Litlu slátrararnir landa sigrunum sínum með frábærum varnarleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2016 06:30 Thelma Dís Ágústsdóttir (t.v.) og Emelía Ósk Gunnarsdóttir tóku 27 fráköst saman í sigrinum á Njarðvík. Vísir/Eyþór Kvennalið Keflavíkur er komið með fjögurra stiga forskot á toppi Domino´s deildar kvenna í körfubolta eftir tuttugu stiga sigur á nágrönnunum úr Njarðvík um helgina. Þetta var fimmti sigur Keflavíkurliðsins í röð og þessa fimm sigra hafa Keflavíkurstelpurnar unnið alla með þrettán stigum eða meira. Það eru bæði gömul sannindi og ný að titlar vinnist á góðum varnarleik og þessi margsannaða boltaspeki ætti að ýta undir væntingar Keflvíkinga til kvennaliðsins síns það sem eftir lifir vetrar. Keflavíkurliðið er kornungt og reynslulítið en þær lærðu að elska að spila vörn í yngri flokkunum og eru heldur ekki að tapa mikið á því að vera þjálfaðar af tvöföldum varnarmanni ársins í Sverri Þór Sverrissyni. Undir stjórn Sverris eiga öll lið í erfiðleikum með að skora hjá þeim. Meðaldur leikmanna Keflavíkurliðsins í dag, sem spila meira en tíu mínútur að meðaltali í leik, er aðeins 19,8 ár. Það er því fróðlegt að skoða varnartölfræði liðsins upp á síðkastið. Mýtan að ungir leikmenn séu ekki eins góðir varnarmenn á alls ekki við hjá þessu liði. Keflavíkurkonur eru nefnilega búnar að halda mótherjum sínum undir 40 prósenta skotnýtingu og undir 70 stigum í fimm leikjum í röð. Liðið hefur unnið alla fimm leikina sannfærandi og er nú öruggt með að vera á toppnum yfir jólin. Snæfell er að fá á sig fæst stig í leik en stigaskorið snýst líka um tempó í leikjunum og Keflavíkurliðið keyrir upp hraðann í sínum leikjum. Það að mótherjar liðsins klikki á næstum því 7 af hverjum 10 skotum sínum er mögnuð tölfræði fyrir hvaða lið sem er hvað þá lið sem ætti að vera miklu blautara á bak við eyrun.Stig og skotnýting mótherja Keflavíkur í síðustu 5 leikjum 15 stiga sigur á Stjörnunni - 57 stig og 30 prósent 18 stiga sigur á Grindavík - 66 stig og 39 prósent 30 stiga sigur á Haukum - 46 stig og 24 prósent 13 stiga sigur á Skallagrím - 55 stig og 31 prósent 20 stiga sigur á Njarðvík - 59 stig og 30 prósent Dominos-deild kvenna Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Körfubolti Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Sjá meira
Kvennalið Keflavíkur er komið með fjögurra stiga forskot á toppi Domino´s deildar kvenna í körfubolta eftir tuttugu stiga sigur á nágrönnunum úr Njarðvík um helgina. Þetta var fimmti sigur Keflavíkurliðsins í röð og þessa fimm sigra hafa Keflavíkurstelpurnar unnið alla með þrettán stigum eða meira. Það eru bæði gömul sannindi og ný að titlar vinnist á góðum varnarleik og þessi margsannaða boltaspeki ætti að ýta undir væntingar Keflvíkinga til kvennaliðsins síns það sem eftir lifir vetrar. Keflavíkurliðið er kornungt og reynslulítið en þær lærðu að elska að spila vörn í yngri flokkunum og eru heldur ekki að tapa mikið á því að vera þjálfaðar af tvöföldum varnarmanni ársins í Sverri Þór Sverrissyni. Undir stjórn Sverris eiga öll lið í erfiðleikum með að skora hjá þeim. Meðaldur leikmanna Keflavíkurliðsins í dag, sem spila meira en tíu mínútur að meðaltali í leik, er aðeins 19,8 ár. Það er því fróðlegt að skoða varnartölfræði liðsins upp á síðkastið. Mýtan að ungir leikmenn séu ekki eins góðir varnarmenn á alls ekki við hjá þessu liði. Keflavíkurkonur eru nefnilega búnar að halda mótherjum sínum undir 40 prósenta skotnýtingu og undir 70 stigum í fimm leikjum í röð. Liðið hefur unnið alla fimm leikina sannfærandi og er nú öruggt með að vera á toppnum yfir jólin. Snæfell er að fá á sig fæst stig í leik en stigaskorið snýst líka um tempó í leikjunum og Keflavíkurliðið keyrir upp hraðann í sínum leikjum. Það að mótherjar liðsins klikki á næstum því 7 af hverjum 10 skotum sínum er mögnuð tölfræði fyrir hvaða lið sem er hvað þá lið sem ætti að vera miklu blautara á bak við eyrun.Stig og skotnýting mótherja Keflavíkur í síðustu 5 leikjum 15 stiga sigur á Stjörnunni - 57 stig og 30 prósent 18 stiga sigur á Grindavík - 66 stig og 39 prósent 30 stiga sigur á Haukum - 46 stig og 24 prósent 13 stiga sigur á Skallagrím - 55 stig og 31 prósent 20 stiga sigur á Njarðvík - 59 stig og 30 prósent
Dominos-deild kvenna Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Körfubolti Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Sjá meira