Hátt í hundrað teknir af launaskrá vegna hráefnisskorts Höskuldur Kári Schram skrifar 29. desember 2016 18:45 Hátt í hundrað starfsmenn í fiskvinnslu á Þingeyri og Patreksfirði hafa verið teknir af launaskrá vegna verkfalls sjómanna. Formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir þetta mikið högg fyrir samfélagið enda sé ekki auðvelt fyrir fólk að finna aðra vinnu á þessum árstíma. Verkfall sjómanna hefur nú staðið yfir í rúman hálfan mánuð og er hráefnisskortur byrjaður að gera vart við sig hjá fiskvinnslufyrirtækjum víða um land. Tvö fyrirtæki á Vestfjörðum hafa brugðist við þessum með því að taka starfsfólk af launaskrá, það er Oddi á Patreksfirði og Íslenskt sjávarfang á Þingeyri að því fram kemur á vef Bæjarins besta. Um er ræða 60 manns hjá Odda og 35 á Þingeyri. Finnbogi Sveinbjörnsson formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir þetta vera áhyggjuefni en í mörgum tilvikum er um að ræða erlent vinnuafl með takmörkuð réttindi til atvinnuleysisbóta hér á landi. „Fólk mun þurfa að skrá sig atvinnulaust og þar er bara tekið á hlutunum eins og um venjulega umsókn sé að ræða. Ef það eru einhverjir sem ekki eru búnir að afla sér réttinda til atvinnuleysisbóta þá fá þeir ekki neitt,“ segir Finnbogi. Þá sé þetta mikið högg fyrir samfélagið. „Hér er ekkert hægt að hlaupa í einhver störf. Sérstaklega þegar svona árar. Það er hávetur. Erfitt að fara á milli byggða og samgöngur mjög erfiðar. Þannig að það er ekkert um auðugan garð að gresja. Þetta er tap fyrir samfélagið í heild sinni,“ segir Finnbogi. Verkfall sjómanna Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Sjá meira
Hátt í hundrað starfsmenn í fiskvinnslu á Þingeyri og Patreksfirði hafa verið teknir af launaskrá vegna verkfalls sjómanna. Formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir þetta mikið högg fyrir samfélagið enda sé ekki auðvelt fyrir fólk að finna aðra vinnu á þessum árstíma. Verkfall sjómanna hefur nú staðið yfir í rúman hálfan mánuð og er hráefnisskortur byrjaður að gera vart við sig hjá fiskvinnslufyrirtækjum víða um land. Tvö fyrirtæki á Vestfjörðum hafa brugðist við þessum með því að taka starfsfólk af launaskrá, það er Oddi á Patreksfirði og Íslenskt sjávarfang á Þingeyri að því fram kemur á vef Bæjarins besta. Um er ræða 60 manns hjá Odda og 35 á Þingeyri. Finnbogi Sveinbjörnsson formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir þetta vera áhyggjuefni en í mörgum tilvikum er um að ræða erlent vinnuafl með takmörkuð réttindi til atvinnuleysisbóta hér á landi. „Fólk mun þurfa að skrá sig atvinnulaust og þar er bara tekið á hlutunum eins og um venjulega umsókn sé að ræða. Ef það eru einhverjir sem ekki eru búnir að afla sér réttinda til atvinnuleysisbóta þá fá þeir ekki neitt,“ segir Finnbogi. Þá sé þetta mikið högg fyrir samfélagið. „Hér er ekkert hægt að hlaupa í einhver störf. Sérstaklega þegar svona árar. Það er hávetur. Erfitt að fara á milli byggða og samgöngur mjög erfiðar. Þannig að það er ekkert um auðugan garð að gresja. Þetta er tap fyrir samfélagið í heild sinni,“ segir Finnbogi.
Verkfall sjómanna Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Sjá meira