Réttur framleiðandans í fyrirrúmi Svavar Hávarðsson skrifar 1. desember 2016 07:00 Brúnegg eru ekki lengur í sölu. vísir/Anton Brink Það sem blasir við eftir að Kastljós fjallaði um Brúneggjamálið á mánudag er að réttur framleiðandans á Íslandi er mun hærra skrifaður en neytandans. Það er ámælisvert og þarf leiðréttingar við. Það er vakning í neytendamálum í samfélaginu og með tilkomu samfélagsmiðla eru allir á vaktinni – nokkuð sem þeir sem selja vöru og þjónustu ættu að taka tillit til. Þetta er mat Ólafs Arnarsonar, formanns Neytendasamtakanna. Hann segir það vonbrigði hvað staða íslenskra neytenda er veik. Í því ljósi hafi verið sláandi að sjá sitjandi landbúnaðarráðherra, Gunnar Braga Sveinsson, segja í viðtali við Kastljós á þriðjudagskvöld að hann vissi ekki hver af samráðherrum hans færi með neytendamál [Ólöf Nordal innanríkisráðherra fer með neytendamál]. Eins rifjar Ólafur upp orð forsætisráðherra, Sigurðar Inga Jónssonar, þegar reglugerð um vistvæna framleiðslu var afnumin, að ekkert væri því til fyrirstöðu að framleiðendur notuðu merkingar um vistvæna framleiðslu áfram. Ólafur Arnarson „Gunnar Bragi, maðurinn sem ber ábyrgð á búvörusamningunum meðal annars, vissi þetta ekki. Þetta segir okkur bara nákvæmlega hversu hátt neytendamálin eru skrifuð hjá núverandi stjórnvöldum. Þau virðast skipta litlu sem engu máli í þeirra augum,“ segir Ólafur. „Birtingarmyndin er sú að réttur framleiðandans er mikill og ríkulegur en réttur neytandans er settur til hliðar. Þetta stendur upp úr,“ segir Ólafur sem útilokar ekki hugmyndir Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu, um einkavæðingu eftirlitskerfisins – aðspurður um lausnir. „Maður veltir því fyrir sér, þegar maður sér þetta, hvort við erum að fá þá eftirlitsþjónustu sem við eigum skilið. Ég held ekki og þetta komi því til greina,“ segir Ólafur sem í dag hittir Jón Gíslason, forstjóra Matvælastofnunar, að máli í leit að skýringum á Brúneggjamálinu og öðrum álitamálum sem það hefur vakið upp. „Það sem hefur breyst er að allir eru á vaktinni. Neytendamál eru í deiglunni – ekki síst vegna tilkomu samfélagsmiðla. Viðbrögð neytenda við þessu máli eru eitthvað sem þeir sem bjóða sína vöru og þjónustu ættu að hafa hugfast,“ segir Ólafur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Brúneggjamálið Tengdar fréttir Lífræn ræktun gæti skaðast Notkun fyrirtækja á innihaldslausri vottun um vistvæna framleiðslu gæti spillt fyrir þeim sem hafa allt sitt á hreinu og lúta ströngu regluverki lífrænnar framleiðslu. Lífræn vara lýtur ströngu eftirliti byggðu á ESB-reglum. 30. nóvember 2016 07:00 Spældir enda búnir að missa alla kúnna Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrirtækisins á mánudagskvöld. 30. nóvember 2016 07:00 Hafnar alfarið ábyrgð á brúneggjamáli Kristinn Hugason, fyrrverandi starfsmaður atvinnuvegaráðuneytisins, hafnar því með öllu í viðtali við Fréttablaðið að hann beri á nokkurn hátt ábyrgð á því að málefni fyrirtækisins Brúnegg, sem Kastljós fjallaði um á mánudagskvöld, dagaði uppi í ráðuneytinu án aðgerða. 30. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Það sem blasir við eftir að Kastljós fjallaði um Brúneggjamálið á mánudag er að réttur framleiðandans á Íslandi er mun hærra skrifaður en neytandans. Það er ámælisvert og þarf leiðréttingar við. Það er vakning í neytendamálum í samfélaginu og með tilkomu samfélagsmiðla eru allir á vaktinni – nokkuð sem þeir sem selja vöru og þjónustu ættu að taka tillit til. Þetta er mat Ólafs Arnarsonar, formanns Neytendasamtakanna. Hann segir það vonbrigði hvað staða íslenskra neytenda er veik. Í því ljósi hafi verið sláandi að sjá sitjandi landbúnaðarráðherra, Gunnar Braga Sveinsson, segja í viðtali við Kastljós á þriðjudagskvöld að hann vissi ekki hver af samráðherrum hans færi með neytendamál [Ólöf Nordal innanríkisráðherra fer með neytendamál]. Eins rifjar Ólafur upp orð forsætisráðherra, Sigurðar Inga Jónssonar, þegar reglugerð um vistvæna framleiðslu var afnumin, að ekkert væri því til fyrirstöðu að framleiðendur notuðu merkingar um vistvæna framleiðslu áfram. Ólafur Arnarson „Gunnar Bragi, maðurinn sem ber ábyrgð á búvörusamningunum meðal annars, vissi þetta ekki. Þetta segir okkur bara nákvæmlega hversu hátt neytendamálin eru skrifuð hjá núverandi stjórnvöldum. Þau virðast skipta litlu sem engu máli í þeirra augum,“ segir Ólafur. „Birtingarmyndin er sú að réttur framleiðandans er mikill og ríkulegur en réttur neytandans er settur til hliðar. Þetta stendur upp úr,“ segir Ólafur sem útilokar ekki hugmyndir Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu, um einkavæðingu eftirlitskerfisins – aðspurður um lausnir. „Maður veltir því fyrir sér, þegar maður sér þetta, hvort við erum að fá þá eftirlitsþjónustu sem við eigum skilið. Ég held ekki og þetta komi því til greina,“ segir Ólafur sem í dag hittir Jón Gíslason, forstjóra Matvælastofnunar, að máli í leit að skýringum á Brúneggjamálinu og öðrum álitamálum sem það hefur vakið upp. „Það sem hefur breyst er að allir eru á vaktinni. Neytendamál eru í deiglunni – ekki síst vegna tilkomu samfélagsmiðla. Viðbrögð neytenda við þessu máli eru eitthvað sem þeir sem bjóða sína vöru og þjónustu ættu að hafa hugfast,“ segir Ólafur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Brúneggjamálið Tengdar fréttir Lífræn ræktun gæti skaðast Notkun fyrirtækja á innihaldslausri vottun um vistvæna framleiðslu gæti spillt fyrir þeim sem hafa allt sitt á hreinu og lúta ströngu regluverki lífrænnar framleiðslu. Lífræn vara lýtur ströngu eftirliti byggðu á ESB-reglum. 30. nóvember 2016 07:00 Spældir enda búnir að missa alla kúnna Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrirtækisins á mánudagskvöld. 30. nóvember 2016 07:00 Hafnar alfarið ábyrgð á brúneggjamáli Kristinn Hugason, fyrrverandi starfsmaður atvinnuvegaráðuneytisins, hafnar því með öllu í viðtali við Fréttablaðið að hann beri á nokkurn hátt ábyrgð á því að málefni fyrirtækisins Brúnegg, sem Kastljós fjallaði um á mánudagskvöld, dagaði uppi í ráðuneytinu án aðgerða. 30. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Lífræn ræktun gæti skaðast Notkun fyrirtækja á innihaldslausri vottun um vistvæna framleiðslu gæti spillt fyrir þeim sem hafa allt sitt á hreinu og lúta ströngu regluverki lífrænnar framleiðslu. Lífræn vara lýtur ströngu eftirliti byggðu á ESB-reglum. 30. nóvember 2016 07:00
Spældir enda búnir að missa alla kúnna Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrirtækisins á mánudagskvöld. 30. nóvember 2016 07:00
Hafnar alfarið ábyrgð á brúneggjamáli Kristinn Hugason, fyrrverandi starfsmaður atvinnuvegaráðuneytisins, hafnar því með öllu í viðtali við Fréttablaðið að hann beri á nokkurn hátt ábyrgð á því að málefni fyrirtækisins Brúnegg, sem Kastljós fjallaði um á mánudagskvöld, dagaði uppi í ráðuneytinu án aðgerða. 30. nóvember 2016 07:00