Sigmundur Davíð fær enga afsökunarbeiðni Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. desember 2016 12:26 Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir ekki tilefni til þess að biðja Sigmund afsökunar. Vísir Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, segir ekki vera tilefni til að biðja Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, afsökunar á umfjöllun Ríkisútvarpsins um Panamaskjölin svokölluðu. Upplýsingarnar sem fram komu í umfjölluninni standa og hafa ekki verið hraktar. Sigmundur fór fram á afsökunarbeiðni frá stofnuninni í langri aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar rekur Sigmundur kynni sín af Ríkisútvarpinu og framkomu einstakra starfsmanna og hópa í hans garð. Nánar má fræðast um grein Sigmundar hér.Magnús Geir segir í pistli á vef Ríkisútvarpsins að hann og fréttastjórinn, Rakel Þorbergsdóttir, hafi „margsinnis farið yfir þetta mál á liðnu ári og ætíð blasir það sama við; fréttagildi málsins er ótvírætt og það átti erindi við almenning í landinu.“Sjá einnig: Sigmundur Davíð vill afsökunarbeiðni frá RÚV.Þær upplýsingar sem fram komu í umfjöllun RÚV um málið standi og hafi ekki enn verið hraktar. „Því er ekki tilefni til afsökunarbeiðni Ríkisútvarpsins vegna málsins,“ segir Magnús. „Fjölmiðlar eiga að vera fulltrúar almennings og þeim ber að spyrja kjörna fulltrúa út í málefni er hann varðar. Það sama á við um Sigmund Davíð og aðra kjörna fulltrúa en auk þess að vera alþingismaður, þá var hann forsætisráðherra í þrjú ár og formaður í stjórnmálaflokki um árabil. Sigmundur Davíð hefur ítrekað fengið tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og fjallað hefur verið um þau í miðlum RÚV.“ Bréf sitt endar Magnús á því að benda öllum þeim sem kunna að hafa eitthvað við fréttaflutning að sakast að beina umkvörtunum til Blaðamannafélags Íslands. „Ef þingmaðurinn telur á sig hallað þá hvet ég hann til að beina málum í þennan formlega farveg sem er til staðar fyrir hann eins og aðra.“ Pistil Magnúsar má lesa í heild sinni hér. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Sigmundur Davíð vill afsökunarbeiðni frá RÚV Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, vill að Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri biðji sig og eiginkonu sína, Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, afsökunar vegna framgöngu Ríkisútvarpsins í tengslum við umfjöllun um Panama-skjölin. 29. desember 2016 08:06 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, segir ekki vera tilefni til að biðja Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, afsökunar á umfjöllun Ríkisútvarpsins um Panamaskjölin svokölluðu. Upplýsingarnar sem fram komu í umfjölluninni standa og hafa ekki verið hraktar. Sigmundur fór fram á afsökunarbeiðni frá stofnuninni í langri aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar rekur Sigmundur kynni sín af Ríkisútvarpinu og framkomu einstakra starfsmanna og hópa í hans garð. Nánar má fræðast um grein Sigmundar hér.Magnús Geir segir í pistli á vef Ríkisútvarpsins að hann og fréttastjórinn, Rakel Þorbergsdóttir, hafi „margsinnis farið yfir þetta mál á liðnu ári og ætíð blasir það sama við; fréttagildi málsins er ótvírætt og það átti erindi við almenning í landinu.“Sjá einnig: Sigmundur Davíð vill afsökunarbeiðni frá RÚV.Þær upplýsingar sem fram komu í umfjöllun RÚV um málið standi og hafi ekki enn verið hraktar. „Því er ekki tilefni til afsökunarbeiðni Ríkisútvarpsins vegna málsins,“ segir Magnús. „Fjölmiðlar eiga að vera fulltrúar almennings og þeim ber að spyrja kjörna fulltrúa út í málefni er hann varðar. Það sama á við um Sigmund Davíð og aðra kjörna fulltrúa en auk þess að vera alþingismaður, þá var hann forsætisráðherra í þrjú ár og formaður í stjórnmálaflokki um árabil. Sigmundur Davíð hefur ítrekað fengið tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og fjallað hefur verið um þau í miðlum RÚV.“ Bréf sitt endar Magnús á því að benda öllum þeim sem kunna að hafa eitthvað við fréttaflutning að sakast að beina umkvörtunum til Blaðamannafélags Íslands. „Ef þingmaðurinn telur á sig hallað þá hvet ég hann til að beina málum í þennan formlega farveg sem er til staðar fyrir hann eins og aðra.“ Pistil Magnúsar má lesa í heild sinni hér.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Sigmundur Davíð vill afsökunarbeiðni frá RÚV Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, vill að Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri biðji sig og eiginkonu sína, Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, afsökunar vegna framgöngu Ríkisútvarpsins í tengslum við umfjöllun um Panama-skjölin. 29. desember 2016 08:06 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Sigmundur Davíð vill afsökunarbeiðni frá RÚV Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, vill að Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri biðji sig og eiginkonu sína, Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, afsökunar vegna framgöngu Ríkisútvarpsins í tengslum við umfjöllun um Panama-skjölin. 29. desember 2016 08:06