Bjarni vísar því á bug að hann hafi setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. janúar 2017 20:48 Bjarni Benediktsson eftir fund sinn með þingflokknum í Valhöll í morgun. vísir/anton brink Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það af og frá að hann hafi setið á skýrslu starfshóps sem kannaði umfang eigna Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar. RÚV greinir frá.Skýrslan var birt í gær en um þrír mánuðir eru frá því að starfshópurinn skilaði skýrslunni af sér. Stjórnmálamenn hafa gagnrýnt að skýrslan hafi ekki verið birt almenningi og Alþingi fyrr en eftir þingkosningar sem fóru fram í október. Bjarni gefur lítið fyrir slíka gagnrýni. „Þeir sem eru reiðir eru pólitískir andstæðingar mínir fyrst og fremst. Formenn í stjórnmálaflokk, fyrrverandi formenn sem eru að reyna að gera sér pólitískan mat úr þessu,“ sagði Bjarni í samtali við RÚV. Telur Bjarni að stór hluti kosningabaráttunnar fyrir kosningarnar í haust hafi snúið um aflandsfélög og Panama-skjölin og ekkert í skýrslunni sem um ræðir setji þau mál í nýtt ljós. „Þetta er auðvitað allt saman tómur þvættingur og fyrirsláttur og ekkert nema pólitík,“ sagði Bjarni við RÚV. Bjarni segir að hann hafi fengið skýrsluna í hendur eftir að þingi var slitið í haust og því hafi verið ákveðið að bíða fram yfir kosningar með birtingu skýrslunnar þannig að ný ríkisstjórn og ný efnahags- og viðskiptanefnd gæti fjallað um efni skýrslunnar. Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar gæti mögulegt tap ríkisins vegna skattaundanskota numið allt frá 2,8 til 6,5 milljarða króna. Þá er einnig tekið fram í skýrslunni að eignir metnar á um 350 til 810 milljarða króna hafi safnast saman á aflandssvæðum frá árinu 1990. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hefur farið fram á það að efnahags- og viðskiptanefnd þingsins komi saman í næstu viku til að fjalla um skýrsluna. Segir hún að spurningar hafi vaknað af hverju skýrslan hafi ekki verið birt fyrr og margt þurfi að skoða í framhaldinu. Bjarni vísar því þó á bug að hann hafi haldið skýrslunni leyndri fram yfir kosningar. „Nei, ég vísa því algjörlega á bug að henni hafi með einhverjum hætti verið haldið leyndri. Það bara er ekki þannig,“ sagði Bjarni í samtali við RÚV. Panama-skjölin Tengdar fréttir Katrín óskar eftir fundi vegna skattaskjólsskýrslu Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, hefur farið fram á að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis komi saman í næstu viku til að fjalla niðurstöður skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. 7. janúar 2017 18:16 Tekjutap hins opinbera vegna aflandsfélaga allt að sex milljarðar á ári hverju Niðurstöður starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum gefa til kynna að í lok ársins 2015 hafi uppsafnað umfang eigna og umsvifa Íslendinga á aflandssvæðum frá árinu 1990 legið á bilinu 350-810 milljarða króna. 6. janúar 2017 15:51 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það af og frá að hann hafi setið á skýrslu starfshóps sem kannaði umfang eigna Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar. RÚV greinir frá.Skýrslan var birt í gær en um þrír mánuðir eru frá því að starfshópurinn skilaði skýrslunni af sér. Stjórnmálamenn hafa gagnrýnt að skýrslan hafi ekki verið birt almenningi og Alþingi fyrr en eftir þingkosningar sem fóru fram í október. Bjarni gefur lítið fyrir slíka gagnrýni. „Þeir sem eru reiðir eru pólitískir andstæðingar mínir fyrst og fremst. Formenn í stjórnmálaflokk, fyrrverandi formenn sem eru að reyna að gera sér pólitískan mat úr þessu,“ sagði Bjarni í samtali við RÚV. Telur Bjarni að stór hluti kosningabaráttunnar fyrir kosningarnar í haust hafi snúið um aflandsfélög og Panama-skjölin og ekkert í skýrslunni sem um ræðir setji þau mál í nýtt ljós. „Þetta er auðvitað allt saman tómur þvættingur og fyrirsláttur og ekkert nema pólitík,“ sagði Bjarni við RÚV. Bjarni segir að hann hafi fengið skýrsluna í hendur eftir að þingi var slitið í haust og því hafi verið ákveðið að bíða fram yfir kosningar með birtingu skýrslunnar þannig að ný ríkisstjórn og ný efnahags- og viðskiptanefnd gæti fjallað um efni skýrslunnar. Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar gæti mögulegt tap ríkisins vegna skattaundanskota numið allt frá 2,8 til 6,5 milljarða króna. Þá er einnig tekið fram í skýrslunni að eignir metnar á um 350 til 810 milljarða króna hafi safnast saman á aflandssvæðum frá árinu 1990. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hefur farið fram á það að efnahags- og viðskiptanefnd þingsins komi saman í næstu viku til að fjalla um skýrsluna. Segir hún að spurningar hafi vaknað af hverju skýrslan hafi ekki verið birt fyrr og margt þurfi að skoða í framhaldinu. Bjarni vísar því þó á bug að hann hafi haldið skýrslunni leyndri fram yfir kosningar. „Nei, ég vísa því algjörlega á bug að henni hafi með einhverjum hætti verið haldið leyndri. Það bara er ekki þannig,“ sagði Bjarni í samtali við RÚV.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Katrín óskar eftir fundi vegna skattaskjólsskýrslu Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, hefur farið fram á að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis komi saman í næstu viku til að fjalla niðurstöður skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. 7. janúar 2017 18:16 Tekjutap hins opinbera vegna aflandsfélaga allt að sex milljarðar á ári hverju Niðurstöður starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum gefa til kynna að í lok ársins 2015 hafi uppsafnað umfang eigna og umsvifa Íslendinga á aflandssvæðum frá árinu 1990 legið á bilinu 350-810 milljarða króna. 6. janúar 2017 15:51 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Katrín óskar eftir fundi vegna skattaskjólsskýrslu Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, hefur farið fram á að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis komi saman í næstu viku til að fjalla niðurstöður skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. 7. janúar 2017 18:16
Tekjutap hins opinbera vegna aflandsfélaga allt að sex milljarðar á ári hverju Niðurstöður starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum gefa til kynna að í lok ársins 2015 hafi uppsafnað umfang eigna og umsvifa Íslendinga á aflandssvæðum frá árinu 1990 legið á bilinu 350-810 milljarða króna. 6. janúar 2017 15:51