Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið 640 milljónir á dag Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. desember 2016 18:55 Sjómenn lögðu niður störf klukkan átta og héldu til hafnar. Vísir/Vilhelm Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið rúmlega 640 milljónir króna á dag vegna tapaðra útflutningstekna. Á þremur mánuðum selja íslensk fyrirtæki sjávarafurðir fyrir 57 milljarða króna þannig að ljóst er að verkfallið verður mjög kostnaðarsamt ef það dregst á langinn. Ótímabundið verkfall sjómanna hófst klukkan átta á miðvikudagskvöld en þeir hafa nú í annað sinn á árinu fellt kjarasamninga við útgerðarfyrirtæki. Hvað fer þjóðarbúið á mis við þegar veiðar og vinnsla eru annars vegar vegna verkfalls sjómanna? Íslensk fyrirtæki selja sjávarafurðir til útlanda fyrir 640 milljónir króna á dag samkvæmt tölum sem fréttastofan aflaði hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Á viku eru þetta rúmlega 7,2 milljarðar króna. Á þriggja mánaða tímabili í desember, janúar og febrúar næstkomandi var áætlað að Íslendingar myndu selja sjávarafurðir til útlanda fyrir 57,6 milljarða króna. Það er því ljóst að verkfall sjómanna verður mjög kostnaðarsamt fyrir þjóðarbúið ef það dregst á langinn.Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands ÍslandsVísirTelur langa og erfiða deilu framundan „Það er oft talað um að verkföll eigi ekki að bitna á þriðja aðila en ef þau gera það ekki þá bíta þau ekki og verkfallið okkar auðvitað bítur. Menn telja sig komna út í horn. Sjómenn segja okkur það jeð því að fella í annað skiptið kjarasamning sem borinn er á borð fyrir þá. Ef þetta er orðið svona þá þarf eitthvað meira að koma til heldur en það sem var í boði,“ segir Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands. En hver er kjarninn í ágreiningu sjómanna og útgerðarfyrirtækja? Upplifun þessara aðila af kjaraviðræðunum er mjög ólík. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær gær að „erfitt væri að lækna ósætti sem ekki væri hönd á festandi.“ Sjómenn hafa aðallega lagt áherslu á mönnun skipa sem þeir telja óboðlega og þátttöku sjómanna í olíukostnaði sem þeir eru ósáttir við. Þá vilja þeir hækkun sjómannaafsláttar. „Lausnin er að ganga að öllum okkar kröfum. Það er bara þannig. Auðvitað gerir maður sér grein fyrir því að þegar tveir deila er stundum erfitt að finna lausnir. Mig grunar að þetta geti orðið löng og erfið deila,“ segir Valmundur. Verkfall sjómanna Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið rúmlega 640 milljónir króna á dag vegna tapaðra útflutningstekna. Á þremur mánuðum selja íslensk fyrirtæki sjávarafurðir fyrir 57 milljarða króna þannig að ljóst er að verkfallið verður mjög kostnaðarsamt ef það dregst á langinn. Ótímabundið verkfall sjómanna hófst klukkan átta á miðvikudagskvöld en þeir hafa nú í annað sinn á árinu fellt kjarasamninga við útgerðarfyrirtæki. Hvað fer þjóðarbúið á mis við þegar veiðar og vinnsla eru annars vegar vegna verkfalls sjómanna? Íslensk fyrirtæki selja sjávarafurðir til útlanda fyrir 640 milljónir króna á dag samkvæmt tölum sem fréttastofan aflaði hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Á viku eru þetta rúmlega 7,2 milljarðar króna. Á þriggja mánaða tímabili í desember, janúar og febrúar næstkomandi var áætlað að Íslendingar myndu selja sjávarafurðir til útlanda fyrir 57,6 milljarða króna. Það er því ljóst að verkfall sjómanna verður mjög kostnaðarsamt fyrir þjóðarbúið ef það dregst á langinn.Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands ÍslandsVísirTelur langa og erfiða deilu framundan „Það er oft talað um að verkföll eigi ekki að bitna á þriðja aðila en ef þau gera það ekki þá bíta þau ekki og verkfallið okkar auðvitað bítur. Menn telja sig komna út í horn. Sjómenn segja okkur það jeð því að fella í annað skiptið kjarasamning sem borinn er á borð fyrir þá. Ef þetta er orðið svona þá þarf eitthvað meira að koma til heldur en það sem var í boði,“ segir Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands. En hver er kjarninn í ágreiningu sjómanna og útgerðarfyrirtækja? Upplifun þessara aðila af kjaraviðræðunum er mjög ólík. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær gær að „erfitt væri að lækna ósætti sem ekki væri hönd á festandi.“ Sjómenn hafa aðallega lagt áherslu á mönnun skipa sem þeir telja óboðlega og þátttöku sjómanna í olíukostnaði sem þeir eru ósáttir við. Þá vilja þeir hækkun sjómannaafsláttar. „Lausnin er að ganga að öllum okkar kröfum. Það er bara þannig. Auðvitað gerir maður sér grein fyrir því að þegar tveir deila er stundum erfitt að finna lausnir. Mig grunar að þetta geti orðið löng og erfið deila,“ segir Valmundur.
Verkfall sjómanna Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?