Janus Daði: Hættum að geta skorað Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. janúar 2017 21:36 Janus Daði tekur á móti Daniel Sarmiento. vísir/afp Janus Daði Smárason þreytti frumraun sína á stórmóti þegar Ísland tapaði 27-21 fyrir Spáni á HM í Frakklandi í kvöld. „Við erum hundsvekktir og okkur langaði að fá meira út úr þessum leik. En svo fór sem fór og við ætlum að taka fullt af góðum hlutum út úr leiknum,“ sagði Janus í samtali við Vísi eftir leik. En hvernig leið honum inni á vellinum í fyrsta leiknum á stórmóti? „Mjög vel. Þetta var æðislegt og stúkan var frábær. Ég fékk mín tækifæri og fór illa með nokkur dauðafæri sem telja. En ég mæti betri í næsta leik og get lært helling af þessum leik,“ sagði Janus sem var ánægður með sóknarleik Íslands í fyrri hálfleik. „Við spiluðum agað og héldum pressu á þeim,“ sagði Haukamaðurinn sem kvaðst ekki hafa verið stressaður inni á vellinum. „Ég held að maður sé stressaðri þegar maður horfir á leikinn uppi í stúku. Maður er að æfa þetta á hverjum degi og þetta eru bara sex á móti sex,“ sagði Janus. Ísland leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 10-12, en í seinni hálfleik hallaði undan fæti hjá íslenska liðinu, sóknin hrökk í baklás og Spánverjarnir gengu á lagið. „Við hættum að geta skorað. Við fórum illa með dauðafæri og fórum svo að flýta okkur. Þeir þéttu pakkann og markvörðurinn þeirra var frábær,“ sagði Janus og bætti því við að íslensku strákarnir gætu tekið margt jákvætt út úr leiknum í kvöld. „Helling, fyrri hálfleikurinn var flottur í vörn og sókn. Svo var viðhorfið til fyrirmyndar,“ sagði Janus að lokum.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Björgvin Páll tryllir á Twitter: "Það fallegasta sem ég hef séð“ Nú er hálfleikur í leik Spánar og Íslands í B-riðli á HM 2017. 12. janúar 2017 20:26 Umfjöllun: Spánn - Ísland 27-21 | Skelfilegur seinni hálfleikur í tapi fyrir Spáni Ísland tapaði fyrir Spáni, 27-21, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í kvöld. 12. janúar 2017 21:00 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Mourinho strax kominn með nýtt starf Fótbolti Fleiri fréttir Haukar völtuðu yfir ÍR Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Sjá meira
Janus Daði Smárason þreytti frumraun sína á stórmóti þegar Ísland tapaði 27-21 fyrir Spáni á HM í Frakklandi í kvöld. „Við erum hundsvekktir og okkur langaði að fá meira út úr þessum leik. En svo fór sem fór og við ætlum að taka fullt af góðum hlutum út úr leiknum,“ sagði Janus í samtali við Vísi eftir leik. En hvernig leið honum inni á vellinum í fyrsta leiknum á stórmóti? „Mjög vel. Þetta var æðislegt og stúkan var frábær. Ég fékk mín tækifæri og fór illa með nokkur dauðafæri sem telja. En ég mæti betri í næsta leik og get lært helling af þessum leik,“ sagði Janus sem var ánægður með sóknarleik Íslands í fyrri hálfleik. „Við spiluðum agað og héldum pressu á þeim,“ sagði Haukamaðurinn sem kvaðst ekki hafa verið stressaður inni á vellinum. „Ég held að maður sé stressaðri þegar maður horfir á leikinn uppi í stúku. Maður er að æfa þetta á hverjum degi og þetta eru bara sex á móti sex,“ sagði Janus. Ísland leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 10-12, en í seinni hálfleik hallaði undan fæti hjá íslenska liðinu, sóknin hrökk í baklás og Spánverjarnir gengu á lagið. „Við hættum að geta skorað. Við fórum illa með dauðafæri og fórum svo að flýta okkur. Þeir þéttu pakkann og markvörðurinn þeirra var frábær,“ sagði Janus og bætti því við að íslensku strákarnir gætu tekið margt jákvætt út úr leiknum í kvöld. „Helling, fyrri hálfleikurinn var flottur í vörn og sókn. Svo var viðhorfið til fyrirmyndar,“ sagði Janus að lokum.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Björgvin Páll tryllir á Twitter: "Það fallegasta sem ég hef séð“ Nú er hálfleikur í leik Spánar og Íslands í B-riðli á HM 2017. 12. janúar 2017 20:26 Umfjöllun: Spánn - Ísland 27-21 | Skelfilegur seinni hálfleikur í tapi fyrir Spáni Ísland tapaði fyrir Spáni, 27-21, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í kvöld. 12. janúar 2017 21:00 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Mourinho strax kominn með nýtt starf Fótbolti Fleiri fréttir Haukar völtuðu yfir ÍR Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Sjá meira
Björgvin Páll tryllir á Twitter: "Það fallegasta sem ég hef séð“ Nú er hálfleikur í leik Spánar og Íslands í B-riðli á HM 2017. 12. janúar 2017 20:26
Umfjöllun: Spánn - Ísland 27-21 | Skelfilegur seinni hálfleikur í tapi fyrir Spáni Ísland tapaði fyrir Spáni, 27-21, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í kvöld. 12. janúar 2017 21:00