Hálka víðast hvar sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 28. desember 2016 09:53 Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Leiðindaveður verður um landið vestan- og norðvestanvert í meira og minna allan dag, stormur með þéttum og dimmum éljum frá Mýrdal og norður í Skagafjörð. Gerða má ráð fyrir að vindur slái í allt að 28 metra á sekúndu í hryðjunum. Þá eykst skafrenningur smám saman og á það meðal annars við um Hellisheiði og Holtavörðuheiði, þar sem suðvestanáttin er oft hvimleið. Lægir heldur suðvestanlands síðdegis en ekki fyrr en seint í kvöld á Vesturlandi, Vestfjörðum og norðanlands. Hálka er á Hellisheiði, hvasst og skafrenningur, að því er segir á vef Vegagerðarinnar. Hálka eða hálkublettir eru á flestum vegum á Suðurlandi og sums staðar skefur. Hálkublettir eru á Reykjanesbraut og Suðurnesjum, og hvasst. Á Vesturlandi er víða éljagangur eða snjókoma og hvasst en þó er víða autt eða aðeins hálkublettir. Stórhríð er á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku, og hált. Eins er hálka á Svínadal en snjóþekja á Laxárdalsheiði. Hálka eða snjóþekja er á vegum á Vestfjörðum, þó þæfingur á Klettshálsi. Á sunnanverðum kjálkanum er sums staðar gríðarlega hvasst. Stórhríð er á Kleifaheiði, Mikladal og Hálfdáni, og eins á Þröskuldum og Steingrímsfjarðarheiði. Það er fært norður í Árneshrepp. Á Norðurlandi er víða ofankoma og allvíða nokkur hálka eða snjóþekja. Mjög hvasst er á köflum við utanverðan Skagafjörð og á Siglufjarðarvegi. Þverárfjall er ófært og þar er stórhríð. Hálka er á köflum á Austurlandi, einkum á Héraði. Með suðausturströndinni er mikið autt þótt sums staðar séu hálkublettir og raunar snjóþekja á kafla fyrir vestan Klaustur. Frekari upplýsingar um færð á vegum eru að finna á vef Vegagerðarinnar. Veður Tengdar fréttir Stormur í dag og á morgun en útlitið gott fyrir gamlárskvöld Búist er við suðvestanstormi eða –roki í dag. 28. desember 2016 07:35 Innanlandsflugi frestað Flugi frestað annan daginn í röð vegna veðurs 28. desember 2016 08:31 Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Leiðindaveður verður um landið vestan- og norðvestanvert í meira og minna allan dag, stormur með þéttum og dimmum éljum frá Mýrdal og norður í Skagafjörð. Gerða má ráð fyrir að vindur slái í allt að 28 metra á sekúndu í hryðjunum. Þá eykst skafrenningur smám saman og á það meðal annars við um Hellisheiði og Holtavörðuheiði, þar sem suðvestanáttin er oft hvimleið. Lægir heldur suðvestanlands síðdegis en ekki fyrr en seint í kvöld á Vesturlandi, Vestfjörðum og norðanlands. Hálka er á Hellisheiði, hvasst og skafrenningur, að því er segir á vef Vegagerðarinnar. Hálka eða hálkublettir eru á flestum vegum á Suðurlandi og sums staðar skefur. Hálkublettir eru á Reykjanesbraut og Suðurnesjum, og hvasst. Á Vesturlandi er víða éljagangur eða snjókoma og hvasst en þó er víða autt eða aðeins hálkublettir. Stórhríð er á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku, og hált. Eins er hálka á Svínadal en snjóþekja á Laxárdalsheiði. Hálka eða snjóþekja er á vegum á Vestfjörðum, þó þæfingur á Klettshálsi. Á sunnanverðum kjálkanum er sums staðar gríðarlega hvasst. Stórhríð er á Kleifaheiði, Mikladal og Hálfdáni, og eins á Þröskuldum og Steingrímsfjarðarheiði. Það er fært norður í Árneshrepp. Á Norðurlandi er víða ofankoma og allvíða nokkur hálka eða snjóþekja. Mjög hvasst er á köflum við utanverðan Skagafjörð og á Siglufjarðarvegi. Þverárfjall er ófært og þar er stórhríð. Hálka er á köflum á Austurlandi, einkum á Héraði. Með suðausturströndinni er mikið autt þótt sums staðar séu hálkublettir og raunar snjóþekja á kafla fyrir vestan Klaustur. Frekari upplýsingar um færð á vegum eru að finna á vef Vegagerðarinnar.
Veður Tengdar fréttir Stormur í dag og á morgun en útlitið gott fyrir gamlárskvöld Búist er við suðvestanstormi eða –roki í dag. 28. desember 2016 07:35 Innanlandsflugi frestað Flugi frestað annan daginn í röð vegna veðurs 28. desember 2016 08:31 Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Stormur í dag og á morgun en útlitið gott fyrir gamlárskvöld Búist er við suðvestanstormi eða –roki í dag. 28. desember 2016 07:35