Frost getur farið niður í allt að 18 gráður inn til landsins Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 11. janúar 2017 23:23 Fallegt vetrarveður verður næstu daga Visir/GVA Búist er við einstaklega fallegu vetrarveðri næstu daga samkvæmt Óla Þór Árnasyni vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands. Hann segir að afar kalt verði en logn. „Um nóttina og á morgun og fram á föstudag er vel kalt. Víða inn til landsins fer frostið á köflum niður í 10-14 stig. Þannig að það verður vel kalt og getur farið neðar sum staðar,“ segir Óli Þór og nefnir að frostið geti farið niður undir 16-18 gráður í Borgarfirði, Húsafelli og í Mývatnssveit. „Yfirleitt til að fá svona kulda þá þarf nánast að vera logn á landinu og öllu jafna frekar bjart yfir þannig að þetta eru fallegir dagar þó þeir séu kaldir,“ segir veðurfræðingurinn og bætir við að það muni hitna á laugardaginn aftur því þá muni nálgast lægð úr suð-vestri og þykkna aðeins upp. Éljagangur mun þó vera viðloðandi norðurströndina á fimmtudagskvöldið og fram á föstudag. Það verður mikil rigning á sunnudaginn sunnan- og vestanlands en þurrt verður í veðri og bjart norð-austan til. Það mun hlýna þó nokkuð síðdegis og hitinn verður á bilinu 4-10 stig. Það mun svo kólna aftur á mánudaginn eftir stutt hitatímabil frá laugardegi. Þannig að þeir Íslendingar sem ganga í pelsum geta svo sannarlega tekið þá fram í þessu kalda og bjarta vetrarveðri sem mun taka á móti landanum næstu tvo daga. Annars virka kraftgallarnir líka vel svo ekki sé talað um blessað föðurlandið.Veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt spá Veðurstofu ÍslandsNorðlæg átt 5-15 m/s, hvassast austast. Él um landið N-vert, en bjart með köflum sunnan- og vestanlands. Frost 5-15 stig, kaldast í innsveitum sunnan- og vestantil.Á föstudag:Hæg breytileg átt, léttskýjað og talsvert frost, en norðvestan 5-13 m/s austanlands og dálítil él við norður- og norðausturströndina. Þykknar upp með snjókomu og minnkandi frosti um landið vestanvert um kvöldið.Á laugardag:Suðlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s. Úkomulítið fram eftir degi, en snjókoma, slydda SV-til seinnipartinn og rigning um kvöldið. Þurrt annars staðar. Hlýnar smám saman, einkum SV-lands.Á sunnudag:Sunnan- og suðaustan 10-18 og rigning sunnan- og vestanlands, en þurrt og bjart norðaustantil á landinu. Hlýnar talsvert, hiti 4 til 10 stig síðdegis.Á mánudag:Suðvestlæg átt með éljum og frystir víða þegar líður á daginn, einkum inn til landsins.Á þriðjudag:Suðvestanátt og él um landið vestanvert, en vaxandi suðlæg átt með ofankomu og hlýnandi veðri um kvöldið, síst NA-til.Á miðvikudag:Útlit fyrir sunnanátt með vætu, en suðvestlægari og él seinnipartinn. Áfram þurrt NA-lands. Fremur milt. Veður Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Búist er við einstaklega fallegu vetrarveðri næstu daga samkvæmt Óla Þór Árnasyni vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands. Hann segir að afar kalt verði en logn. „Um nóttina og á morgun og fram á föstudag er vel kalt. Víða inn til landsins fer frostið á köflum niður í 10-14 stig. Þannig að það verður vel kalt og getur farið neðar sum staðar,“ segir Óli Þór og nefnir að frostið geti farið niður undir 16-18 gráður í Borgarfirði, Húsafelli og í Mývatnssveit. „Yfirleitt til að fá svona kulda þá þarf nánast að vera logn á landinu og öllu jafna frekar bjart yfir þannig að þetta eru fallegir dagar þó þeir séu kaldir,“ segir veðurfræðingurinn og bætir við að það muni hitna á laugardaginn aftur því þá muni nálgast lægð úr suð-vestri og þykkna aðeins upp. Éljagangur mun þó vera viðloðandi norðurströndina á fimmtudagskvöldið og fram á föstudag. Það verður mikil rigning á sunnudaginn sunnan- og vestanlands en þurrt verður í veðri og bjart norð-austan til. Það mun hlýna þó nokkuð síðdegis og hitinn verður á bilinu 4-10 stig. Það mun svo kólna aftur á mánudaginn eftir stutt hitatímabil frá laugardegi. Þannig að þeir Íslendingar sem ganga í pelsum geta svo sannarlega tekið þá fram í þessu kalda og bjarta vetrarveðri sem mun taka á móti landanum næstu tvo daga. Annars virka kraftgallarnir líka vel svo ekki sé talað um blessað föðurlandið.Veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt spá Veðurstofu ÍslandsNorðlæg átt 5-15 m/s, hvassast austast. Él um landið N-vert, en bjart með köflum sunnan- og vestanlands. Frost 5-15 stig, kaldast í innsveitum sunnan- og vestantil.Á föstudag:Hæg breytileg átt, léttskýjað og talsvert frost, en norðvestan 5-13 m/s austanlands og dálítil él við norður- og norðausturströndina. Þykknar upp með snjókomu og minnkandi frosti um landið vestanvert um kvöldið.Á laugardag:Suðlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s. Úkomulítið fram eftir degi, en snjókoma, slydda SV-til seinnipartinn og rigning um kvöldið. Þurrt annars staðar. Hlýnar smám saman, einkum SV-lands.Á sunnudag:Sunnan- og suðaustan 10-18 og rigning sunnan- og vestanlands, en þurrt og bjart norðaustantil á landinu. Hlýnar talsvert, hiti 4 til 10 stig síðdegis.Á mánudag:Suðvestlæg átt með éljum og frystir víða þegar líður á daginn, einkum inn til landsins.Á þriðjudag:Suðvestanátt og él um landið vestanvert, en vaxandi suðlæg átt með ofankomu og hlýnandi veðri um kvöldið, síst NA-til.Á miðvikudag:Útlit fyrir sunnanátt með vætu, en suðvestlægari og él seinnipartinn. Áfram þurrt NA-lands. Fremur milt.
Veður Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira