Frost getur farið niður í allt að 18 gráður inn til landsins Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 11. janúar 2017 23:23 Fallegt vetrarveður verður næstu daga Visir/GVA Búist er við einstaklega fallegu vetrarveðri næstu daga samkvæmt Óla Þór Árnasyni vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands. Hann segir að afar kalt verði en logn. „Um nóttina og á morgun og fram á föstudag er vel kalt. Víða inn til landsins fer frostið á köflum niður í 10-14 stig. Þannig að það verður vel kalt og getur farið neðar sum staðar,“ segir Óli Þór og nefnir að frostið geti farið niður undir 16-18 gráður í Borgarfirði, Húsafelli og í Mývatnssveit. „Yfirleitt til að fá svona kulda þá þarf nánast að vera logn á landinu og öllu jafna frekar bjart yfir þannig að þetta eru fallegir dagar þó þeir séu kaldir,“ segir veðurfræðingurinn og bætir við að það muni hitna á laugardaginn aftur því þá muni nálgast lægð úr suð-vestri og þykkna aðeins upp. Éljagangur mun þó vera viðloðandi norðurströndina á fimmtudagskvöldið og fram á föstudag. Það verður mikil rigning á sunnudaginn sunnan- og vestanlands en þurrt verður í veðri og bjart norð-austan til. Það mun hlýna þó nokkuð síðdegis og hitinn verður á bilinu 4-10 stig. Það mun svo kólna aftur á mánudaginn eftir stutt hitatímabil frá laugardegi. Þannig að þeir Íslendingar sem ganga í pelsum geta svo sannarlega tekið þá fram í þessu kalda og bjarta vetrarveðri sem mun taka á móti landanum næstu tvo daga. Annars virka kraftgallarnir líka vel svo ekki sé talað um blessað föðurlandið.Veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt spá Veðurstofu ÍslandsNorðlæg átt 5-15 m/s, hvassast austast. Él um landið N-vert, en bjart með köflum sunnan- og vestanlands. Frost 5-15 stig, kaldast í innsveitum sunnan- og vestantil.Á föstudag:Hæg breytileg átt, léttskýjað og talsvert frost, en norðvestan 5-13 m/s austanlands og dálítil él við norður- og norðausturströndina. Þykknar upp með snjókomu og minnkandi frosti um landið vestanvert um kvöldið.Á laugardag:Suðlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s. Úkomulítið fram eftir degi, en snjókoma, slydda SV-til seinnipartinn og rigning um kvöldið. Þurrt annars staðar. Hlýnar smám saman, einkum SV-lands.Á sunnudag:Sunnan- og suðaustan 10-18 og rigning sunnan- og vestanlands, en þurrt og bjart norðaustantil á landinu. Hlýnar talsvert, hiti 4 til 10 stig síðdegis.Á mánudag:Suðvestlæg átt með éljum og frystir víða þegar líður á daginn, einkum inn til landsins.Á þriðjudag:Suðvestanátt og él um landið vestanvert, en vaxandi suðlæg átt með ofankomu og hlýnandi veðri um kvöldið, síst NA-til.Á miðvikudag:Útlit fyrir sunnanátt með vætu, en suðvestlægari og él seinnipartinn. Áfram þurrt NA-lands. Fremur milt. Veður Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Búist er við einstaklega fallegu vetrarveðri næstu daga samkvæmt Óla Þór Árnasyni vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands. Hann segir að afar kalt verði en logn. „Um nóttina og á morgun og fram á föstudag er vel kalt. Víða inn til landsins fer frostið á köflum niður í 10-14 stig. Þannig að það verður vel kalt og getur farið neðar sum staðar,“ segir Óli Þór og nefnir að frostið geti farið niður undir 16-18 gráður í Borgarfirði, Húsafelli og í Mývatnssveit. „Yfirleitt til að fá svona kulda þá þarf nánast að vera logn á landinu og öllu jafna frekar bjart yfir þannig að þetta eru fallegir dagar þó þeir séu kaldir,“ segir veðurfræðingurinn og bætir við að það muni hitna á laugardaginn aftur því þá muni nálgast lægð úr suð-vestri og þykkna aðeins upp. Éljagangur mun þó vera viðloðandi norðurströndina á fimmtudagskvöldið og fram á föstudag. Það verður mikil rigning á sunnudaginn sunnan- og vestanlands en þurrt verður í veðri og bjart norð-austan til. Það mun hlýna þó nokkuð síðdegis og hitinn verður á bilinu 4-10 stig. Það mun svo kólna aftur á mánudaginn eftir stutt hitatímabil frá laugardegi. Þannig að þeir Íslendingar sem ganga í pelsum geta svo sannarlega tekið þá fram í þessu kalda og bjarta vetrarveðri sem mun taka á móti landanum næstu tvo daga. Annars virka kraftgallarnir líka vel svo ekki sé talað um blessað föðurlandið.Veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt spá Veðurstofu ÍslandsNorðlæg átt 5-15 m/s, hvassast austast. Él um landið N-vert, en bjart með köflum sunnan- og vestanlands. Frost 5-15 stig, kaldast í innsveitum sunnan- og vestantil.Á föstudag:Hæg breytileg átt, léttskýjað og talsvert frost, en norðvestan 5-13 m/s austanlands og dálítil él við norður- og norðausturströndina. Þykknar upp með snjókomu og minnkandi frosti um landið vestanvert um kvöldið.Á laugardag:Suðlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s. Úkomulítið fram eftir degi, en snjókoma, slydda SV-til seinnipartinn og rigning um kvöldið. Þurrt annars staðar. Hlýnar smám saman, einkum SV-lands.Á sunnudag:Sunnan- og suðaustan 10-18 og rigning sunnan- og vestanlands, en þurrt og bjart norðaustantil á landinu. Hlýnar talsvert, hiti 4 til 10 stig síðdegis.Á mánudag:Suðvestlæg átt með éljum og frystir víða þegar líður á daginn, einkum inn til landsins.Á þriðjudag:Suðvestanátt og él um landið vestanvert, en vaxandi suðlæg átt með ofankomu og hlýnandi veðri um kvöldið, síst NA-til.Á miðvikudag:Útlit fyrir sunnanátt með vætu, en suðvestlægari og él seinnipartinn. Áfram þurrt NA-lands. Fremur milt.
Veður Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira