Hafa ákveðna hugmynd um hvar líki Birnu var komið fyrir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. janúar 2017 10:33 Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknarinnar. Vísir/Anton Brink Mennirnir tveir sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttir verða ekki yfirheyrðir í dag. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins. Hann segir ekki búið að ákveða hvenær mennirnir verða yfirheyrðir en á frekar von á því að það verði eftir helgi frekar en um helgina. Grímur segir lögregluna engu nær um ferðir bílsins á laugardagsmorgninum 14. janúar milli klukkan 7 og 11:30 en hafa þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á því hvar líki Birnu hafi mögulega verið komið fyrir ekki hjálpað til við að finna út úr því? „Það er eitthvað sem við höfum verið að skoða, það er hvaða leiðir geta legið að þeim stað sem er líklegt að það hafi gerst, en við höfum engar „konkret“ vísbendingar um það,“ segir Grímur en greint var frá því í gær að lögreglan telji að bílnum hafi verið ekið allt að 150 kílómetra á þessu tímabili.Lík Birnu fannst við Selvogsvita.Vísir/Loftmyndir ehf.Hvar er talið líklegast að líkinu hafi verið komið fyrir? „Við göngum út frá því að líkinu hafi ekki verið komið fyrir þar sem það fannst [við Selvogsvita]. Síðan er þá bara verið að horfa til þess hvar það gæti verið sitt hvoru megin við þann stað. Við höfum bæði leitað til vísindamanna sem vita hvernig straumar og öldugangur er við ströndina þarna og svo líka til staðkunnugra manna og hvað þeir telja. Við höfum ekki náð að staðsetja þetta eða segja frá því hvað við teljum en við erum með ákveðna hugmynd um þetta og það getur vel verið að við getum upplýst um það fljótlega þó að það sé ekki komið að því,“ segir Grímur. Aðspurður hvort að dúkku hafi verið kastað út segir Grímur svo ekki vera en að það komi til álita að prófa það.Með allar klær úti varðandi upplýsingar um málið Lögreglan hefur fengið aðgang að samfélagsmiðlum Birnu við rannsókn málsins en Grímur segist ekki viss um hvort rannsóknarteymið hafi fengið aðgang að þeim en telur þó að svo sé þar sem lögreglan hafi fengið aðgang að öllu sem hún telur sig þurfa. „Við erum að nota alla möguleika til þess að átta okkur á því hvað gerðist þannig að hafi verið upplýsingar á samfélagsmiðlum þessara manna þá myndum við vera með það. Við erum með allar klær úti varðandi allar upplýsingar.“ Gæsluvarðhald yfir mönnunum rennur út þann 2. febrúar. Grímur segir ekkert að segja til um það á þessari stundu hvort verði fram á að það verði framlengt og þá hefur ekki verið tekin ákvörðun um það að öðrum hvorum manninum verði sleppt úr haldi áður en varðhaldið rennur út. Birnu var saknað í átta daga eða allt síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar og þar til lík hennar fannst í fjörunni við Selvogsvita eftir hádegi síðastliðinn sunnudag. Lögreglan staðfesti í vikunni að ljóst væri af rannsókn réttarmeinafræðings að Birnu hefur verið ráðinn bani en hefur að öðru leyti ekki viljað tjá sig um niðurstöður þeirrar rannsóknar. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Aðgerðir lögreglu um borð í Polar Nanoq gætu flækt málin fyrir dómstólum Íslenska ríkið hefur almennt ekki lögsögu til að fara um borð í erlend skip í efnahagslögsögunni vegna sakamálarannsókna. 27. janúar 2017 08:00 Telja að rauða bílnum hafi verið ekið allt að 150 kílómetra á laugardagsmorgninum Engar yfirheyrslur áætlaðar í dag yfir mönnunum tveimur sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. 26. janúar 2017 11:11 Alls ekki gengið út frá manndrápi af gáleysi í rannsókn lögreglu Lögreglan gengur ekki út frá því að morðið á Birnu Brjánsdóttur geti hafa verið manndráp af gáleysi. Nokkur umræða hefur spunnist um fréttir þess efnis að lögregla útiloki ekki að um gáleysisbrot sé að ræða. 27. janúar 2017 07:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Mennirnir tveir sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttir verða ekki yfirheyrðir í dag. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins. Hann segir ekki búið að ákveða hvenær mennirnir verða yfirheyrðir en á frekar von á því að það verði eftir helgi frekar en um helgina. Grímur segir lögregluna engu nær um ferðir bílsins á laugardagsmorgninum 14. janúar milli klukkan 7 og 11:30 en hafa þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á því hvar líki Birnu hafi mögulega verið komið fyrir ekki hjálpað til við að finna út úr því? „Það er eitthvað sem við höfum verið að skoða, það er hvaða leiðir geta legið að þeim stað sem er líklegt að það hafi gerst, en við höfum engar „konkret“ vísbendingar um það,“ segir Grímur en greint var frá því í gær að lögreglan telji að bílnum hafi verið ekið allt að 150 kílómetra á þessu tímabili.Lík Birnu fannst við Selvogsvita.Vísir/Loftmyndir ehf.Hvar er talið líklegast að líkinu hafi verið komið fyrir? „Við göngum út frá því að líkinu hafi ekki verið komið fyrir þar sem það fannst [við Selvogsvita]. Síðan er þá bara verið að horfa til þess hvar það gæti verið sitt hvoru megin við þann stað. Við höfum bæði leitað til vísindamanna sem vita hvernig straumar og öldugangur er við ströndina þarna og svo líka til staðkunnugra manna og hvað þeir telja. Við höfum ekki náð að staðsetja þetta eða segja frá því hvað við teljum en við erum með ákveðna hugmynd um þetta og það getur vel verið að við getum upplýst um það fljótlega þó að það sé ekki komið að því,“ segir Grímur. Aðspurður hvort að dúkku hafi verið kastað út segir Grímur svo ekki vera en að það komi til álita að prófa það.Með allar klær úti varðandi upplýsingar um málið Lögreglan hefur fengið aðgang að samfélagsmiðlum Birnu við rannsókn málsins en Grímur segist ekki viss um hvort rannsóknarteymið hafi fengið aðgang að þeim en telur þó að svo sé þar sem lögreglan hafi fengið aðgang að öllu sem hún telur sig þurfa. „Við erum að nota alla möguleika til þess að átta okkur á því hvað gerðist þannig að hafi verið upplýsingar á samfélagsmiðlum þessara manna þá myndum við vera með það. Við erum með allar klær úti varðandi allar upplýsingar.“ Gæsluvarðhald yfir mönnunum rennur út þann 2. febrúar. Grímur segir ekkert að segja til um það á þessari stundu hvort verði fram á að það verði framlengt og þá hefur ekki verið tekin ákvörðun um það að öðrum hvorum manninum verði sleppt úr haldi áður en varðhaldið rennur út. Birnu var saknað í átta daga eða allt síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar og þar til lík hennar fannst í fjörunni við Selvogsvita eftir hádegi síðastliðinn sunnudag. Lögreglan staðfesti í vikunni að ljóst væri af rannsókn réttarmeinafræðings að Birnu hefur verið ráðinn bani en hefur að öðru leyti ekki viljað tjá sig um niðurstöður þeirrar rannsóknar.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Aðgerðir lögreglu um borð í Polar Nanoq gætu flækt málin fyrir dómstólum Íslenska ríkið hefur almennt ekki lögsögu til að fara um borð í erlend skip í efnahagslögsögunni vegna sakamálarannsókna. 27. janúar 2017 08:00 Telja að rauða bílnum hafi verið ekið allt að 150 kílómetra á laugardagsmorgninum Engar yfirheyrslur áætlaðar í dag yfir mönnunum tveimur sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. 26. janúar 2017 11:11 Alls ekki gengið út frá manndrápi af gáleysi í rannsókn lögreglu Lögreglan gengur ekki út frá því að morðið á Birnu Brjánsdóttur geti hafa verið manndráp af gáleysi. Nokkur umræða hefur spunnist um fréttir þess efnis að lögregla útiloki ekki að um gáleysisbrot sé að ræða. 27. janúar 2017 07:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Aðgerðir lögreglu um borð í Polar Nanoq gætu flækt málin fyrir dómstólum Íslenska ríkið hefur almennt ekki lögsögu til að fara um borð í erlend skip í efnahagslögsögunni vegna sakamálarannsókna. 27. janúar 2017 08:00
Telja að rauða bílnum hafi verið ekið allt að 150 kílómetra á laugardagsmorgninum Engar yfirheyrslur áætlaðar í dag yfir mönnunum tveimur sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. 26. janúar 2017 11:11
Alls ekki gengið út frá manndrápi af gáleysi í rannsókn lögreglu Lögreglan gengur ekki út frá því að morðið á Birnu Brjánsdóttur geti hafa verið manndráp af gáleysi. Nokkur umræða hefur spunnist um fréttir þess efnis að lögregla útiloki ekki að um gáleysisbrot sé að ræða. 27. janúar 2017 07:00