„Ef þið eruð að halda henni í gíslingu, sleppið henni“ Hulda Hólmkelsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 15. janúar 2017 19:01 Rætt var við móður Birnu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Móðir Birnu Brjánsdóttur, segist vilja allsherjarleit að dóttur sinni á meðan enn sé von um að hún finnist. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Birna er tvítug, fædd árið 1996. Hún er 170 cm há og sjötíu kíló með sítt rauðleitt hár. Síðast þegar sást til Birnu var hún klædd í Svartar gallabuxur, ljósgráa peysu, svartan flísjakka með hettu og í svörtum Dr. Marten skóm. Síðast er vitað um ferðir Birnu við skemmtistaðinn Húrra um klukkan fimm aðfaranótt laugardags. „Um fimmleytið þá sést að hún fer þaðan ein út af þeim stað. Svo eru einu vísbendingarnar síðan þá sem hafa fundist um hana eru að síminn hennar finnst hérna á þessu svæði í kringum gömlu slökkvustöðina í Hafnarfirði. Þá sést að síminn hennar hefur dáið. Það finnast engar aðrar vísbendingar um þessa stelpu,“ segir Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu, í samtali við fréttastofu. Síðast merki í Hafnarfirði Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu kom síðast merki frá farsíma Birnu á farsímasendi í Hafnarfirði og í dag hafa fjölskylda hennar og vinir leitað þar í kring. „Ég er búin að vera mikið með vinum hennar síðan þetta gerist og það er engum sem dettur neitt í hug. Það helsta sem okkur dettur í hug, og þá er maður náttúrulega líka að íhuga sér, af því hún hafði oft gaman af því að tala með ferðamenn, að hún gæti hafa ferið með einhverjum útlendingi upp í bíl, gæti jafnvel verið suður með sjó. Við erum búin að vera að banka upp á einhverjar „random“ íbúðir hérna í kring með mynd af henni til að spyrja hvort það hafi séð hana. Því það eru engar vísbendingar til. Lögreglan er bara einhvern veginn „lost“ í þessu máli og finnur ekkert.“ Vill allsherjarleit Lögreglan fundaði á sjöunda tímanum þar sem áætlanir voru gerðar um frekari leit að Birnu. „Þetta er tvítug stelpa, hún er ekki í neinu rugli, hún er ekki að strjúka að heiman. Ég vil bara fá allsherjarleit. Ég vil að björgunarsveitir taki þátt í þessu og það sé leitað úti um allt að henni á meðan það er einhver von.“ Viltu koma einhverju á framfæri til hennar eða þeim sem gætu verið með henni? „Bara hafa samband. Ef þið eruð að halda henni í gíslingu, bara sleppa henni og hafa samband.“ Þeir sem hafa upplýsingar um ferðir Birnu eru beðnir um að hafa samband við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000. Einnig er búið að stofna Facebook síðu til að halda utan um leitina og má nálgast hana hér. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan leitar að Birnu Brjánsdóttur Síðast er vitað um Birnu í miðborg Reykjavíkur um kl. 02:00 – 03:00 síðastliðna nótt. 14. janúar 2017 23:55 Birnu enn saknað: „Þetta er stelpa sem er ekki í neinu rugli“ Ekkert hefur spurst til Birnu frá því í gærmorgun. Móðir hennar biðlar til björgunarsveita um aðstoð. 15. janúar 2017 17:47 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Sjá meira
Móðir Birnu Brjánsdóttur, segist vilja allsherjarleit að dóttur sinni á meðan enn sé von um að hún finnist. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Birna er tvítug, fædd árið 1996. Hún er 170 cm há og sjötíu kíló með sítt rauðleitt hár. Síðast þegar sást til Birnu var hún klædd í Svartar gallabuxur, ljósgráa peysu, svartan flísjakka með hettu og í svörtum Dr. Marten skóm. Síðast er vitað um ferðir Birnu við skemmtistaðinn Húrra um klukkan fimm aðfaranótt laugardags. „Um fimmleytið þá sést að hún fer þaðan ein út af þeim stað. Svo eru einu vísbendingarnar síðan þá sem hafa fundist um hana eru að síminn hennar finnst hérna á þessu svæði í kringum gömlu slökkvustöðina í Hafnarfirði. Þá sést að síminn hennar hefur dáið. Það finnast engar aðrar vísbendingar um þessa stelpu,“ segir Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu, í samtali við fréttastofu. Síðast merki í Hafnarfirði Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu kom síðast merki frá farsíma Birnu á farsímasendi í Hafnarfirði og í dag hafa fjölskylda hennar og vinir leitað þar í kring. „Ég er búin að vera mikið með vinum hennar síðan þetta gerist og það er engum sem dettur neitt í hug. Það helsta sem okkur dettur í hug, og þá er maður náttúrulega líka að íhuga sér, af því hún hafði oft gaman af því að tala með ferðamenn, að hún gæti hafa ferið með einhverjum útlendingi upp í bíl, gæti jafnvel verið suður með sjó. Við erum búin að vera að banka upp á einhverjar „random“ íbúðir hérna í kring með mynd af henni til að spyrja hvort það hafi séð hana. Því það eru engar vísbendingar til. Lögreglan er bara einhvern veginn „lost“ í þessu máli og finnur ekkert.“ Vill allsherjarleit Lögreglan fundaði á sjöunda tímanum þar sem áætlanir voru gerðar um frekari leit að Birnu. „Þetta er tvítug stelpa, hún er ekki í neinu rugli, hún er ekki að strjúka að heiman. Ég vil bara fá allsherjarleit. Ég vil að björgunarsveitir taki þátt í þessu og það sé leitað úti um allt að henni á meðan það er einhver von.“ Viltu koma einhverju á framfæri til hennar eða þeim sem gætu verið með henni? „Bara hafa samband. Ef þið eruð að halda henni í gíslingu, bara sleppa henni og hafa samband.“ Þeir sem hafa upplýsingar um ferðir Birnu eru beðnir um að hafa samband við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000. Einnig er búið að stofna Facebook síðu til að halda utan um leitina og má nálgast hana hér.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan leitar að Birnu Brjánsdóttur Síðast er vitað um Birnu í miðborg Reykjavíkur um kl. 02:00 – 03:00 síðastliðna nótt. 14. janúar 2017 23:55 Birnu enn saknað: „Þetta er stelpa sem er ekki í neinu rugli“ Ekkert hefur spurst til Birnu frá því í gærmorgun. Móðir hennar biðlar til björgunarsveita um aðstoð. 15. janúar 2017 17:47 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Sjá meira
Lögreglan leitar að Birnu Brjánsdóttur Síðast er vitað um Birnu í miðborg Reykjavíkur um kl. 02:00 – 03:00 síðastliðna nótt. 14. janúar 2017 23:55
Birnu enn saknað: „Þetta er stelpa sem er ekki í neinu rugli“ Ekkert hefur spurst til Birnu frá því í gærmorgun. Móðir hennar biðlar til björgunarsveita um aðstoð. 15. janúar 2017 17:47