Fjórföld ástæða fyrir sigurhring Hauka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2016 06:00 Janus Daði hefur farið mikinn. vísir/anton Haukar geta lokað hringnum í kvöld þegar þeir heimsækja nágranna sína í FH í Kaplakrika í 16. umferð Olís-deildar karla í handbolta. Þetta eru síðustu deildarleikir liðanna fyrir tæplega tveggja mánaða jóla- og HM-frí. Haukar hafa unnið átta deildarleiki í röð, eða alla leiki sína síðan þeir töpuðu á móti FH á heimavelli 12. október síðastliðinn. Haukarnir hafa unnið öll hin lið deildarinnar á þessum átta vikum sem eru liðnar og níundi sigurinn getur lokað sigurhring Haukanna. Hafnarfjarðarliðin eru annars einu lið Olís-deildarinnar sem hafa ekki tapað í síðustu fimm umferðum og því tvö af heitustu liðum deildarinnar. FH-ingar hafa náð í 8 af 10 stigum síðan þeir töpuðu á móti Valsmönnum 11. nóvember síðastliðinn. Haukar eru nú tveimur stigum á undan en FH-ingar geta tekið af þeim annað sætið með sigri. Haukar unnu um síðustu helgi auðveldan tíu marka sigur á Akureyri á Ásvöllum, 29-19. Haukar hafa ekki aðeins unnið átta leiki í röð því liðið hefur unnið þessa átta leiki með samtals 60 mörkum eða 7,5 mörkum að meðaltali í leik.Adam Baumruk er mikil skytta.vísir/eyþórSigurgangan hófst á móti Stjörnunni í Mýrinni 20. október og er nú enn í fullum gangi 56 dögum síðar. Adam Haukur Baumruk var markahæstur í sigrinum á Akureyringum en hann er einn af fjórum leikmönnum Haukaliðsins sem hafa skipst á því að vera markahæstir í sigurgöngunni. Allir hafa þeir náð því að vera markahæstir í að minnsta kosti tveimur leikjum í sigurgöngunni. Það sýnir um leið einn helsta styrk Haukaliðsins sem er breiddin. Fjórir leikmenn hafa skoraði yfir 40 mörk í þessum átta sigurleikjum eða yfir fimm mörk að meðaltali í leik. Adam Haukur (49 mörk) er næstmarkahæstur á eftir Daníel Þór Ingasyni (53 mörk) en hinir tveir eru þeir Guðmundur Árni Ólafsson (43 mörk) og Janus Daði Smárason (42 mörk). Varnarleikurinn á líka mikinn þátt í þessu en liðið sem fékk á sig 31 mark í fyrstu sjö leikjunum (2 sigrar og 5 töp) hefur aðeins fengið á sig 26 mörk að meðaltali í sigurgöngunni undanfarnar átta vikur. Leikur FH og Hauka hefst klukkan 19.30. Á sama tíma heimsækir topplið Aftureldingar Gróttu út á Seltjarnarnesi. Mosfellingar verða á toppnum um jólin nái þeir í stig en ef Afturelding tapar og Haukar vinna þá munu Haukarnir sitja á toppi Olís-deildar karla næstu 50 daga. Olís-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Haukar geta lokað hringnum í kvöld þegar þeir heimsækja nágranna sína í FH í Kaplakrika í 16. umferð Olís-deildar karla í handbolta. Þetta eru síðustu deildarleikir liðanna fyrir tæplega tveggja mánaða jóla- og HM-frí. Haukar hafa unnið átta deildarleiki í röð, eða alla leiki sína síðan þeir töpuðu á móti FH á heimavelli 12. október síðastliðinn. Haukarnir hafa unnið öll hin lið deildarinnar á þessum átta vikum sem eru liðnar og níundi sigurinn getur lokað sigurhring Haukanna. Hafnarfjarðarliðin eru annars einu lið Olís-deildarinnar sem hafa ekki tapað í síðustu fimm umferðum og því tvö af heitustu liðum deildarinnar. FH-ingar hafa náð í 8 af 10 stigum síðan þeir töpuðu á móti Valsmönnum 11. nóvember síðastliðinn. Haukar eru nú tveimur stigum á undan en FH-ingar geta tekið af þeim annað sætið með sigri. Haukar unnu um síðustu helgi auðveldan tíu marka sigur á Akureyri á Ásvöllum, 29-19. Haukar hafa ekki aðeins unnið átta leiki í röð því liðið hefur unnið þessa átta leiki með samtals 60 mörkum eða 7,5 mörkum að meðaltali í leik.Adam Baumruk er mikil skytta.vísir/eyþórSigurgangan hófst á móti Stjörnunni í Mýrinni 20. október og er nú enn í fullum gangi 56 dögum síðar. Adam Haukur Baumruk var markahæstur í sigrinum á Akureyringum en hann er einn af fjórum leikmönnum Haukaliðsins sem hafa skipst á því að vera markahæstir í sigurgöngunni. Allir hafa þeir náð því að vera markahæstir í að minnsta kosti tveimur leikjum í sigurgöngunni. Það sýnir um leið einn helsta styrk Haukaliðsins sem er breiddin. Fjórir leikmenn hafa skoraði yfir 40 mörk í þessum átta sigurleikjum eða yfir fimm mörk að meðaltali í leik. Adam Haukur (49 mörk) er næstmarkahæstur á eftir Daníel Þór Ingasyni (53 mörk) en hinir tveir eru þeir Guðmundur Árni Ólafsson (43 mörk) og Janus Daði Smárason (42 mörk). Varnarleikurinn á líka mikinn þátt í þessu en liðið sem fékk á sig 31 mark í fyrstu sjö leikjunum (2 sigrar og 5 töp) hefur aðeins fengið á sig 26 mörk að meðaltali í sigurgöngunni undanfarnar átta vikur. Leikur FH og Hauka hefst klukkan 19.30. Á sama tíma heimsækir topplið Aftureldingar Gróttu út á Seltjarnarnesi. Mosfellingar verða á toppnum um jólin nái þeir í stig en ef Afturelding tapar og Haukar vinna þá munu Haukarnir sitja á toppi Olís-deildar karla næstu 50 daga.
Olís-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni