NBA: Fullt af framlengingum og Spurs endaði sigurgöngu Houston | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2016 07:30 Þrír leikir voru framlengdir í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar á meðal einn tvíframlengdur. San Antonio endaði tíu leikja sigurgöngu Houston Rockets og bæði Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors unnu leiki sína en þá á mjög ólíkan hátt.Patty Mills tryggði San Antonio Spurs 102-100 útisigur á Houston Rockets með þriggja stiga körfur 12,9 sekúndum fyrir leikslok. Spurs endaði þar með tíu leikja sigurgöngu Houston og fagnaði jafnframt fimmta sigri sínum í röð. San Antonio liðið hefur nú unnið 15 af 16 útileikjum sínum í vetur. Kawhi Leonard var stigahæstur hjá Spurs með 21 stig en LaMarcus Aldridge bætti við 17 stigum og 10 fráköstum. James Harden var með 31 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar í liði Houston.LeBron James kom Cleveland Cavaliers endanlega í forystu í framlengingunni í 114-108 sigri á Milwaukee Bucks en Bucks-liðið hafði unnið NBA-meistarana fyrr í vetur. Giannis Antetokounmpo kom Milwaukee í 108-107 en þristur frá James 24 sekúndum fyrir leikslok kom Cleveland í 110-108 og liðið kláraði síðan leikinn á vítalínunni. LeBron James var með 34 stig, 12 fráköst og 7 stoðsendingar í leiknum en Kyrie Irving bætti við 28 stigum, 5 fráköstum og 5 stoðsendingum. Channing Frye var síðan þriðji stigahæstur með 15 stig. Jabari Parker skoraði 30 stig fyrir Milwaukee Bucks og Giannis Antetokounmpo var með 25 stig, 13 fráköst og 3 varin skot.Golden State Warriors hélt Utah Jazz í 74 stigum og 36 prósent skotnýtingu í öruggum 104-74 sigri á heimavelli. Golden State hefur þar með unnið tvo síðustu leiki sína (á móti Portland og Utah) með 37,5 stigum að meðaltali í leik. Stephen Curry skoraði 25 stig fyrir Golden State, Kevin Durant var með 22 stig, Klay Thompson skoraði 17 stig og Draymond Green var með 15 stig, 11 fráköst, 5 stolna bolta og 4 stoðsendingar. Joe Johnson var stighæstur hjá Utah með 14 stig.Kemba Walker var með 28 stig og 10 stoðsendingar þegar Charlotte Hornets vann Los Angeles Lakers 117-113. Marco Belinelli skoraði 11 stig í fjórða leikhluta en Charlotte kom til baka eftir að hafa lent 19 stigum undir í leiknum.Isaiah Thomas setti nýtt persónulegt met með því að skora 44 stig, 36 þeirra í seinni hálfleik, þegar Boston Celtics vann 112-109 sigur á í framlengdum leik í Memphis. Al Horford var með 17 stig og 14 fráköst en Boston vann upp 17 stiga forystu í seinni hálfleiknum. Marc Gasol og Troy Daniels skoruðu mest fyrir Memphis eða 24 stig hvor.Nik Vucevic var með 26 stig og 12 fráköst og Evan Fournier bætti við 26 stigum þegar Orlando Magic vann Flórída-uppgjörið á móti Miami Heat, 136-130, eftir tvíframlengdan leik. Tyler Johnson setti persónulegt met með því að skora 32 stig fyrir Miami en Hassan Whiteside var síðan með 32 stig og 15 fráköst. Miami Heat gat unnið leikinn bæði í venjulegum leiktíma og í fyrri framlengingunni en tapaði niður fimm stiga forskoti á lokamínútu venjulegs leiktíma og missti niður fjögurra stiga forystu á síðustu 40 sekúndum í fyrri framlengingunni.Carmelo Anthony skoraði 35 stig þegar New York Knicks vann 118-111 sigur á Indiana Pacers. Anthony skoraði 26 stig í seinni hálfleik þegar New York vann upp fimmtán stiga forskot Indiana-liðsins.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - Utah Jazz 104-74 Los Angeles Clippers - Denver Nuggets 119-102 Houston Rockets - San Antonio Spurs 100-102 Memphis Grizzlies - Boston Celtics 109-112 (97-97) Milwaukee Bucks - Cleveland Cavaliers 108-114 (100-100) Miami Heat - Orlando Magic 130-136 (109-109) New York Knicks - Indiana Pacers 118-111 Toronto Raptors - Brooklyn Nets 116-104 Charlotte Hornets - Los Angeles Lakers 117-113 Philadelphia 76ers - New Orleans Pelicans 93-108 NBA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Þrír leikir voru framlengdir í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar á meðal einn tvíframlengdur. San Antonio endaði tíu leikja sigurgöngu Houston Rockets og bæði Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors unnu leiki sína en þá á mjög ólíkan hátt.Patty Mills tryggði San Antonio Spurs 102-100 útisigur á Houston Rockets með þriggja stiga körfur 12,9 sekúndum fyrir leikslok. Spurs endaði þar með tíu leikja sigurgöngu Houston og fagnaði jafnframt fimmta sigri sínum í röð. San Antonio liðið hefur nú unnið 15 af 16 útileikjum sínum í vetur. Kawhi Leonard var stigahæstur hjá Spurs með 21 stig en LaMarcus Aldridge bætti við 17 stigum og 10 fráköstum. James Harden var með 31 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar í liði Houston.LeBron James kom Cleveland Cavaliers endanlega í forystu í framlengingunni í 114-108 sigri á Milwaukee Bucks en Bucks-liðið hafði unnið NBA-meistarana fyrr í vetur. Giannis Antetokounmpo kom Milwaukee í 108-107 en þristur frá James 24 sekúndum fyrir leikslok kom Cleveland í 110-108 og liðið kláraði síðan leikinn á vítalínunni. LeBron James var með 34 stig, 12 fráköst og 7 stoðsendingar í leiknum en Kyrie Irving bætti við 28 stigum, 5 fráköstum og 5 stoðsendingum. Channing Frye var síðan þriðji stigahæstur með 15 stig. Jabari Parker skoraði 30 stig fyrir Milwaukee Bucks og Giannis Antetokounmpo var með 25 stig, 13 fráköst og 3 varin skot.Golden State Warriors hélt Utah Jazz í 74 stigum og 36 prósent skotnýtingu í öruggum 104-74 sigri á heimavelli. Golden State hefur þar með unnið tvo síðustu leiki sína (á móti Portland og Utah) með 37,5 stigum að meðaltali í leik. Stephen Curry skoraði 25 stig fyrir Golden State, Kevin Durant var með 22 stig, Klay Thompson skoraði 17 stig og Draymond Green var með 15 stig, 11 fráköst, 5 stolna bolta og 4 stoðsendingar. Joe Johnson var stighæstur hjá Utah með 14 stig.Kemba Walker var með 28 stig og 10 stoðsendingar þegar Charlotte Hornets vann Los Angeles Lakers 117-113. Marco Belinelli skoraði 11 stig í fjórða leikhluta en Charlotte kom til baka eftir að hafa lent 19 stigum undir í leiknum.Isaiah Thomas setti nýtt persónulegt met með því að skora 44 stig, 36 þeirra í seinni hálfleik, þegar Boston Celtics vann 112-109 sigur á í framlengdum leik í Memphis. Al Horford var með 17 stig og 14 fráköst en Boston vann upp 17 stiga forystu í seinni hálfleiknum. Marc Gasol og Troy Daniels skoruðu mest fyrir Memphis eða 24 stig hvor.Nik Vucevic var með 26 stig og 12 fráköst og Evan Fournier bætti við 26 stigum þegar Orlando Magic vann Flórída-uppgjörið á móti Miami Heat, 136-130, eftir tvíframlengdan leik. Tyler Johnson setti persónulegt met með því að skora 32 stig fyrir Miami en Hassan Whiteside var síðan með 32 stig og 15 fráköst. Miami Heat gat unnið leikinn bæði í venjulegum leiktíma og í fyrri framlengingunni en tapaði niður fimm stiga forskoti á lokamínútu venjulegs leiktíma og missti niður fjögurra stiga forystu á síðustu 40 sekúndum í fyrri framlengingunni.Carmelo Anthony skoraði 35 stig þegar New York Knicks vann 118-111 sigur á Indiana Pacers. Anthony skoraði 26 stig í seinni hálfleik þegar New York vann upp fimmtán stiga forskot Indiana-liðsins.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - Utah Jazz 104-74 Los Angeles Clippers - Denver Nuggets 119-102 Houston Rockets - San Antonio Spurs 100-102 Memphis Grizzlies - Boston Celtics 109-112 (97-97) Milwaukee Bucks - Cleveland Cavaliers 108-114 (100-100) Miami Heat - Orlando Magic 130-136 (109-109) New York Knicks - Indiana Pacers 118-111 Toronto Raptors - Brooklyn Nets 116-104 Charlotte Hornets - Los Angeles Lakers 117-113 Philadelphia 76ers - New Orleans Pelicans 93-108
NBA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira