Eyþóra fékk flott verðlaun á hátíð „Íþróttamanns ársins" í Hollandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2016 08:30 Eyþóra Elísabet Þórsdóttir. Vísir/Getty Fimleikakonan Eyþóra Elísabet Þórsdóttir var í gær kosin besti ungi íþróttamaður Hollands á uppgjörhátíð hollenska Ólympíu- og íþróttasambandsins, NOC*NSF Sportgala. Eyþóra sló í gegn á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar þar sem hún varð í níunda sæti í fjölþraut sem er bæði besti árangur íslenskrar og hollenskrar fimmleikakonu á Ólympíuleikum. Eyþór var með ellefta besta árangurinn í undankeppninni þar sem rétt missti af sæti í úrslitunum á gólfi en hún hækkaði sig um tvö sæti í úrslitunum. Eyþór var næstefst af evrópskum fimleikakonum en það var aðeins hin rússneska Aliya Mustafina sem náði betri einkunn en hún. Eyþór lét ekki þar við sitja heldur hjálpaði hún einnig hollenska landsliðinu að ná sjöunda sætinu í liðakeppninni en það hefur aldrei náð svo ofarlega í fimleikakeppni Ólympíuleikanna. Eyþóra Elísabet er átján ára gömul og fæddist í Hollandi en hún á íslenska foreldra og er með bæði íslenskt og hollenskt ríkisfang. Meðal þeirra sem hafa fengið þessi verðlaun áður eru spretthlauparinn og sjöþrautarkonan Dafne Schippers (2011) og ökuþórinn Max Verstappen (2014). Liðfélagi Eyþóru í fimleikaliðinu, Sanne Wevers, var kosin íþróttakona ársins en formúlukappinn Max Verstappen, íþróttamaður ársins. Sanne Wevers vann gullverðlaun á jafnvægisslá á Ólympíuleikunum í Ríó. Max Verstappen varð fimmti í keppni ökumanna í formúlu eitt. Hér fyrir neðan má sjá þá sem voru í valnefndinni sem ákvað að Eyþóra fengi þessi flottu verðlaun en frægastir þar eru knattspyrnuþjálfarinn Guus Hiddink og sundmaðurinn Pieter van den Hoogenband. Pieter van den Hoogenband Esther Vergeer Marianne Timmer Charles van Commenee Guus Hiddink Hans Klippus Ewoud van Winsen Jeroen BijlEythora Thorsdottir is het Talent van het Jaar. #Sportgala pic.twitter.com/5QGEmlFP1z— NOC*NSF (@nocnsf) December 21, 2016 Fimleikar Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Aðeins fimm með betri einkunn en Eyþóra á gólfinu Eyþóra Elísabet Þórsdóttir er níunda besta fimleikakona Ólympíuleikana í Ríó en þessi íslensk ættaða fimleikastjarna sem keppir fyrir Holland náði níunda sæti í úrslitum í fjölþraut kvenna. 11. ágúst 2016 23:11 Eyþóra: Gaman að Íslendingum finnist þeir eiga eitthvað í mér Eyþóra Elísabet Þórsdóttir keppir í dag til úrslita í fjölþraut kvenna í fimleikum á Ólympíuleikunum í Ríó. Þetta eru önnur úrslit hennar á leikunum en hún varð í sjöunda sæti í liðakeppni með hollenska landsliðinu á þrið 11. ágúst 2016 08:00 Ísland er líka landið mitt Eyþóra Elísabet Þórsdóttir var næstum því hætt í fimleikum vegna bakmeiðsla fyrir aðeins tveimur árum en nú snýr hún heim frá Ríó sem níunda besta fimleikakona Ólympíuleikanna og hluti af sjöunda besta fimleikaliði ÓL. 20. ágúst 2016 06:00 Liðsfélagi Eyþóru vann Simone Biles og varð Ólympíumeistari Sanne Wevers, liðsfélagi Eyþóru Elísabetar Þórsdóttur í hollenska landsliðinu í fimleikum, varð í dag nýr Ólympíumeistari á jafnvægisslá á Ólympíuleikunum í Ríó. 15. ágúst 2016 20:45 Biles krækti í annað gull | Eyþóra hafnaði í níunda Hin nítján ára fimleikadrottning, Simone Biles, heldur áfram að safna verðlaunum á Ólympíuleikunum í Ríó, en hún vann sitt annað gull á leikunum í kvöld. 11. ágúst 2016 22:14 Eyþóra í úrslit í fimleikum: Yndislegt kvöld Eyþóra Elísabet Þórsdóttir tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum í fjölþraut kvenna í fimleikakepni Ólympíuleikanna. 7. ágúst 2016 22:35 Mest lesið Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Fleiri fréttir Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Fimleikakonan Eyþóra Elísabet Þórsdóttir var í gær kosin besti ungi íþróttamaður Hollands á uppgjörhátíð hollenska Ólympíu- og íþróttasambandsins, NOC*NSF Sportgala. Eyþóra sló í gegn á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar þar sem hún varð í níunda sæti í fjölþraut sem er bæði besti árangur íslenskrar og hollenskrar fimmleikakonu á Ólympíuleikum. Eyþór var með ellefta besta árangurinn í undankeppninni þar sem rétt missti af sæti í úrslitunum á gólfi en hún hækkaði sig um tvö sæti í úrslitunum. Eyþór var næstefst af evrópskum fimleikakonum en það var aðeins hin rússneska Aliya Mustafina sem náði betri einkunn en hún. Eyþór lét ekki þar við sitja heldur hjálpaði hún einnig hollenska landsliðinu að ná sjöunda sætinu í liðakeppninni en það hefur aldrei náð svo ofarlega í fimleikakeppni Ólympíuleikanna. Eyþóra Elísabet er átján ára gömul og fæddist í Hollandi en hún á íslenska foreldra og er með bæði íslenskt og hollenskt ríkisfang. Meðal þeirra sem hafa fengið þessi verðlaun áður eru spretthlauparinn og sjöþrautarkonan Dafne Schippers (2011) og ökuþórinn Max Verstappen (2014). Liðfélagi Eyþóru í fimleikaliðinu, Sanne Wevers, var kosin íþróttakona ársins en formúlukappinn Max Verstappen, íþróttamaður ársins. Sanne Wevers vann gullverðlaun á jafnvægisslá á Ólympíuleikunum í Ríó. Max Verstappen varð fimmti í keppni ökumanna í formúlu eitt. Hér fyrir neðan má sjá þá sem voru í valnefndinni sem ákvað að Eyþóra fengi þessi flottu verðlaun en frægastir þar eru knattspyrnuþjálfarinn Guus Hiddink og sundmaðurinn Pieter van den Hoogenband. Pieter van den Hoogenband Esther Vergeer Marianne Timmer Charles van Commenee Guus Hiddink Hans Klippus Ewoud van Winsen Jeroen BijlEythora Thorsdottir is het Talent van het Jaar. #Sportgala pic.twitter.com/5QGEmlFP1z— NOC*NSF (@nocnsf) December 21, 2016
Fimleikar Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Aðeins fimm með betri einkunn en Eyþóra á gólfinu Eyþóra Elísabet Þórsdóttir er níunda besta fimleikakona Ólympíuleikana í Ríó en þessi íslensk ættaða fimleikastjarna sem keppir fyrir Holland náði níunda sæti í úrslitum í fjölþraut kvenna. 11. ágúst 2016 23:11 Eyþóra: Gaman að Íslendingum finnist þeir eiga eitthvað í mér Eyþóra Elísabet Þórsdóttir keppir í dag til úrslita í fjölþraut kvenna í fimleikum á Ólympíuleikunum í Ríó. Þetta eru önnur úrslit hennar á leikunum en hún varð í sjöunda sæti í liðakeppni með hollenska landsliðinu á þrið 11. ágúst 2016 08:00 Ísland er líka landið mitt Eyþóra Elísabet Þórsdóttir var næstum því hætt í fimleikum vegna bakmeiðsla fyrir aðeins tveimur árum en nú snýr hún heim frá Ríó sem níunda besta fimleikakona Ólympíuleikanna og hluti af sjöunda besta fimleikaliði ÓL. 20. ágúst 2016 06:00 Liðsfélagi Eyþóru vann Simone Biles og varð Ólympíumeistari Sanne Wevers, liðsfélagi Eyþóru Elísabetar Þórsdóttur í hollenska landsliðinu í fimleikum, varð í dag nýr Ólympíumeistari á jafnvægisslá á Ólympíuleikunum í Ríó. 15. ágúst 2016 20:45 Biles krækti í annað gull | Eyþóra hafnaði í níunda Hin nítján ára fimleikadrottning, Simone Biles, heldur áfram að safna verðlaunum á Ólympíuleikunum í Ríó, en hún vann sitt annað gull á leikunum í kvöld. 11. ágúst 2016 22:14 Eyþóra í úrslit í fimleikum: Yndislegt kvöld Eyþóra Elísabet Þórsdóttir tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum í fjölþraut kvenna í fimleikakepni Ólympíuleikanna. 7. ágúst 2016 22:35 Mest lesið Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Fleiri fréttir Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Aðeins fimm með betri einkunn en Eyþóra á gólfinu Eyþóra Elísabet Þórsdóttir er níunda besta fimleikakona Ólympíuleikana í Ríó en þessi íslensk ættaða fimleikastjarna sem keppir fyrir Holland náði níunda sæti í úrslitum í fjölþraut kvenna. 11. ágúst 2016 23:11
Eyþóra: Gaman að Íslendingum finnist þeir eiga eitthvað í mér Eyþóra Elísabet Þórsdóttir keppir í dag til úrslita í fjölþraut kvenna í fimleikum á Ólympíuleikunum í Ríó. Þetta eru önnur úrslit hennar á leikunum en hún varð í sjöunda sæti í liðakeppni með hollenska landsliðinu á þrið 11. ágúst 2016 08:00
Ísland er líka landið mitt Eyþóra Elísabet Þórsdóttir var næstum því hætt í fimleikum vegna bakmeiðsla fyrir aðeins tveimur árum en nú snýr hún heim frá Ríó sem níunda besta fimleikakona Ólympíuleikanna og hluti af sjöunda besta fimleikaliði ÓL. 20. ágúst 2016 06:00
Liðsfélagi Eyþóru vann Simone Biles og varð Ólympíumeistari Sanne Wevers, liðsfélagi Eyþóru Elísabetar Þórsdóttur í hollenska landsliðinu í fimleikum, varð í dag nýr Ólympíumeistari á jafnvægisslá á Ólympíuleikunum í Ríó. 15. ágúst 2016 20:45
Biles krækti í annað gull | Eyþóra hafnaði í níunda Hin nítján ára fimleikadrottning, Simone Biles, heldur áfram að safna verðlaunum á Ólympíuleikunum í Ríó, en hún vann sitt annað gull á leikunum í kvöld. 11. ágúst 2016 22:14
Eyþóra í úrslit í fimleikum: Yndislegt kvöld Eyþóra Elísabet Þórsdóttir tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum í fjölþraut kvenna í fimleikakepni Ólympíuleikanna. 7. ágúst 2016 22:35