Árangurslaus leit að Birnu: Hún er alltaf „online“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. janúar 2017 07:00 Fjöldi fólks, vinir og vandamenn, leitaði að Birnu Brjánsdóttur í Hafnarfirði í gær. Birna sást síðast aðfaranótt laugardagsins. Rannsókn lögreglu hefur litlu skilað. Vísir/Eyþór Vinir, skyldmenni og velunnarar leituðu í gær að Birnu Brjánsdóttur en ekkert hefur spurst til ferða hennar í tvo sólarhringa. Ekki þótti unnt að hefja allsherjarleit í gær. Birna er fædd 1996, rauðhærð, 170 sentímetrar á hæð og um 70 kíló. Hún var klædd í svartar gallabuxur, gráa peysu, svartan flísjakka með hettu og svarta Dr. Martens skó þegar síðast sást til hennar. Það var þegar hún fór út af skemmtistaðnum Húrra um klukkan fimm á laugardagsmorgun. Unnt var að rekja ferðir síma hennar í Flatahraun í Hafnarfirði en síðan hefur verið slökkt á honum. Í upphafi leitaði fólk því í Hafnarfirði en einnig var leitað í Öskjuhlíð og Heiðmörk.Birna BrjánsdóttirLögreglu- og björgunarsveitarmenn hafa hingað til ekki tekið þátt í leitinni þar sem talið var að skortur væri á vísbendingum um ferðir Birnu. Þó að sími hennar hafi sent frá sér merki í Hafnarfirði sé engin leið að vita hvort hún hafi verið þar á ferð, hvort hún hafi verið fótgangandi eða í bíl, eða símanum hafi hreinlega verið stolið. Í stöðuuppfærslu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem birtist á tíunda tímanum í gærkvöldi, var ítrekað að enn væri lýst eftir Birnu. Málið væri í algerum forgangi og hefðu starfsmenn embættisins skoðað upptökur úr eftirlitsmyndavélum og símagögn nær sleitulaust í allan gærdag. Fundað var um málið í gærkvöldi til að ákveða næstu skref.Faðir Birnu, Brjánn Guðjónsson, deildi myndbandinu að neðan í þeirri von að það gæti hjálpað til við leitina.„Sá möguleiki er fyrir hendi að símanum hennar hafi verið stolið. Síðustu skilaboð úr honum voru send klukkan 3 en hann sendir síðan frá sér merki í Hafnarfirði rúmum tveimur tímum síðar,“ segir Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu. Að sögn Sigurlaugar sást til dóttur hennar ganga upp Laugaveginn skömmu eftir að hún fór af Húrra en það fæst ekki staðfest af lögreglu. „Þetta er úr karakter að hverfa svona. Hún er alltaf „online“ og í samskiptum við vinkonur sínar. Það er yfirleitt ekkert mál að ná í hana ef maður þarf,“ segir Sigurlaug. Lögregla biður þá sem hafa upplýsingar um ferðir Birnu að hafa samband í síma 444-1000.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leitin að Birnu í „algjörum forgangi“ hjá lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir Birnu Brjánsdóttur, sem er fædd árið 1996. 15. janúar 2017 21:10 Lögreglan leitar að Birnu Brjánsdóttur Síðast er vitað um Birnu í miðborg Reykjavíkur um kl. 02:00 – 03:00 síðastliðna nótt. 14. janúar 2017 23:55 „Ef þið eruð að halda henni í gíslingu, sleppið henni“ Móðir Birnu Brjánsdóttur, segist vilja allsherjarleit að dóttur sinni á meðan enn sé von um að hún finnist. 15. janúar 2017 19:01 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Vinir, skyldmenni og velunnarar leituðu í gær að Birnu Brjánsdóttur en ekkert hefur spurst til ferða hennar í tvo sólarhringa. Ekki þótti unnt að hefja allsherjarleit í gær. Birna er fædd 1996, rauðhærð, 170 sentímetrar á hæð og um 70 kíló. Hún var klædd í svartar gallabuxur, gráa peysu, svartan flísjakka með hettu og svarta Dr. Martens skó þegar síðast sást til hennar. Það var þegar hún fór út af skemmtistaðnum Húrra um klukkan fimm á laugardagsmorgun. Unnt var að rekja ferðir síma hennar í Flatahraun í Hafnarfirði en síðan hefur verið slökkt á honum. Í upphafi leitaði fólk því í Hafnarfirði en einnig var leitað í Öskjuhlíð og Heiðmörk.Birna BrjánsdóttirLögreglu- og björgunarsveitarmenn hafa hingað til ekki tekið þátt í leitinni þar sem talið var að skortur væri á vísbendingum um ferðir Birnu. Þó að sími hennar hafi sent frá sér merki í Hafnarfirði sé engin leið að vita hvort hún hafi verið þar á ferð, hvort hún hafi verið fótgangandi eða í bíl, eða símanum hafi hreinlega verið stolið. Í stöðuuppfærslu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem birtist á tíunda tímanum í gærkvöldi, var ítrekað að enn væri lýst eftir Birnu. Málið væri í algerum forgangi og hefðu starfsmenn embættisins skoðað upptökur úr eftirlitsmyndavélum og símagögn nær sleitulaust í allan gærdag. Fundað var um málið í gærkvöldi til að ákveða næstu skref.Faðir Birnu, Brjánn Guðjónsson, deildi myndbandinu að neðan í þeirri von að það gæti hjálpað til við leitina.„Sá möguleiki er fyrir hendi að símanum hennar hafi verið stolið. Síðustu skilaboð úr honum voru send klukkan 3 en hann sendir síðan frá sér merki í Hafnarfirði rúmum tveimur tímum síðar,“ segir Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu. Að sögn Sigurlaugar sást til dóttur hennar ganga upp Laugaveginn skömmu eftir að hún fór af Húrra en það fæst ekki staðfest af lögreglu. „Þetta er úr karakter að hverfa svona. Hún er alltaf „online“ og í samskiptum við vinkonur sínar. Það er yfirleitt ekkert mál að ná í hana ef maður þarf,“ segir Sigurlaug. Lögregla biður þá sem hafa upplýsingar um ferðir Birnu að hafa samband í síma 444-1000.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leitin að Birnu í „algjörum forgangi“ hjá lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir Birnu Brjánsdóttur, sem er fædd árið 1996. 15. janúar 2017 21:10 Lögreglan leitar að Birnu Brjánsdóttur Síðast er vitað um Birnu í miðborg Reykjavíkur um kl. 02:00 – 03:00 síðastliðna nótt. 14. janúar 2017 23:55 „Ef þið eruð að halda henni í gíslingu, sleppið henni“ Móðir Birnu Brjánsdóttur, segist vilja allsherjarleit að dóttur sinni á meðan enn sé von um að hún finnist. 15. janúar 2017 19:01 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Leitin að Birnu í „algjörum forgangi“ hjá lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir Birnu Brjánsdóttur, sem er fædd árið 1996. 15. janúar 2017 21:10
Lögreglan leitar að Birnu Brjánsdóttur Síðast er vitað um Birnu í miðborg Reykjavíkur um kl. 02:00 – 03:00 síðastliðna nótt. 14. janúar 2017 23:55
„Ef þið eruð að halda henni í gíslingu, sleppið henni“ Móðir Birnu Brjánsdóttur, segist vilja allsherjarleit að dóttur sinni á meðan enn sé von um að hún finnist. 15. janúar 2017 19:01