Sálmurinn góðkunni Heims um ból sunginn sjöraddað Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. desember 2016 10:15 Hymnodia fer ávallt sínar leiðir í túlkun. Hver man ekki eftir því þegar kórinn söng stjórnarskrána? Mynd/Daníel Starrason Eyþór Ingi Jónsson er organisti í Akureyrarkirkju og líka kórstjóri Hymnodiu sem heldur árvissa jólatónleika í kirkjunni í kvöld klukkan 21. Þar flytur kórinn hugljúfa og hátíðlega tónlist, engar þagnir verða teknar né talað orð sagt. Eyþór Ingi segir það hefðbundinn stíl hjá kórnum að syngja án afláts. „Við höfum alltaf gert það. Þá komum við fleiri lögum að!“ segir hann glaðlega. Fleira er hefðbundið við tónleika kvöldsins hjá Hymnodiu, til dæmis dagsetningin, að sögn Eyþórs Inga. „Við erum alltaf með tónleikana 22. desember. Það er svo margt í boði fyrir jólin, glaðlegir tónleikar og jólasveinafjör, en við viljum að fólk upplifi ró og rökkur og því verða ljósin dempuð í kirkjunni og tónlistin hátíðleg.“ Tvö ný lög verða frumflutt að sögn Eyþórs Inga. Þau eru eftir Michael Jón Clarke og Sigurð Flosason. Auk þess verða góðkunnir jólasálmar sungnir, ensk endurreisnarlög, gömul þýsk og norræn jólalög og tvö lög sem alltaf eru sungin á jólatónleikunum, Það aldin út er sprungið og Heims um ból, það síðarnefnda í sjö radda hátíðarútsetningu. Eyþór Ingi er spurður frekar út hana. „Ég hef ekki heyrt þessa sjö radda útsetningu á Heims um ból hér á landi nema í flutningi Hymnodiu en hún hefur hljómað á öllum okkar jólatónleikum og er á diskinum okkar. Ég heyrði hana Svíþjóð en hún er eftir Þjóðverja,“ útskýrir hann.Parísardaman Steinunn Arnbjörg ætlar að halda jólin á heimaslóðum fyrir norðan. Mynd/Daniele BasiniSteinunn Arnbjörg Stefánsdóttir sellóleikari verður sérlegur gestur tónleikanna. Það hefur hún ekki verið áður. „Við höfum ávallt verið með gesti en alltaf nýja og nýja. Höfum boðið til okkar dúóum, einsöngvurum, einleikurum og kórum og nú er það hún Steinunn. Hún er frá Akureyri en er búsett í París og hefur vakið mikla eftirtekt og aðdáun fyrir fagran sellóleik. Hún er komin heim til að halda jól og við vorum með æfingu á mánudaginn. Ég er líka að fara að hitta hana í dag, því við ætlum að spila svolítið saman tvö. Eitthvað ævagamalt. Það er hennar stíll og hentar mínu áhugasviði líka,“ segir Eyþór sem hlakkar til kvöldsins. „Mér þykir rosalega vænt um fyrirkomulagið á tónleikunum, hátíðleikann, kyrrðina og svo það að ná alltaf að frumflytja eitthvað nýtt og líka að vera með lög sem allir þekkja en kannski í nýjum útsetningum. Þessir jólatónleikar hafa alltaf verið vel sóttir hjá okkur og ég vona að svo verði einnig nú.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. desember 2016. Jólafréttir Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
Eyþór Ingi Jónsson er organisti í Akureyrarkirkju og líka kórstjóri Hymnodiu sem heldur árvissa jólatónleika í kirkjunni í kvöld klukkan 21. Þar flytur kórinn hugljúfa og hátíðlega tónlist, engar þagnir verða teknar né talað orð sagt. Eyþór Ingi segir það hefðbundinn stíl hjá kórnum að syngja án afláts. „Við höfum alltaf gert það. Þá komum við fleiri lögum að!“ segir hann glaðlega. Fleira er hefðbundið við tónleika kvöldsins hjá Hymnodiu, til dæmis dagsetningin, að sögn Eyþórs Inga. „Við erum alltaf með tónleikana 22. desember. Það er svo margt í boði fyrir jólin, glaðlegir tónleikar og jólasveinafjör, en við viljum að fólk upplifi ró og rökkur og því verða ljósin dempuð í kirkjunni og tónlistin hátíðleg.“ Tvö ný lög verða frumflutt að sögn Eyþórs Inga. Þau eru eftir Michael Jón Clarke og Sigurð Flosason. Auk þess verða góðkunnir jólasálmar sungnir, ensk endurreisnarlög, gömul þýsk og norræn jólalög og tvö lög sem alltaf eru sungin á jólatónleikunum, Það aldin út er sprungið og Heims um ból, það síðarnefnda í sjö radda hátíðarútsetningu. Eyþór Ingi er spurður frekar út hana. „Ég hef ekki heyrt þessa sjö radda útsetningu á Heims um ból hér á landi nema í flutningi Hymnodiu en hún hefur hljómað á öllum okkar jólatónleikum og er á diskinum okkar. Ég heyrði hana Svíþjóð en hún er eftir Þjóðverja,“ útskýrir hann.Parísardaman Steinunn Arnbjörg ætlar að halda jólin á heimaslóðum fyrir norðan. Mynd/Daniele BasiniSteinunn Arnbjörg Stefánsdóttir sellóleikari verður sérlegur gestur tónleikanna. Það hefur hún ekki verið áður. „Við höfum ávallt verið með gesti en alltaf nýja og nýja. Höfum boðið til okkar dúóum, einsöngvurum, einleikurum og kórum og nú er það hún Steinunn. Hún er frá Akureyri en er búsett í París og hefur vakið mikla eftirtekt og aðdáun fyrir fagran sellóleik. Hún er komin heim til að halda jól og við vorum með æfingu á mánudaginn. Ég er líka að fara að hitta hana í dag, því við ætlum að spila svolítið saman tvö. Eitthvað ævagamalt. Það er hennar stíll og hentar mínu áhugasviði líka,“ segir Eyþór sem hlakkar til kvöldsins. „Mér þykir rosalega vænt um fyrirkomulagið á tónleikunum, hátíðleikann, kyrrðina og svo það að ná alltaf að frumflytja eitthvað nýtt og líka að vera með lög sem allir þekkja en kannski í nýjum útsetningum. Þessir jólatónleikar hafa alltaf verið vel sóttir hjá okkur og ég vona að svo verði einnig nú.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. desember 2016.
Jólafréttir Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira