Náttúra, kærleikur og lambakjöt Tómas Valgeirsson skrifar 16. janúar 2017 11:45 „Ég á ekki landið, landið á mig,“ segir Heiða á Ljótarstöðum. Guðmundur Bergkvist Kvikmyndir Fjallkóngar Leikstjórn: Guðmundur Bergkvist Framleiðandi: Ólína Björg Einarsdóttir Kvikmyndataka: Guðmundur Bergkvist Tónlist: Jónas Sigurðsson, Kristinn Snær Agnarsson Eftirvinnsla: Jóhannes TryggvasonMikinn sjarma er oft að finna í hinu hversdagslega þegar tekst með sóma að ramma það inn, eins og gert er í Fjallkóngum. Þessi stórfína og mátulega hressa heimildarmynd eftir Guðmund Bergkvist snýst um nokkra þrælvana bændur í Skaftártungu sem sameinast hvert haust um að fylgja aldalangri hefð, fara saman til fjalla og smala fé af afrétti.Heiða breytir heytætlunni úr flutnings- í notkunarstöðu.Guðmundur BergkvistGuðmundur vann myndina á fimm ára tímabili. Hann skoðar líf og tengsl bændanna og tengingu þeirra við fagið og náttúruna. Úr verður hugguleg innsýn í heim fólks sem fær mikla ánægju úr sínu starfi. Einn bændanna tekur meira að segja fram að þó smölunin sé óneitanlega mikil vinna þá sé þetta meira eins og skemmtilegt frí og aðrir taka í sama streng. Við kynnumst skrautlegu fólki og fáum ýtarlegri innlit hjá töffaranum Gísla Halldóri Magnússyni fjallkóngi, þekktum sem Dóra í Ásum, og hinni þrautseigu Heiðu Guðnýju Ásgeirsdóttur - Heiðu á Ljótarstöðum. Við fylgjumst með þessu skemmtilega fólki spjalla um störf sín og viðhorf; hlæjandi, spilandi, glímandi við sauðfé og borðandi lambakjöt í flest mál. „Fiskur er fiskur en kjöt er matur,“ eins og fjallkóngarnir trúa víst. Náttúrulega. Guðmundur fangar samspil fólksins með hressri útkomu og neitar að leyfa úthugsuðum og gullfallegum landslagsskotum fara til spillis, með eða án aðstoðar dróna. Það sést vel að Guðmundur hefur unnið sem tökumaður því nóg er af gæðarömmum sem njóta líka góðs af tónlistinni eftir Jónas Sigurðsson og Kristin Snæ Agnarsson.Plakat myndarinnar.Hljóðvinnsla og klipping er í fínu lagi, þó gjarnan hefði mátt snyrta hið seinna á útvöldum stöðum. Má reyndar segja að Guðmundur, sem klippari myndarinnar, klikki svolítið á því að kynna liðið almennilega, til dæmis hefði alveg mátt nafngreina hvern einstakling sem talar í vélina, en því er alveg sleppt. Athafnir, persónuleikar og vangaveltur bændanna halda þessu annars gangandi og það er auðvelt að dást að myndatökunni. Virðingin fyrir viðfangsefninu skín í gegn og Guðmundur undirstrikar bæði fegurðina í samvinnu hópsins og umhverfinu. Samantektin sýnir svo sem ekki órofa heild en skilaboðin eru jákvæð og hlýr andi skín frá fólki fyrir framan og aftan myndavélina. Rennslið á myndinni er líka svo bratt að lítil hætta er á því að áhorfandinn freistist til að telja kindurnar og sofni. Meinlaust og notalegt léttmeti.Niðurstaða: Líflegir bændur, ljúft landslag, vönduð kvikmyndataka og fínasta samsetning í heildina. Stórfín heimsókn.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. janúar 2016 Bíó og sjónvarp Gagnrýni Menning Mest lesið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Lífið samstarf Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Kvikmyndir Fjallkóngar Leikstjórn: Guðmundur Bergkvist Framleiðandi: Ólína Björg Einarsdóttir Kvikmyndataka: Guðmundur Bergkvist Tónlist: Jónas Sigurðsson, Kristinn Snær Agnarsson Eftirvinnsla: Jóhannes TryggvasonMikinn sjarma er oft að finna í hinu hversdagslega þegar tekst með sóma að ramma það inn, eins og gert er í Fjallkóngum. Þessi stórfína og mátulega hressa heimildarmynd eftir Guðmund Bergkvist snýst um nokkra þrælvana bændur í Skaftártungu sem sameinast hvert haust um að fylgja aldalangri hefð, fara saman til fjalla og smala fé af afrétti.Heiða breytir heytætlunni úr flutnings- í notkunarstöðu.Guðmundur BergkvistGuðmundur vann myndina á fimm ára tímabili. Hann skoðar líf og tengsl bændanna og tengingu þeirra við fagið og náttúruna. Úr verður hugguleg innsýn í heim fólks sem fær mikla ánægju úr sínu starfi. Einn bændanna tekur meira að segja fram að þó smölunin sé óneitanlega mikil vinna þá sé þetta meira eins og skemmtilegt frí og aðrir taka í sama streng. Við kynnumst skrautlegu fólki og fáum ýtarlegri innlit hjá töffaranum Gísla Halldóri Magnússyni fjallkóngi, þekktum sem Dóra í Ásum, og hinni þrautseigu Heiðu Guðnýju Ásgeirsdóttur - Heiðu á Ljótarstöðum. Við fylgjumst með þessu skemmtilega fólki spjalla um störf sín og viðhorf; hlæjandi, spilandi, glímandi við sauðfé og borðandi lambakjöt í flest mál. „Fiskur er fiskur en kjöt er matur,“ eins og fjallkóngarnir trúa víst. Náttúrulega. Guðmundur fangar samspil fólksins með hressri útkomu og neitar að leyfa úthugsuðum og gullfallegum landslagsskotum fara til spillis, með eða án aðstoðar dróna. Það sést vel að Guðmundur hefur unnið sem tökumaður því nóg er af gæðarömmum sem njóta líka góðs af tónlistinni eftir Jónas Sigurðsson og Kristin Snæ Agnarsson.Plakat myndarinnar.Hljóðvinnsla og klipping er í fínu lagi, þó gjarnan hefði mátt snyrta hið seinna á útvöldum stöðum. Má reyndar segja að Guðmundur, sem klippari myndarinnar, klikki svolítið á því að kynna liðið almennilega, til dæmis hefði alveg mátt nafngreina hvern einstakling sem talar í vélina, en því er alveg sleppt. Athafnir, persónuleikar og vangaveltur bændanna halda þessu annars gangandi og það er auðvelt að dást að myndatökunni. Virðingin fyrir viðfangsefninu skín í gegn og Guðmundur undirstrikar bæði fegurðina í samvinnu hópsins og umhverfinu. Samantektin sýnir svo sem ekki órofa heild en skilaboðin eru jákvæð og hlýr andi skín frá fólki fyrir framan og aftan myndavélina. Rennslið á myndinni er líka svo bratt að lítil hætta er á því að áhorfandinn freistist til að telja kindurnar og sofni. Meinlaust og notalegt léttmeti.Niðurstaða: Líflegir bændur, ljúft landslag, vönduð kvikmyndataka og fínasta samsetning í heildina. Stórfín heimsókn.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. janúar 2016
Bíó og sjónvarp Gagnrýni Menning Mest lesið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Lífið samstarf Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira