlands sendir Íslendingum samúðarkveðjur Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra barst í gærkvöldi samúðarbréf frá starfsbróður sínum á Grænlandi, Vittus Qujaukitsoq. 23. janúar 2017 11:33 Hundruð minntust Birnu í Nuuk: „Þetta var mjög hjartnæm stund“ Erik Jensen, íbúi í Nuuk, segir mikinn samhug hafa verið á minningarstund um Birnu Brjánsdóttur í kvöld. 22. janúar 2017 23:42 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Sjá meira
Ingibjörg Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur sem búsett er í Sisimut á Grænlandi, segist vona að dauði Birnu Brjánsdóttur verði til þess að opna umræðu um ofbeldi á Grænlandi. Ingibjörg skrifar um þöggun um ofbeldi í uppeldi sínu í Breiðholti og aðstæður í Grænlandi í pistli á Kalak.is, vef vinafélags Grænlands og Íslands. „Fyrir meira en þrjátíu árum þegar ég var barn í blokk í Breiðholtinu bjó ofbeldismaður í íbúðinni á móti okkar. Hann hryllti fjölskyldumeðlimi sína, konu og börn. Beitti þau andlegu og líkamlegu ofbeldi svo stundum mátti heyra óp og grát frá íbúðinni. Aðspurð mundi mamma ekki til þess að nokkur nágrannanna hefði einhverju sinni hringt eftir lögreglunni til þess að hemja manninn og fjarlægja hann,“ skrifar Ingibjörg. Hún segir að hún og vinkonur hennar á aldrinum átta til tólf ára hafi meðal annars talað saman um svokallaða typpakalla, karla sem höfðu misboðið þeim á einhvern hátt með framferði sínu, kynferðislegri áreitni og dólgshætti.Ábyrgð sett á börn „Þegar ég var barn í Breiðholtinu man ég eftir konum og mönnum segja í lágum hljóðum gjarnan á innsoginu „hann lemur hana”. Aha og kinkað kolli, „einmitt” það skýrði ýmislegt. Ég man ekki til þess að einhver hafi talað um að hafa tilkynnt yfirvöldum um menn sem lömdu konurnar sínar og hræddu börnin sín.“ Hún segir jafnframt að löggæsla hafi þó verið ströng á þessum tíma og að mikið eftirlit hafi verið ef brotið var gegn banni á bjór, banni vð sölu blóma á páskadag eða sölu rjóma eftir klukkan tólf á aðfangadag. Þó hafi lögreglan aldrei verið kölluð til í blokkina þar sem hún bjó til að fjarlægja ofbeldismann af heimilinu. „Ofbeldi gegn konum og börnum var ekki rætt nema í hálfum hljóðum og oftar en ekki mátti skilja sem svo að fórnarlömbin gætu sjálfum sér um kennt. Konum sem voru áreittar á götu út áttu ekkert að vera að þvælast þetta. Börn áttu að passa sig á þekktum kynferðisbrotamönnum, “passaðu þig á kallinum” var sagt og ábyrgðin sett á barnið. Rödd fórnarlamba heyrðist sjaldan, þau voru ómarktæk, höfðu látið berja sig og misnota.“Þögnin áþreifanleg Hún segir að síðan þá hafi margt breyst, íslendingar séu orðnir betri í að tala um hlutina og segist trúa því að samfélagið sé fljótara að grípa inn í. Hún segir þó að ástandið á Grænlandi minni margt á æsku hennar í Breiðholtinu. Ekki sé talað um heimilisofbeldi. Í starfi sínu sem hjúkrunarfræðingur hittir Ingibjörg konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi af hendum manna sinna, vina, kunningja eða ókunnugra. Þó séu aldrei fluttar fréttir af ofbeldismálum. „Þögnin er áþreifanleg þegar kemur að ofbeldi gegn konum og börnum. Þegar ég var barn heyrði ég útundan mér hræðilegar örlagasögur forfeðra minna og vina minna. Börn sem dóu í hrönnum, ungar konur sem voru hraktar af heimilum, búnar að láta barna sig og áttu ekki afturkvæmt fyrr en búið væri að koma krakkanum fyrir hjá vandalausum. Hamfarir, og ofbeldi, blóði drifin Íslandssaga sögð í hálfum hljóðum yfir kaffibolla í Breiðholti.“Vonar að dauði Birnu opni á umræðu Ingibjörg segist hafa fylgst með leitinni að Birnu ásamt grænlensku þjóðinni. „Ég fann fyrir samhugnum hjá þjóðinni sem ég fæ að dvelja með og sorginni sem fyllti þau yfir því að landsmenn þeirra séu í varðhaldi grunaðir um voðaverk. Ég held að hörmulegur dauðdagi Birnu Brjánsdóttur muni breyta því hvernig grænlensk þjóð tekur á ofbeldi gegn konum og börnum.“ Ingibjörg segist vona að dauði Birnu hafi það í för með sér að grænlenska þjóðin leyfi sér að tala opinskátt um ofbeldi og vinna þannig á þjóðarmeinum. „Ég vona að öll sú umræða sem verið hefur um málið og sú samkennd sem fólk hér hefur fundið með aðstandendum Birnu á Íslandi festi rætur hér í landi og geri grænlensku þjóðinni kleyft að ræða ofbeldismál opinskátt, að segja af þeim fréttir og láta vita að ofbeldi er ekki í boði aldrei. Orð eru til margs vís, Grænlendingar hafa ekki verið orðmargir um þær hörmungar sem hafa dunið á þeim, en nú sjá þeir hjá nágrönnum sínum í austri að orð geta læknað og orð geta breytt. Ég vona að hörmulegur dauðdagi ungrar konu á Íslandi geti haft það í för með sér að grænlensk þjóð taki á þöggun um ofbeldi og misnotkun og leyfi sér að tala opinskátt um hlutina og vinna þannig á þjóðarmeinum.“
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Grænlendingar miður sín Lögreglan segir fólk hafa haft samband sem hafi orðið fyrir aðkasti fyrir það eitt að vera frá Grænlandi. 20. janúar 2017 19:00 Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu Fjöldi fólks hyggst koma saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk í Grænlandi til þess að kveikja á kertum til minningar um Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 19:40 Utanríkisráðherra Grænlands sendir Íslendingum samúðarkveðjur Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra barst í gærkvöldi samúðarbréf frá starfsbróður sínum á Grænlandi, Vittus Qujaukitsoq. 23. janúar 2017 11:33 Hundruð minntust Birnu í Nuuk: „Þetta var mjög hjartnæm stund“ Erik Jensen, íbúi í Nuuk, segir mikinn samhug hafa verið á minningarstund um Birnu Brjánsdóttur í kvöld. 22. janúar 2017 23:42 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Sjá meira
Grænlendingar miður sín Lögreglan segir fólk hafa haft samband sem hafi orðið fyrir aðkasti fyrir það eitt að vera frá Grænlandi. 20. janúar 2017 19:00
Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu Fjöldi fólks hyggst koma saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk í Grænlandi til þess að kveikja á kertum til minningar um Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 19:40
Utanríkisráðherra Grænlands sendir Íslendingum samúðarkveðjur Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra barst í gærkvöldi samúðarbréf frá starfsbróður sínum á Grænlandi, Vittus Qujaukitsoq. 23. janúar 2017 11:33
Hundruð minntust Birnu í Nuuk: „Þetta var mjög hjartnæm stund“ Erik Jensen, íbúi í Nuuk, segir mikinn samhug hafa verið á minningarstund um Birnu Brjánsdóttur í kvöld. 22. janúar 2017 23:42