Magni kvaðst vera saklaus Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. desember 2016 07:00 Magni Böðvar Þorvaldsson. Mynd/JSO Magni Böðvar Þorvaldsson, sem ákærður er fyrir morðið á Sherry Prather sem framið var árið 2012, mætti fyrir dóm í Jacksonville í Flórída í gær og kvaðst saklaus. Þá var ákæran einnig lesin upp fyrir Magna. Magni á íslenskan föður og bandaríska móður og er því með tvöfalt ríkisfang. Í Bandaríkjunum gengur hann undir nafninu Johnny Wayne Johnson. Í samtali við Fréttablaðið segir Sara Hatt, unnusta Magna, að opinber lögfræðingur hans hafi ekki mætt til réttarhaldanna. Þá svari hann heldur ekki í síma. Hatt segist nauðsynlega þurfa að hitta lögfræðinginn þar sem hún sé með myndir og upptökur sem geti hjálpað málstað Magna. „Við þurfum hjálp til þess að útvega honum annan lögfræðing. Við höfum ekki efni á því sjálf,“ segir Hatt. Hún segist einnig hafa sætt ofsóknum eftir handtöku Magna. „Móðir fórnarlambsins veittist að mér í dómsal og spurði mig hvernig væri að vera trúlofuð morðingja.“ Þá segir hún Magna ekki hafa fengið að taka lyf sem hann þarfnist. „Við komumst að því að hjúkrunarfræðingur fangelsisins hafði gefið honum sýklalyf við vandamálum tengdum kólesteróli,“ segir Hatt og bætir því við að það hafi verið leiðrétt í gær. „Magni hefur verið mjög samstarfsfús allan tímann. Hann hefur hlýtt öllum og ekki angrað neinn. Ég tala við hann daglega og við skrifumst á. Því miður er Magni mjög þunglyndur,“ segir Hatt. Magni mætir næst fyrir dóm þann 25. janúar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Flórídafanginn Tengdar fréttir Magni skallaði borðið er hann var sakaður um morð Magni, sem er með tvöfalt ríkisfang, er ákærður fyrir að hafa myrt Sherry Prather árið 2012. 14. desember 2016 07:00 Magni Böðvar fyrir dóm í desember Íslendingur í Flórída hefur verið ákærður fyrir morð. Hann hefur einu sinni mætt fyrir dóminn og á að mæta aftur tólfta desember. Áður verið dæmdur í fangelsi fyrir innbrot og ákærður fyrir umferðarlagabrot. 28. nóvember 2016 07:00 Óttast að Magni fái ekki sanngjörn réttarhöld "Ég er lafhrædd um að hann fái alls ekki sanngjörn réttarhöld,“ segir Sara Hatt, unnusta Magna Böðvars Þorvaldssonar sem ákærður hefur verið fyrir morð í Jacksonville í Flórída. 29. nóvember 2016 05:00 Íslendingur í haldi lögreglu í Flórída vegna gruns um morð Magni Böðvar Þorvaldsson er í haldi lögreglunnar í Jacksonville í Flórída grunaður um að hafa banað Sherry Prather árið 2012. Vísbendingar tveggja vitna leiddu til sterks gruns lögreglu um að hann tengdist morðinu. 27. nóvember 2016 20:45 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Magni Böðvar Þorvaldsson, sem ákærður er fyrir morðið á Sherry Prather sem framið var árið 2012, mætti fyrir dóm í Jacksonville í Flórída í gær og kvaðst saklaus. Þá var ákæran einnig lesin upp fyrir Magna. Magni á íslenskan föður og bandaríska móður og er því með tvöfalt ríkisfang. Í Bandaríkjunum gengur hann undir nafninu Johnny Wayne Johnson. Í samtali við Fréttablaðið segir Sara Hatt, unnusta Magna, að opinber lögfræðingur hans hafi ekki mætt til réttarhaldanna. Þá svari hann heldur ekki í síma. Hatt segist nauðsynlega þurfa að hitta lögfræðinginn þar sem hún sé með myndir og upptökur sem geti hjálpað málstað Magna. „Við þurfum hjálp til þess að útvega honum annan lögfræðing. Við höfum ekki efni á því sjálf,“ segir Hatt. Hún segist einnig hafa sætt ofsóknum eftir handtöku Magna. „Móðir fórnarlambsins veittist að mér í dómsal og spurði mig hvernig væri að vera trúlofuð morðingja.“ Þá segir hún Magna ekki hafa fengið að taka lyf sem hann þarfnist. „Við komumst að því að hjúkrunarfræðingur fangelsisins hafði gefið honum sýklalyf við vandamálum tengdum kólesteróli,“ segir Hatt og bætir því við að það hafi verið leiðrétt í gær. „Magni hefur verið mjög samstarfsfús allan tímann. Hann hefur hlýtt öllum og ekki angrað neinn. Ég tala við hann daglega og við skrifumst á. Því miður er Magni mjög þunglyndur,“ segir Hatt. Magni mætir næst fyrir dóm þann 25. janúar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Flórídafanginn Tengdar fréttir Magni skallaði borðið er hann var sakaður um morð Magni, sem er með tvöfalt ríkisfang, er ákærður fyrir að hafa myrt Sherry Prather árið 2012. 14. desember 2016 07:00 Magni Böðvar fyrir dóm í desember Íslendingur í Flórída hefur verið ákærður fyrir morð. Hann hefur einu sinni mætt fyrir dóminn og á að mæta aftur tólfta desember. Áður verið dæmdur í fangelsi fyrir innbrot og ákærður fyrir umferðarlagabrot. 28. nóvember 2016 07:00 Óttast að Magni fái ekki sanngjörn réttarhöld "Ég er lafhrædd um að hann fái alls ekki sanngjörn réttarhöld,“ segir Sara Hatt, unnusta Magna Böðvars Þorvaldssonar sem ákærður hefur verið fyrir morð í Jacksonville í Flórída. 29. nóvember 2016 05:00 Íslendingur í haldi lögreglu í Flórída vegna gruns um morð Magni Böðvar Þorvaldsson er í haldi lögreglunnar í Jacksonville í Flórída grunaður um að hafa banað Sherry Prather árið 2012. Vísbendingar tveggja vitna leiddu til sterks gruns lögreglu um að hann tengdist morðinu. 27. nóvember 2016 20:45 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Magni skallaði borðið er hann var sakaður um morð Magni, sem er með tvöfalt ríkisfang, er ákærður fyrir að hafa myrt Sherry Prather árið 2012. 14. desember 2016 07:00
Magni Böðvar fyrir dóm í desember Íslendingur í Flórída hefur verið ákærður fyrir morð. Hann hefur einu sinni mætt fyrir dóminn og á að mæta aftur tólfta desember. Áður verið dæmdur í fangelsi fyrir innbrot og ákærður fyrir umferðarlagabrot. 28. nóvember 2016 07:00
Óttast að Magni fái ekki sanngjörn réttarhöld "Ég er lafhrædd um að hann fái alls ekki sanngjörn réttarhöld,“ segir Sara Hatt, unnusta Magna Böðvars Þorvaldssonar sem ákærður hefur verið fyrir morð í Jacksonville í Flórída. 29. nóvember 2016 05:00
Íslendingur í haldi lögreglu í Flórída vegna gruns um morð Magni Böðvar Þorvaldsson er í haldi lögreglunnar í Jacksonville í Flórída grunaður um að hafa banað Sherry Prather árið 2012. Vísbendingar tveggja vitna leiddu til sterks gruns lögreglu um að hann tengdist morðinu. 27. nóvember 2016 20:45