Töluvert magn fíkniefna í Polar Nanoq Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 19. janúar 2017 15:41 Polar Nanoq kemur til hafnar í gærkvöldi. vísir/anton brink Töluvert magn af fíkniefnum fannst um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq í nótt. Þetta staðfestir Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni, í samtali við Vísi. RÚV greindi fyrst frá. Einar segir að fíkniefnin hafi fundist á þriðja eða fjórða tímanum í nótt við leit í skipinu. Einn hafi verið handtekinn í nótt en hann hefur enn ekki verið yfirheyrður vegna málsins. Það stendur þó til að sögn Einars. Ekki fæst uppgefið af hvaða tegund umrædd fíkniefni eru eða hvert magnið er nánar en að um töluvert magn sé að ræða. Þá er erfitt að meta hvort efnin hafi verið ætluð til neyslu eða sölu að sögn Einars. Samkvæmt heimildum Vísis er fíkniefnið sem um ræðir hass og magnið mælt í kílóum.Málið talið aðskilið Polar Nanoq lét úr Hafnarfjarðarhöfn á laugardagskvöld en var þar á undan síðast í höfn í Frederikshavn í Danmörku 7. janúar. Málið er talið aðskilið leitinni að Birnu Brjánsdóttur að sögn Einars. Polar Nanoq er enn í haldi lögreglu en skipverjinn er sá fjórði sem er í haldi íslenskra yfirvalda. Tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í hádeginu og sá þriðji er í yfirheyrslu. Reiknað er með því að tekin verði ákvörðun um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir honum á fimmta tímanum í dag. Aðrir skipverjar eru frjálsir ferða sinna en þeir eru í kringum tuttugu.Uppfært klukkan 16:48Í tilkynningu frá Polar Seafood er staðfest að fíkninefnið um borð sé hass. Fréttin var uppfærð klukkan 15:55. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Töluvert magn af fíkniefnum fannst um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq í nótt. Þetta staðfestir Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni, í samtali við Vísi. RÚV greindi fyrst frá. Einar segir að fíkniefnin hafi fundist á þriðja eða fjórða tímanum í nótt við leit í skipinu. Einn hafi verið handtekinn í nótt en hann hefur enn ekki verið yfirheyrður vegna málsins. Það stendur þó til að sögn Einars. Ekki fæst uppgefið af hvaða tegund umrædd fíkniefni eru eða hvert magnið er nánar en að um töluvert magn sé að ræða. Þá er erfitt að meta hvort efnin hafi verið ætluð til neyslu eða sölu að sögn Einars. Samkvæmt heimildum Vísis er fíkniefnið sem um ræðir hass og magnið mælt í kílóum.Málið talið aðskilið Polar Nanoq lét úr Hafnarfjarðarhöfn á laugardagskvöld en var þar á undan síðast í höfn í Frederikshavn í Danmörku 7. janúar. Málið er talið aðskilið leitinni að Birnu Brjánsdóttur að sögn Einars. Polar Nanoq er enn í haldi lögreglu en skipverjinn er sá fjórði sem er í haldi íslenskra yfirvalda. Tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í hádeginu og sá þriðji er í yfirheyrslu. Reiknað er með því að tekin verði ákvörðun um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir honum á fimmta tímanum í dag. Aðrir skipverjar eru frjálsir ferða sinna en þeir eru í kringum tuttugu.Uppfært klukkan 16:48Í tilkynningu frá Polar Seafood er staðfest að fíkninefnið um borð sé hass. Fréttin var uppfærð klukkan 15:55.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira