Geir Sveinsson: „Ég er bara mjög óhress með þessa spurningu þína“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2017 18:44 Geir Sveinsson var pirraður á spurningum blaðamanns en baðst að lokum afsökunar. Vísir Landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson var eðlilega afar svekktur eftir eins marks tap okkar manna gegn Slóveníu á heimsmeistaramótinu í handknattleik fyrr í dag. Í viðtali eftir leikinn brást Geir illa við spurningu Guðmundar Hilmarssonar, íþróttafréttamanns á Morgunblaðinu og Mbl.is, hvort að það væri ekki ljóst að það yrði „brekka það sem eftir er í riðlinum þar sem þið eruð án stiga eftir fyrstu tvo leikin?“ Geir sagðist ekki skilja spurninguna. „Það er alveg vitað að við þurfum stig til að komast áfram. Ef við vorum með væntingar um að taka þrjú eða fjögur stig út úr þessum tveimur fyrstu leikjunum þá talar þú um brekku héðan í frá. Ég er bara mjög óhress með þessa spurningu þína,“ sagði Geir og bætti svo heldur betur í röddina; „Þetta er alveg út úr korti. Að sjálfsögðu er þetta brekka. Við erum komnir hingað til að vinna hvern einasta helvítis leik og það er það sem við erum að gera. Við töpuðum með einu marki. Næsta spurning,“ sagði Geir í viðtalinu. Guðmundur segir Geir hafa orðið enn æstari í framhaldinu og að lokum orðið reiður. Svo reiður að hann rauk úr viðtalinu. Stuttu síðar sá Geir að sér, gekk til Guðmundar og bað hann afsökunar. Ísland hefur nú spilað tvo leiki, gegn sterkustu andstæðingunum í riðlinum að margra mati. Í 27-21 tapinu gegn Spáni var fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson verulega pirraður með spurningu Þorkells Gunnars Sigurbjörnssonar, íþróttafréttamanns RÚV, um hinn margfræga „slæma kafla“.Guðjón Valur er eiginlega kominn með leið á orðatiltækinu um slæma kafla #hmrúv 'Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig.“ pic.twitter.com/H0OHxy1y0K— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 13, 2017 Svör Guðjóns Vals vöktu mikla athygli en þeir Þorkell féllust í faðma daginn eftir og gerðu upp fyrra viðtalið í öðru viðtali þar sem andrúmsloftið var léttara.Guðjón Valur og Þorkell gerðu viðtalið í gærkvöld upp nú rétt áðan. #hmruv #handbolti pic.twitter.com/gadWxXFDtb— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 13, 2017 Athygli vakti að Guðjón Valur var hvíldur í leiknum í dag og nýtti Bjarki Már Elísson tækifærið í fjarveru hans. Bjarki var að margra mati besti leikmaður Íslands í dag. Geir útskýrði ákvörðun sína í viðtali við Arnar Björnsson að leik loknum. Viðtalið má sjá hér að neðan.Ísland mætir Túnis í þriðja leik sínum á HM á morgun. Guðmundur og Gummi Ben grínuðust með uppákomuna á Twitter eftir leikinn eins og sjá má að neðan.@GummiHilmars Nýtt Guðmundar & Geirs mál?— Gummi Ben (@GummiBen) January 14, 2017 HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Guðjón Valur: Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig Logi Geirsson segir að landsliðsfyrirliðinn verði að þola spurningar eins og hann fékk eftir leikinn gegn Spáni í gær. 13. janúar 2017 07:56 Ég er á góðum stað í lífinu Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson segist vera ofsalega glaður að vera með landsliðinu á HM. Tuttugasta stórmótið hjá honum og miðað við formið á fyrirliðanum eiga mótin klárlega eftir að verða fleiri. 14. janúar 2017 06:00 Guðjón Valur: „Ég brást kannski aðeins of harkalega við“ | Myndband Landsliðsfyrirliðinn sér aðeins eftir því að gelta á íþróttafréttamann RÚV eftir leikinn í gær. 13. janúar 2017 14:42 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson var eðlilega afar svekktur eftir eins marks tap okkar manna gegn Slóveníu á heimsmeistaramótinu í handknattleik fyrr í dag. Í viðtali eftir leikinn brást Geir illa við spurningu Guðmundar Hilmarssonar, íþróttafréttamanns á Morgunblaðinu og Mbl.is, hvort að það væri ekki ljóst að það yrði „brekka það sem eftir er í riðlinum þar sem þið eruð án stiga eftir fyrstu tvo leikin?“ Geir sagðist ekki skilja spurninguna. „Það er alveg vitað að við þurfum stig til að komast áfram. Ef við vorum með væntingar um að taka þrjú eða fjögur stig út úr þessum tveimur fyrstu leikjunum þá talar þú um brekku héðan í frá. Ég er bara mjög óhress með þessa spurningu þína,“ sagði Geir og bætti svo heldur betur í röddina; „Þetta er alveg út úr korti. Að sjálfsögðu er þetta brekka. Við erum komnir hingað til að vinna hvern einasta helvítis leik og það er það sem við erum að gera. Við töpuðum með einu marki. Næsta spurning,“ sagði Geir í viðtalinu. Guðmundur segir Geir hafa orðið enn æstari í framhaldinu og að lokum orðið reiður. Svo reiður að hann rauk úr viðtalinu. Stuttu síðar sá Geir að sér, gekk til Guðmundar og bað hann afsökunar. Ísland hefur nú spilað tvo leiki, gegn sterkustu andstæðingunum í riðlinum að margra mati. Í 27-21 tapinu gegn Spáni var fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson verulega pirraður með spurningu Þorkells Gunnars Sigurbjörnssonar, íþróttafréttamanns RÚV, um hinn margfræga „slæma kafla“.Guðjón Valur er eiginlega kominn með leið á orðatiltækinu um slæma kafla #hmrúv 'Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig.“ pic.twitter.com/H0OHxy1y0K— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 13, 2017 Svör Guðjóns Vals vöktu mikla athygli en þeir Þorkell féllust í faðma daginn eftir og gerðu upp fyrra viðtalið í öðru viðtali þar sem andrúmsloftið var léttara.Guðjón Valur og Þorkell gerðu viðtalið í gærkvöld upp nú rétt áðan. #hmruv #handbolti pic.twitter.com/gadWxXFDtb— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 13, 2017 Athygli vakti að Guðjón Valur var hvíldur í leiknum í dag og nýtti Bjarki Már Elísson tækifærið í fjarveru hans. Bjarki var að margra mati besti leikmaður Íslands í dag. Geir útskýrði ákvörðun sína í viðtali við Arnar Björnsson að leik loknum. Viðtalið má sjá hér að neðan.Ísland mætir Túnis í þriðja leik sínum á HM á morgun. Guðmundur og Gummi Ben grínuðust með uppákomuna á Twitter eftir leikinn eins og sjá má að neðan.@GummiHilmars Nýtt Guðmundar & Geirs mál?— Gummi Ben (@GummiBen) January 14, 2017
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Guðjón Valur: Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig Logi Geirsson segir að landsliðsfyrirliðinn verði að þola spurningar eins og hann fékk eftir leikinn gegn Spáni í gær. 13. janúar 2017 07:56 Ég er á góðum stað í lífinu Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson segist vera ofsalega glaður að vera með landsliðinu á HM. Tuttugasta stórmótið hjá honum og miðað við formið á fyrirliðanum eiga mótin klárlega eftir að verða fleiri. 14. janúar 2017 06:00 Guðjón Valur: „Ég brást kannski aðeins of harkalega við“ | Myndband Landsliðsfyrirliðinn sér aðeins eftir því að gelta á íþróttafréttamann RÚV eftir leikinn í gær. 13. janúar 2017 14:42 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira
Guðjón Valur: Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig Logi Geirsson segir að landsliðsfyrirliðinn verði að þola spurningar eins og hann fékk eftir leikinn gegn Spáni í gær. 13. janúar 2017 07:56
Ég er á góðum stað í lífinu Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson segist vera ofsalega glaður að vera með landsliðinu á HM. Tuttugasta stórmótið hjá honum og miðað við formið á fyrirliðanum eiga mótin klárlega eftir að verða fleiri. 14. janúar 2017 06:00
Guðjón Valur: „Ég brást kannski aðeins of harkalega við“ | Myndband Landsliðsfyrirliðinn sér aðeins eftir því að gelta á íþróttafréttamann RÚV eftir leikinn í gær. 13. janúar 2017 14:42