Segja leikkonurnar hafa skrifað undir samning um þriðju Sex and the City-myndina Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. desember 2016 14:00 Það hefur verið mikið rætt um möguleikann á því að gera þriðju kvikmyndina byggða á sjónvarpsþáttunum Sex and the City en þeir nutu gríðarlegra vinsælda þegar þeir voru sýndir á HBO á árunum 1998 til 2004. Tvær bíómyndir hafa síðan verið gerðar eftir að þættirnir luku göngu sinni. Nú virðast líkurnar á því að þriðja myndin verði gerð vera að aukast þar sem miðillinn Radar Online greinir frá því að leikkonurnar fjórar, þær Sarah Jessica Parker, Cynthia Nixon, Kristin Davis og Kim Cattrall, hafi allar skrifað undir samning þess efnis að leika í myndinni. „Allar konurnar hafa formlega skrifað undir samning um að leika í þriðju myndinni,“ er haft eftir heimildarmanni á síðunni en þar segir jafnframt að Parker hafi næstum því ekki skrifað undir því hún hafi ekki verið sátt við handritið. Í október síðastliðnum gaf Parker það í skyn að þriðja myndin yrði mögulega framleidd. „Það er alltaf möguleiki. Ég veit ekki hvort það verður mynd eða þáttaröð. Það er enn allt opið í því og það verður rætt þar til niðurstaða fæst í málið.“ Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Það hefur verið mikið rætt um möguleikann á því að gera þriðju kvikmyndina byggða á sjónvarpsþáttunum Sex and the City en þeir nutu gríðarlegra vinsælda þegar þeir voru sýndir á HBO á árunum 1998 til 2004. Tvær bíómyndir hafa síðan verið gerðar eftir að þættirnir luku göngu sinni. Nú virðast líkurnar á því að þriðja myndin verði gerð vera að aukast þar sem miðillinn Radar Online greinir frá því að leikkonurnar fjórar, þær Sarah Jessica Parker, Cynthia Nixon, Kristin Davis og Kim Cattrall, hafi allar skrifað undir samning þess efnis að leika í myndinni. „Allar konurnar hafa formlega skrifað undir samning um að leika í þriðju myndinni,“ er haft eftir heimildarmanni á síðunni en þar segir jafnframt að Parker hafi næstum því ekki skrifað undir því hún hafi ekki verið sátt við handritið. Í október síðastliðnum gaf Parker það í skyn að þriðja myndin yrði mögulega framleidd. „Það er alltaf möguleiki. Ég veit ekki hvort það verður mynd eða þáttaröð. Það er enn allt opið í því og það verður rætt þar til niðurstaða fæst í málið.“
Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira