NFL: Green Bay Packers vann Dallas í stórkostlegum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2017 08:48 Sparkarinn Mason Crosby var hetja Green Bay Packers í nótt. Vísir/AP Green Bay Packers og Pittsburgh Steelers tryggðu sér bæði sæti í úrslitum sinna deilda í NFL-deildinni í nótt og þar með er ljóst hvaða lið spila til úrslita í bæði Ameríkudeildinni og Þjóðardeildinni í ár. Ólíkt laugardagsleikjunum þar sem Atlanta Falcons og New England Patriots komust bæði áfram eftir örugga heimasigra unnust báðir leikirnir í nótt á útivelli og eftir mikla spennu. Þetta voru því mjög ólíkir leikir þar sem annar bauð upp á stórkostlega sýningu tveggja frábærra leikstjórnenda en í hinum komu flest stigin frá spörkurunum. Pittsburgh Steelers vann þá 18-16 seiglusigur á útivelli á móti Kansas City Chiefs og Green Bay Packers vann dramatískan 34-31 sigur á Dallas Cowboys í hinum magnaða AT&T leikvangi í Arlington í Texas.Leikur Dallas Cowboys og Green Bay Packers var frábær skemmtun enda buðu bæði lið upp á mikil tilþrif. Green Bay Packers komst 21-3 yfir í leiknum en Dallas-menn náðu að jafna í bæði 28-28 og 31-31. Mason Crosby, sparkari Green Bay Packers, var hetja sinna manna en hann skoraði tvö vallarmörk af yfir 50 jarda færi á síðustu tveimur mínútunum. Það síðara tryggði Packers sigurinn um leið og leiktíminn rann út. Flestir héldu að leikurinn væri á leiðinni í framlengingu eftir að Dan Bailey jafnaði fyrir Dallas með vallarmarki en þá voru aðeins 40 sekúndur eftir. Aaron Rodgers, leikstjórnenda Green Bay Packers, tókst hinsvegar að koma boltanum upp völlinn þegar hann náði ótrúlegu 35 jarda kasti á innherjann Jared Cook þegar aðeins þrjár sekúndur voru eftir. Sá tími nægði Mason Crosby til að tryggja sínu liði sigur og sæti í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar.Kansas City Chiefs fékk tækifæri til að jafna metin og tryggja sér framlengingu í lokin á móti Pittsburgh Steelers en varnarmenn Steelers voru vel á verði og komu í veg fyrir að leikstjórnandinn Alex Smith kæmi boltanum á liðsfélaga sinn í endamarkinu. Spencer Ware hafði þá minnkað muninn í 18-16 með snertimarki tveimur mínútum og 43 sekúndum fyrir leikslok og Chiefs liðið tók áhættuna á því að reyna að skora tvö stig og jafna í stað þess að sparka og fá hið vanalega eina stig. Það tókst ekki enda hjálpaði það ekki til að liðið fékk á sig víti og þurfti því að byrja kerfið af lengra færi. Travis Kelce, lykilmaður Kansas City Chiefs, var svo óánægður með þann dóm að hann sagði að dómarinn hefði ekki einu sinni fengið vinnu í Foot Locker. Chris Boswell, sparkari Pittsburgh Steelers, setti nýtt met í úrslitkeppni með því að skora sex vallarmörk í leiknum en spörk frá honum skiluðu liðinu öllum átján stigum sínum í leiknum.Atlanta Falcons tekur á móti Green Bay Packers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar og New England Patriots fær Pittsburgh Steelers í heimsókn í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar en báðir leikirnir fara fram næsta sunnudag. Það lið sem vinnur þá leiki kemst í Super Bowl leikinn sem fer fram 5. febrúar næstkomandi. NFL Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sjá meira
Green Bay Packers og Pittsburgh Steelers tryggðu sér bæði sæti í úrslitum sinna deilda í NFL-deildinni í nótt og þar með er ljóst hvaða lið spila til úrslita í bæði Ameríkudeildinni og Þjóðardeildinni í ár. Ólíkt laugardagsleikjunum þar sem Atlanta Falcons og New England Patriots komust bæði áfram eftir örugga heimasigra unnust báðir leikirnir í nótt á útivelli og eftir mikla spennu. Þetta voru því mjög ólíkir leikir þar sem annar bauð upp á stórkostlega sýningu tveggja frábærra leikstjórnenda en í hinum komu flest stigin frá spörkurunum. Pittsburgh Steelers vann þá 18-16 seiglusigur á útivelli á móti Kansas City Chiefs og Green Bay Packers vann dramatískan 34-31 sigur á Dallas Cowboys í hinum magnaða AT&T leikvangi í Arlington í Texas.Leikur Dallas Cowboys og Green Bay Packers var frábær skemmtun enda buðu bæði lið upp á mikil tilþrif. Green Bay Packers komst 21-3 yfir í leiknum en Dallas-menn náðu að jafna í bæði 28-28 og 31-31. Mason Crosby, sparkari Green Bay Packers, var hetja sinna manna en hann skoraði tvö vallarmörk af yfir 50 jarda færi á síðustu tveimur mínútunum. Það síðara tryggði Packers sigurinn um leið og leiktíminn rann út. Flestir héldu að leikurinn væri á leiðinni í framlengingu eftir að Dan Bailey jafnaði fyrir Dallas með vallarmarki en þá voru aðeins 40 sekúndur eftir. Aaron Rodgers, leikstjórnenda Green Bay Packers, tókst hinsvegar að koma boltanum upp völlinn þegar hann náði ótrúlegu 35 jarda kasti á innherjann Jared Cook þegar aðeins þrjár sekúndur voru eftir. Sá tími nægði Mason Crosby til að tryggja sínu liði sigur og sæti í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar.Kansas City Chiefs fékk tækifæri til að jafna metin og tryggja sér framlengingu í lokin á móti Pittsburgh Steelers en varnarmenn Steelers voru vel á verði og komu í veg fyrir að leikstjórnandinn Alex Smith kæmi boltanum á liðsfélaga sinn í endamarkinu. Spencer Ware hafði þá minnkað muninn í 18-16 með snertimarki tveimur mínútum og 43 sekúndum fyrir leikslok og Chiefs liðið tók áhættuna á því að reyna að skora tvö stig og jafna í stað þess að sparka og fá hið vanalega eina stig. Það tókst ekki enda hjálpaði það ekki til að liðið fékk á sig víti og þurfti því að byrja kerfið af lengra færi. Travis Kelce, lykilmaður Kansas City Chiefs, var svo óánægður með þann dóm að hann sagði að dómarinn hefði ekki einu sinni fengið vinnu í Foot Locker. Chris Boswell, sparkari Pittsburgh Steelers, setti nýtt met í úrslitkeppni með því að skora sex vallarmörk í leiknum en spörk frá honum skiluðu liðinu öllum átján stigum sínum í leiknum.Atlanta Falcons tekur á móti Green Bay Packers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar og New England Patriots fær Pittsburgh Steelers í heimsókn í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar en báðir leikirnir fara fram næsta sunnudag. Það lið sem vinnur þá leiki kemst í Super Bowl leikinn sem fer fram 5. febrúar næstkomandi.
NFL Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sjá meira