NBA: Vængbrotið Cleveland lið vann Milwaukee Bucks annað kvöldið í röð | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2016 07:30 Cleveland Cavaliers vann sinn áttunda sigur í níu leikjum og Houston Rockets sinn ellefta sigur í tólf leikjum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Russell Westbrook vantaði aftur nokkrar stoðsendingar til að ná þrennunni en fékk hinsvegar sigur að launum fyrir frammistöðu sína.Kyrie Irving var með 31 stig og 13 stoðsendingar þegar Cleveland Cavaliers vann 113-102 heimasigur á Milwaukee Bucks. Cleveland vann Milwaukee þar með annað kvöldið í röð en þurfti framlengingu til að landa sigrinum á Bucks liðinu í fyrrakvöld. Cleveland vann líka aftur án Kevin Love auk þess sem að J.R. Smith spilaði ekki eftir að hafa þumalbrotnaði í leik liðanna kvöldið áður. Þetta eru tveir mikilvægir byrjunarliðsmenn og munar því um minna. LeBron James var með 29 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar og Tristan Thompson tók 15 fráköst. Giannis Antetokounmpo skoraði 28 stig fyrir Milwaukee Bucks og Jabari Parker var með 27 stig. NBA-meistararnir í Cleveland Cavaliers hafa nú unnið átta af síðustu níu leikjum og eina tapið kom í leik á móti Memphis Grizzlies þar sem liðið var án þeirra James, Irving og Love.Russell Westbrook vantaði þrjár stoðsendingar í þrennuna en var með 42 stig og 10 fráköst í 121-110 útisigri Oklahoma City Thunder á New Orleans Pelicans. Enes Kanter endaði með 14 stig og 14 fráköst. Anthony Davis skoraði 34 stig og tók 15 fráköst fyrir New Orleans og Jrue Holiday var með 23 stig og 10 stoðsendingar. Þetta var níunda tap Pelíkananna í tólf leikjum.James Harden skoraði 27 stig og gaf 14 stoðsendingar þegar Houston Rockets vann 125-111 útisigur á Phoenix Suns kvöldið eftir að San Antonio Spurs endaði tíu leikja sigurgöngu Houston liðsins. Þetta var því ellefti sigur Houston Rockets í síðustu tólf leikjum. Harden vantaði fimm fráköst í þrennuna. Eric Gordon kom með 24 stig af bekknum hjá Houston og Patrick Beverley var með 18 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar. Houston hitti úr 18 af 38 þriggja stiga skotum sínum. Devin Booker skoraði 29 stig fyrir Phoenix-liðið sem tapaði þarna fjórða leiknum sínum í röð.Marc Gasol skoraði 38 stig og hitti úr 14 af 17 skotum sínum þegar Memphis Grizzlies vann 98-86 útisigur á Detroit Pistons og endaði þriggja leikja sigurgöngu. Þetta var hinsvegar fjórða tap Detroit í röð.Andrew Wiggins skoraði 19 stig og var með 17 stig og 18 fráköst fyrir Minnesota Timberwolves í 92-84 útisigri á Atlanta Hawks. Þetta var annar sigur í röð en það gerðist síðast í apríl síðastliðnum. Zach LaVine var með 18 stig fyrir liðið í leiknum. Dennis Schroder var með 21 stig fyrir Atlanta og Paul Millsap bætti við 18 stigum og 10 fráköstum. Hawks liðið hefur nú tapað sex af síðustu sjö heimaleikjum sínum þar af fjórum þeirra á móti liðum sem hafa tapað fleiri leikjum en þau hafa unnið í vetur eða New Orleans, Detroit, Orlando og Minnesota.John Wall skoraði 23 stig og gaf 9 stoðsendingar þegar Washington Wizards vann 107-97 útisigur á Chicago Bulls. Þetta var aðeins þriðji útisigur Washington á tímabilinu. Bradley Beal var með 21 stig og Marcin Gortat bætti við 14 stigum og 11 fráköstum. Jimmy Butler skoraði 20 stig fyrir Bulls-liðið og Dwyane Wade var með 19 stig. Rajon Rondo gaf 10 stoðsendingar.DeMarcus Cousins skoraði 21 stig fyrir Sacramento Kings í 94-94 sigri á Utah Jazz en Sacramento kom til baka eftir að hafa lent 20 stigum undir í leiknum. Ty Lawson skoraði 19 stig og fór fyrir Sacramento liðinu í lokin ásamt Cousins. Gordon Hayward skoraði 28 stig og tók 10 fráköst fyrir Utah og Rudy Gobert bætti við 17 stigum og 14 fráköstum.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Dallas Mavericks 95-96 Phoenix Suns - Houston Rockets 111-125 Utah Jazz - Sacramento Kings 93-94 Chicago Bulls - Washington Wizards 97-107 New Orleans Pelicans - Oklahoma City Thunder 110-121 Atlanta Hawks - Minnesota Timberwolves 84-92 Detroit Pistons - Memphis Grizzlies 86-98 Cleveland Cavaliers - Milwaukee Bucks 113-102 NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Cleveland Cavaliers vann sinn áttunda sigur í níu leikjum og Houston Rockets sinn ellefta sigur í tólf leikjum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Russell Westbrook vantaði aftur nokkrar stoðsendingar til að ná þrennunni en fékk hinsvegar sigur að launum fyrir frammistöðu sína.Kyrie Irving var með 31 stig og 13 stoðsendingar þegar Cleveland Cavaliers vann 113-102 heimasigur á Milwaukee Bucks. Cleveland vann Milwaukee þar með annað kvöldið í röð en þurfti framlengingu til að landa sigrinum á Bucks liðinu í fyrrakvöld. Cleveland vann líka aftur án Kevin Love auk þess sem að J.R. Smith spilaði ekki eftir að hafa þumalbrotnaði í leik liðanna kvöldið áður. Þetta eru tveir mikilvægir byrjunarliðsmenn og munar því um minna. LeBron James var með 29 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar og Tristan Thompson tók 15 fráköst. Giannis Antetokounmpo skoraði 28 stig fyrir Milwaukee Bucks og Jabari Parker var með 27 stig. NBA-meistararnir í Cleveland Cavaliers hafa nú unnið átta af síðustu níu leikjum og eina tapið kom í leik á móti Memphis Grizzlies þar sem liðið var án þeirra James, Irving og Love.Russell Westbrook vantaði þrjár stoðsendingar í þrennuna en var með 42 stig og 10 fráköst í 121-110 útisigri Oklahoma City Thunder á New Orleans Pelicans. Enes Kanter endaði með 14 stig og 14 fráköst. Anthony Davis skoraði 34 stig og tók 15 fráköst fyrir New Orleans og Jrue Holiday var með 23 stig og 10 stoðsendingar. Þetta var níunda tap Pelíkananna í tólf leikjum.James Harden skoraði 27 stig og gaf 14 stoðsendingar þegar Houston Rockets vann 125-111 útisigur á Phoenix Suns kvöldið eftir að San Antonio Spurs endaði tíu leikja sigurgöngu Houston liðsins. Þetta var því ellefti sigur Houston Rockets í síðustu tólf leikjum. Harden vantaði fimm fráköst í þrennuna. Eric Gordon kom með 24 stig af bekknum hjá Houston og Patrick Beverley var með 18 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar. Houston hitti úr 18 af 38 þriggja stiga skotum sínum. Devin Booker skoraði 29 stig fyrir Phoenix-liðið sem tapaði þarna fjórða leiknum sínum í röð.Marc Gasol skoraði 38 stig og hitti úr 14 af 17 skotum sínum þegar Memphis Grizzlies vann 98-86 útisigur á Detroit Pistons og endaði þriggja leikja sigurgöngu. Þetta var hinsvegar fjórða tap Detroit í röð.Andrew Wiggins skoraði 19 stig og var með 17 stig og 18 fráköst fyrir Minnesota Timberwolves í 92-84 útisigri á Atlanta Hawks. Þetta var annar sigur í röð en það gerðist síðast í apríl síðastliðnum. Zach LaVine var með 18 stig fyrir liðið í leiknum. Dennis Schroder var með 21 stig fyrir Atlanta og Paul Millsap bætti við 18 stigum og 10 fráköstum. Hawks liðið hefur nú tapað sex af síðustu sjö heimaleikjum sínum þar af fjórum þeirra á móti liðum sem hafa tapað fleiri leikjum en þau hafa unnið í vetur eða New Orleans, Detroit, Orlando og Minnesota.John Wall skoraði 23 stig og gaf 9 stoðsendingar þegar Washington Wizards vann 107-97 útisigur á Chicago Bulls. Þetta var aðeins þriðji útisigur Washington á tímabilinu. Bradley Beal var með 21 stig og Marcin Gortat bætti við 14 stigum og 11 fráköstum. Jimmy Butler skoraði 20 stig fyrir Bulls-liðið og Dwyane Wade var með 19 stig. Rajon Rondo gaf 10 stoðsendingar.DeMarcus Cousins skoraði 21 stig fyrir Sacramento Kings í 94-94 sigri á Utah Jazz en Sacramento kom til baka eftir að hafa lent 20 stigum undir í leiknum. Ty Lawson skoraði 19 stig og fór fyrir Sacramento liðinu í lokin ásamt Cousins. Gordon Hayward skoraði 28 stig og tók 10 fráköst fyrir Utah og Rudy Gobert bætti við 17 stigum og 14 fráköstum.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Dallas Mavericks 95-96 Phoenix Suns - Houston Rockets 111-125 Utah Jazz - Sacramento Kings 93-94 Chicago Bulls - Washington Wizards 97-107 New Orleans Pelicans - Oklahoma City Thunder 110-121 Atlanta Hawks - Minnesota Timberwolves 84-92 Detroit Pistons - Memphis Grizzlies 86-98 Cleveland Cavaliers - Milwaukee Bucks 113-102
NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira