KR-ingar fengu 1. deildarlið Vals | Vesturlandsslagur hjá konunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2017 13:17 Benedikt Blöndal og félagar í Val fá Íslands- og bikarmeistara KR í undanúrslitunum. Vísir/Anton Í dag var dregið í undanúrslit Maltbikarsins í körfubolta en þau fara í fyrsta sinn fram í Laugardalshöllinni í ár. Undanúrslitin fara fram í Höllinni í sömu viku og bikarúrslitaleikurinn eins og hefur verið hjá handboltanum undanfarin ár. Stórleikurinn er örugglega leikur Íslandsmeistara Snæfells og spútnikliðs Skallagríms í Maltbikar kvenna en bæði liðinu eru í harðri baráttu á toppi Domino´s deildar kvenna. Liðin mættust einmitt í Stykkishólmi um helgina og þá höfðu Skallagrímskonur betur. Topplið Keflavíkur dróst aftur á móti gegn Haukum sem er í næstneðsta sæti deildarinnar. Keflavíkurliðið hefur slegið í gegn í vetur en Haukastelpurnar eru komnar svona langt þrátt fyrir að hafa misst nánast heilt lið frá því í fyrra. Hjá körlunum munu mætast Grindavík og Þór Þorlákshöfn en Þórsarar fóru alla leið í bikarúrslitaleikinn í fyrra. Grindvíkingar voru síðast í bikarúrslitaleiknum 2014 en þeir slógu þá einmitt Þórsara út í undanúrslitunum. Hinn leikurinn hjá körlunum er á milli 1. deildarliðs Vals og Íslands- og bikarmeistara KR. Valsmenn hafa þegar slegið út þrjú úrvalsdeildarlið í vetur en það verður þrautinni þyngri hjá þeim að stöðva sigurgöngu KR-liðsins í bikarkeppninni. Tveir sigursælustu leikmennirnir í sögu bikarkeppni KKÍ, þau Anna María Sveinsdóttir og Teitur Örlygsson, drógu en alls unnu þau Anna María Sveinsdóttir og Teitur Örlygsson sautján bikarmeistaratitla saman sem leikmenn. Teitur hefur síðan bætt við tveimur bikarmeistaratitlum sem þjálfari. Þau hafa því í sameiningu komið að nítján bikarmeistaratitlum. Það hefur heldur enginn leikmaður skorað fleiri stig í bikarúrslitaleikjum en þau Anna María Sveinsdóttir (201 stig) og Teitur Örlygsson (199 stig).Hér fyrir neðan má sjá leikina í undanúrslitunum og einnig hvenær þeir munu fara fram.Undanúrslit Maltbikars kvenna: 17.00 Keflavík - Haukar 20.00 Skallagrímur - Snæfell Leikirnir fara fram miðvikudaginn 8. febrúar.Undanúrslit Maltbikars karla: 17.00 Valur - KR 20.00 Þór Þorlákshöfn - Grindavík Leikirnir fara fram fimmtudaginn 9. febrúar. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Bikardrottningin og bikarkóngurinn draga í Maltbikarnum | Fylgist með hverjir mætast Tveir sigursælustu leikmennirnir í sögu bikarkeppni KKÍ, þau Anna María Sveinsdóttir og Teitur Örlygsson, munu sjá um að draga í undanúrslitin hjá körlum og konum en dregið verður klukkan 13.00. 17. janúar 2017 12:59 Grindvíkingar í níunda sinn í undanúrslitum á ellefu árum Grindvíkingar eru með mikið bikarlið í körfuboltanum og tölfræði bikarkeppninnar sýnir það svart á hvítu. Þeir bættu rós í hnappagatið fyrir norðan í gærkvöldi. 16. janúar 2017 13:00 Meistarar KR hársbreidd frá því að falla úr leik í bikarnum gegn Hetti Hetjuleg frammistaða 1. deildar liðsins dugði ekki á endanum gegn Íslands- og bikarmeisturum KR. 16. janúar 2017 20:27 Þór og Skallagrímur ekki í vandræðum með fyrstu deildar liðin Þór frá Þorlákshöfn og Skallagrímur eru komin í Laugardalshöllina í bikarkeppnum karla og kvenna í körfubolta. 16. janúar 2017 20:58 Óvænt úrslit í Maltbikarnum: Valur skellti Haukum og fer í Höllina | Myndir Tímabilið verður bara verra hjá Haukum sem fóru í úrslitaeinvígi Domino´s-deildarinnar á síðustu leiktíð. 16. janúar 2017 21:08 Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira
Í dag var dregið í undanúrslit Maltbikarsins í körfubolta en þau fara í fyrsta sinn fram í Laugardalshöllinni í ár. Undanúrslitin fara fram í Höllinni í sömu viku og bikarúrslitaleikurinn eins og hefur verið hjá handboltanum undanfarin ár. Stórleikurinn er örugglega leikur Íslandsmeistara Snæfells og spútnikliðs Skallagríms í Maltbikar kvenna en bæði liðinu eru í harðri baráttu á toppi Domino´s deildar kvenna. Liðin mættust einmitt í Stykkishólmi um helgina og þá höfðu Skallagrímskonur betur. Topplið Keflavíkur dróst aftur á móti gegn Haukum sem er í næstneðsta sæti deildarinnar. Keflavíkurliðið hefur slegið í gegn í vetur en Haukastelpurnar eru komnar svona langt þrátt fyrir að hafa misst nánast heilt lið frá því í fyrra. Hjá körlunum munu mætast Grindavík og Þór Þorlákshöfn en Þórsarar fóru alla leið í bikarúrslitaleikinn í fyrra. Grindvíkingar voru síðast í bikarúrslitaleiknum 2014 en þeir slógu þá einmitt Þórsara út í undanúrslitunum. Hinn leikurinn hjá körlunum er á milli 1. deildarliðs Vals og Íslands- og bikarmeistara KR. Valsmenn hafa þegar slegið út þrjú úrvalsdeildarlið í vetur en það verður þrautinni þyngri hjá þeim að stöðva sigurgöngu KR-liðsins í bikarkeppninni. Tveir sigursælustu leikmennirnir í sögu bikarkeppni KKÍ, þau Anna María Sveinsdóttir og Teitur Örlygsson, drógu en alls unnu þau Anna María Sveinsdóttir og Teitur Örlygsson sautján bikarmeistaratitla saman sem leikmenn. Teitur hefur síðan bætt við tveimur bikarmeistaratitlum sem þjálfari. Þau hafa því í sameiningu komið að nítján bikarmeistaratitlum. Það hefur heldur enginn leikmaður skorað fleiri stig í bikarúrslitaleikjum en þau Anna María Sveinsdóttir (201 stig) og Teitur Örlygsson (199 stig).Hér fyrir neðan má sjá leikina í undanúrslitunum og einnig hvenær þeir munu fara fram.Undanúrslit Maltbikars kvenna: 17.00 Keflavík - Haukar 20.00 Skallagrímur - Snæfell Leikirnir fara fram miðvikudaginn 8. febrúar.Undanúrslit Maltbikars karla: 17.00 Valur - KR 20.00 Þór Þorlákshöfn - Grindavík Leikirnir fara fram fimmtudaginn 9. febrúar.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Bikardrottningin og bikarkóngurinn draga í Maltbikarnum | Fylgist með hverjir mætast Tveir sigursælustu leikmennirnir í sögu bikarkeppni KKÍ, þau Anna María Sveinsdóttir og Teitur Örlygsson, munu sjá um að draga í undanúrslitin hjá körlum og konum en dregið verður klukkan 13.00. 17. janúar 2017 12:59 Grindvíkingar í níunda sinn í undanúrslitum á ellefu árum Grindvíkingar eru með mikið bikarlið í körfuboltanum og tölfræði bikarkeppninnar sýnir það svart á hvítu. Þeir bættu rós í hnappagatið fyrir norðan í gærkvöldi. 16. janúar 2017 13:00 Meistarar KR hársbreidd frá því að falla úr leik í bikarnum gegn Hetti Hetjuleg frammistaða 1. deildar liðsins dugði ekki á endanum gegn Íslands- og bikarmeisturum KR. 16. janúar 2017 20:27 Þór og Skallagrímur ekki í vandræðum með fyrstu deildar liðin Þór frá Þorlákshöfn og Skallagrímur eru komin í Laugardalshöllina í bikarkeppnum karla og kvenna í körfubolta. 16. janúar 2017 20:58 Óvænt úrslit í Maltbikarnum: Valur skellti Haukum og fer í Höllina | Myndir Tímabilið verður bara verra hjá Haukum sem fóru í úrslitaeinvígi Domino´s-deildarinnar á síðustu leiktíð. 16. janúar 2017 21:08 Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira
Bikardrottningin og bikarkóngurinn draga í Maltbikarnum | Fylgist með hverjir mætast Tveir sigursælustu leikmennirnir í sögu bikarkeppni KKÍ, þau Anna María Sveinsdóttir og Teitur Örlygsson, munu sjá um að draga í undanúrslitin hjá körlum og konum en dregið verður klukkan 13.00. 17. janúar 2017 12:59
Grindvíkingar í níunda sinn í undanúrslitum á ellefu árum Grindvíkingar eru með mikið bikarlið í körfuboltanum og tölfræði bikarkeppninnar sýnir það svart á hvítu. Þeir bættu rós í hnappagatið fyrir norðan í gærkvöldi. 16. janúar 2017 13:00
Meistarar KR hársbreidd frá því að falla úr leik í bikarnum gegn Hetti Hetjuleg frammistaða 1. deildar liðsins dugði ekki á endanum gegn Íslands- og bikarmeisturum KR. 16. janúar 2017 20:27
Þór og Skallagrímur ekki í vandræðum með fyrstu deildar liðin Þór frá Þorlákshöfn og Skallagrímur eru komin í Laugardalshöllina í bikarkeppnum karla og kvenna í körfubolta. 16. janúar 2017 20:58
Óvænt úrslit í Maltbikarnum: Valur skellti Haukum og fer í Höllina | Myndir Tímabilið verður bara verra hjá Haukum sem fóru í úrslitaeinvígi Domino´s-deildarinnar á síðustu leiktíð. 16. janúar 2017 21:08