Drónar henta öllum heimilum Starri Freyr Jónsson 21. desember 2016 13:00 Sigurður Helgason, framkvæmdastjóri iStore. Vísir/GVA Drónar verða sífellt vinsælli á heimilum landsmanna enda bjóða þeir upp á stórkostlega möguleika við tökur mynda og myndbanda sem tíðkuðust ekki áður fyrr. iStore í Kringlunni er sérverslun með Apple vörur en auk þess eini viðurkenndi dreifingar- og umboðsaðili DJI á Íslandi. Að sögn Sigurðar Helgasonar, framkvæmdastjóra verslunarinnar, er DJI nokkurs konar „Apple drónaheimsins“ með um 80 prósent markaðshlutdeild á heimsvísu. „Við seljum gott úrval dróna í ýmsum verðflokkum frá DJI, allt frá smærri og ódýrum drónum á 84.990 kr. og alveg upp í stærstu drónanana sem kosta um 980 þúsund krónur en þeir eru helst ætlaðir fagfólki, t.d. í kvikmyndagerð."Hagstæð verð Verðin hjá iStore eru mjög hagstæð að sögn Sigurðar, nánast þau sömu og út í heimi enda er iStore í samkeppni við erlendar netverslanir. „Okkur finnst mikilvægt að það komi fram í allri þessari neikvæðu umræðu um íslenska verslun. Einnig má nefna að munurinn á okkur og erlendum netverslunum er sá að viðskiptavinir okkar fá tveggja ára ábyrgð og ekki síður frábæra þjónustu.“Úrvalið af drónum er mikið í verslun iStore í Kringlunni.Vísir/GVASkemmtilegt áhugamálPhantom 4 dróninn kom til landsins í vor og hefur slegið í gegn að sögn Sigurðar. „Phantom 4 hentar bæði áhugamönnum og fagfólki. Auk fjölskyldufólks er hann t.d. notaður af arkitektum, ljósmyndurum, fasteignasölum, bændum og veiðvörðum svo nokkrar starfsstéttir séu taldar upp. Hann kostar 169.900 krónur en er á sérstöku jólatilboði þessa dagana á 149.990 krónur.“ Sem fyrr segir njóta drónar sívaxandi vinsælda hjá fjölskyldum landsins. „Fyrir marga eru þeir einfaldlega skemmtilegt áhugamál því með þeim er hægt að taka myndir og myndbönd frá sjónarhornum sem ekki voru möguleg áður, t.d. draumaskotið af fossinum eða öðrum náttúruperlum. Svo hefur mörg sófakartaflan breytt um lífsstíl, þar á meðal ég. Nú er ég úti öllum stundum, hvort sem það er innanbæjar eða út í náttúrunni, og alltaf með drónann með mér í leit að góðu myndefni.“Drónar henta frábærlega við tökur í náttúrunni. Hér er Kleifarvatn í allri sinni dýrð.Nýjasta tryllitækið Nýjasti dróninn er svo Phantom 4 Pro en hér fyrir neðan má sjá stórkostlegt myndband sem er tekið af eldgosi í Hawaii með tækinu. „Þetta er nýjasta tryllitækið frá DJI, með svakalega góðri myndavél og er mjög ljósnæm með 60 ramma á sekúndu í 4K upplausn. Hann er einnig með árekstraskynjara allan hringinn þannig að maður þarf að vera verulega lélegur flugstjóri til að klessa hann.“ Allar nánari upplýsingar um vörur iStore má finna á istore.is. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Greiðsluáskorun „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Sjá meira
Drónar verða sífellt vinsælli á heimilum landsmanna enda bjóða þeir upp á stórkostlega möguleika við tökur mynda og myndbanda sem tíðkuðust ekki áður fyrr. iStore í Kringlunni er sérverslun með Apple vörur en auk þess eini viðurkenndi dreifingar- og umboðsaðili DJI á Íslandi. Að sögn Sigurðar Helgasonar, framkvæmdastjóra verslunarinnar, er DJI nokkurs konar „Apple drónaheimsins“ með um 80 prósent markaðshlutdeild á heimsvísu. „Við seljum gott úrval dróna í ýmsum verðflokkum frá DJI, allt frá smærri og ódýrum drónum á 84.990 kr. og alveg upp í stærstu drónanana sem kosta um 980 þúsund krónur en þeir eru helst ætlaðir fagfólki, t.d. í kvikmyndagerð."Hagstæð verð Verðin hjá iStore eru mjög hagstæð að sögn Sigurðar, nánast þau sömu og út í heimi enda er iStore í samkeppni við erlendar netverslanir. „Okkur finnst mikilvægt að það komi fram í allri þessari neikvæðu umræðu um íslenska verslun. Einnig má nefna að munurinn á okkur og erlendum netverslunum er sá að viðskiptavinir okkar fá tveggja ára ábyrgð og ekki síður frábæra þjónustu.“Úrvalið af drónum er mikið í verslun iStore í Kringlunni.Vísir/GVASkemmtilegt áhugamálPhantom 4 dróninn kom til landsins í vor og hefur slegið í gegn að sögn Sigurðar. „Phantom 4 hentar bæði áhugamönnum og fagfólki. Auk fjölskyldufólks er hann t.d. notaður af arkitektum, ljósmyndurum, fasteignasölum, bændum og veiðvörðum svo nokkrar starfsstéttir séu taldar upp. Hann kostar 169.900 krónur en er á sérstöku jólatilboði þessa dagana á 149.990 krónur.“ Sem fyrr segir njóta drónar sívaxandi vinsælda hjá fjölskyldum landsins. „Fyrir marga eru þeir einfaldlega skemmtilegt áhugamál því með þeim er hægt að taka myndir og myndbönd frá sjónarhornum sem ekki voru möguleg áður, t.d. draumaskotið af fossinum eða öðrum náttúruperlum. Svo hefur mörg sófakartaflan breytt um lífsstíl, þar á meðal ég. Nú er ég úti öllum stundum, hvort sem það er innanbæjar eða út í náttúrunni, og alltaf með drónann með mér í leit að góðu myndefni.“Drónar henta frábærlega við tökur í náttúrunni. Hér er Kleifarvatn í allri sinni dýrð.Nýjasta tryllitækið Nýjasti dróninn er svo Phantom 4 Pro en hér fyrir neðan má sjá stórkostlegt myndband sem er tekið af eldgosi í Hawaii með tækinu. „Þetta er nýjasta tryllitækið frá DJI, með svakalega góðri myndavél og er mjög ljósnæm með 60 ramma á sekúndu í 4K upplausn. Hann er einnig með árekstraskynjara allan hringinn þannig að maður þarf að vera verulega lélegur flugstjóri til að klessa hann.“ Allar nánari upplýsingar um vörur iStore má finna á istore.is.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Greiðsluáskorun „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Sjá meira