NBA: Russell Westbrook skoraði og skoraði en Thunder tapaði | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2016 07:30 Russell Westbrook var bæði nálægt þrennu og sigri í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en missti af báðum. Oklahoma City Thunder tapaði naumlega fyrir Atlanta Hawks þrátt fyrir 46 stig frá Westbrook. Það voru tveir aðrir leikmenn nálægt þrennu í nótt, Rajon Rondo hjá Chicago Bulls og Nikola Jokic hjá Denver Nuggets, en þeir fengu hinsvegar sigur að launum ólíkt Russell Westbrook.Paul Millsap skoraði sigurkörfuna í 110-108 sigri Atlanta Hawks á Oklahoma City Thunder. Steven Adams hélt hann hefði jafnað og tryggt Thunder framlengingu þegar hann tróð boltanum í körfuna eftir að hafa tekið sóknarfrákast af þriggja stiga skoti Russell Westbrook. Adams var örlítið of seinn því tíminn var runninn út. Russell Westbrook endaði leikinn með 46 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar. Hann tók 33 af 87 skotum síns liðs í leiknum. Það er samt eiginlega Andre Roberson að kenna að þrennan kom ekki í hús. Andre Roberson hitti aðeins úr 1 af 7 skotum eftir mögulegar stoðsendingar frá Westbrook í þessum leik. Roberson var alveg opinn í sex af þessum sjö skotum. Þýski bakvörðurinn Dennis Schroder var stigahæstur hjá Atlanta Hawks með 31 stig en hetjan Paul Millsap kom næstur með 30 stig. Atlanta liðið þurfti ekki á Dwight Howard að halda en hann gat ekki spilað vegna stirðleika í baki.Jimmy Butler skoraði 19 stig og Rajon Rondo gældi við þrennuna þegar Chicago Bulls vann 113-82 sigur á nágrönnum sínum í Detroit Pistons. Rondo endaði með 10 stig, 14 stoðsendingar og 8 fráköst. Chicago liðið endaði þarna þriggja leikja taphrinu. Taj Gibson hitti úr öllum átta skotum sínum og skoraði 16 stig, Robin Lopez var með 14 stig og þeir Dwyane Wade, Doug McDermott og Nikola Mirotic skoruðu allir 13 stig. Jon Leuer var stigahæstur í liði Detroit með 16 stig.Thaddeus Young tryggði Indiana Pacers 107-105 sigur á Washington Wizards þegar hann skoraði sigurkörfuna 0,9 sekúndum fyrir leikslok. Paul George skoraði 27 stig fyrir Indiana og Jeff Teague var með 23 stig. Bradley Beal var með 22 stig fyrir Washington liðið og þeir Marcin Gortat (21 stig og 13 fráköst) og John Wall (19 stig, 10 stoðsendingar) voru báðir með tvennu.Karl-Anthony Towns skoraði 28 stig og tók 15 fráköst þegar Minnesota Timberwolves vann 115-108 heimasigur á Phoenix Suns. Andrew Wiggins bætti við 26 stigum og Zach LaVine skoraði 23 stig í þessum fyrsta heimasigri Minnesota Timberwolves síðan 17. nóvember. Eric Bledsoe var stigahæstur hjá Phoenix með 27 stig.Nikola Jokic var með 27 stig, 14 fráköst og 9 stoðsendingar þegar Denver Nuggets vann 117-107 heimasigur á Dallas Mavericks. Gary Harris bætti við 24 stigum en Deron Williams var atkvæðamestur hjá Dallas með 23 stig og 8 stoðsendingar.Úrslitin í leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Denver Nuggets - Dallas Mavericks 117-107 Chicago Bulls - Detroit Pistons 113-82 Minnesota Timberwolves - Phoenix Suns 115-108 Oklahoma City Thunder - Atlanta Hawks 108-110 Indiana Pacers - Washington Wizards 107-105 NBA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Russell Westbrook var bæði nálægt þrennu og sigri í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en missti af báðum. Oklahoma City Thunder tapaði naumlega fyrir Atlanta Hawks þrátt fyrir 46 stig frá Westbrook. Það voru tveir aðrir leikmenn nálægt þrennu í nótt, Rajon Rondo hjá Chicago Bulls og Nikola Jokic hjá Denver Nuggets, en þeir fengu hinsvegar sigur að launum ólíkt Russell Westbrook.Paul Millsap skoraði sigurkörfuna í 110-108 sigri Atlanta Hawks á Oklahoma City Thunder. Steven Adams hélt hann hefði jafnað og tryggt Thunder framlengingu þegar hann tróð boltanum í körfuna eftir að hafa tekið sóknarfrákast af þriggja stiga skoti Russell Westbrook. Adams var örlítið of seinn því tíminn var runninn út. Russell Westbrook endaði leikinn með 46 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar. Hann tók 33 af 87 skotum síns liðs í leiknum. Það er samt eiginlega Andre Roberson að kenna að þrennan kom ekki í hús. Andre Roberson hitti aðeins úr 1 af 7 skotum eftir mögulegar stoðsendingar frá Westbrook í þessum leik. Roberson var alveg opinn í sex af þessum sjö skotum. Þýski bakvörðurinn Dennis Schroder var stigahæstur hjá Atlanta Hawks með 31 stig en hetjan Paul Millsap kom næstur með 30 stig. Atlanta liðið þurfti ekki á Dwight Howard að halda en hann gat ekki spilað vegna stirðleika í baki.Jimmy Butler skoraði 19 stig og Rajon Rondo gældi við þrennuna þegar Chicago Bulls vann 113-82 sigur á nágrönnum sínum í Detroit Pistons. Rondo endaði með 10 stig, 14 stoðsendingar og 8 fráköst. Chicago liðið endaði þarna þriggja leikja taphrinu. Taj Gibson hitti úr öllum átta skotum sínum og skoraði 16 stig, Robin Lopez var með 14 stig og þeir Dwyane Wade, Doug McDermott og Nikola Mirotic skoruðu allir 13 stig. Jon Leuer var stigahæstur í liði Detroit með 16 stig.Thaddeus Young tryggði Indiana Pacers 107-105 sigur á Washington Wizards þegar hann skoraði sigurkörfuna 0,9 sekúndum fyrir leikslok. Paul George skoraði 27 stig fyrir Indiana og Jeff Teague var með 23 stig. Bradley Beal var með 22 stig fyrir Washington liðið og þeir Marcin Gortat (21 stig og 13 fráköst) og John Wall (19 stig, 10 stoðsendingar) voru báðir með tvennu.Karl-Anthony Towns skoraði 28 stig og tók 15 fráköst þegar Minnesota Timberwolves vann 115-108 heimasigur á Phoenix Suns. Andrew Wiggins bætti við 26 stigum og Zach LaVine skoraði 23 stig í þessum fyrsta heimasigri Minnesota Timberwolves síðan 17. nóvember. Eric Bledsoe var stigahæstur hjá Phoenix með 27 stig.Nikola Jokic var með 27 stig, 14 fráköst og 9 stoðsendingar þegar Denver Nuggets vann 117-107 heimasigur á Dallas Mavericks. Gary Harris bætti við 24 stigum en Deron Williams var atkvæðamestur hjá Dallas með 23 stig og 8 stoðsendingar.Úrslitin í leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Denver Nuggets - Dallas Mavericks 117-107 Chicago Bulls - Detroit Pistons 113-82 Minnesota Timberwolves - Phoenix Suns 115-108 Oklahoma City Thunder - Atlanta Hawks 108-110 Indiana Pacers - Washington Wizards 107-105
NBA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira