Vill eftirlit úr höndum ríkisins Svavar Hávarðsson skrifar 2. desember 2016 11:00 Andrés Magnússon neytendamál Gömul og ný dæmi sanna að alvarlega verður að íhuga að brjóta upp opinbera eftirlitskerfið og fela faggiltum fyrirtækjum í einkaeigu verkefnin. Slík skref hafa þegar verið tekin og hafa reynst svo vel að almenningur veltir því ekki fyrir sér hver sinnir eftirlitinu sem áður var hluti af eftirlitskerfi ríkisins. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, telur að mál fyrirtækisins Brúneggja og stjórnsýsla Matvælastofnunar í málinu sé með slíkum ólíkindum að það sé tilefni til að endurskoða eftirlitskerfi ríkisins frá grunni. „Stór hluti af þessu eftirliti, og þá horfum við einfaldlega til þess hvernig þessu er fyrirkomið í löndunum í kringum okkur, er í höndum faggiltra fyrirtækja. Gott er að nefna dæmi, og það er hvernig bifreiðaskoðun hérlendis er háttað í dag – og undanfarna tvo áratugi. Áður var illa þokkuð stofnun sem hét Bifreiðaeftirlit ríkisins sem sinnti þessu verkefni, en nú berjast þrír eða fjórir aðilar á markaði neytendum til góða, og án nokkurrar gagnrýni á fyrirkomulagið svo heitið getur,“ segir Andrés. „Alveg á sama hátt geta einkaaðilar haft eftirlit með því að framleiðsla á matvælum uppfylli þær kröfur sem gerðar eru. Eins og gömul og ný dæmi sanna er því öðruvísi farið hjá ríkisstofnunum,“ segir Andrés og nefnir einnig dæmi sem hefur verið nefnt í samhengi við Brúneggjamálið og það er Vottunarstofan Tún sem hefur eftirlit með lífrænni ræktun, og uppfyllir allar þær kröfur sem gerðar eru til slíks eftirlits samkvæmt Evrópureglum. xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx „Þetta er risamál sem við verðum að gefa gaum,“ segir Andrés en eftir því sem næst verður komist eru eftirlitsstofnanir ríkisins sautján talsins og heildarfjárframlög til þeirra eru vel á annan tug milljarða króna á ári. Aðrar fjórar falla undir skilgreininguna eftirlitsstofnun að hluta. Spurður um stöðu neytendamála í landinu í þessu samhengi segir Andrés að núverandi landbúnaðarráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, hafi svarað því þegar hann í viðtali við Kastljós viðurkenndi að hann vissi ekki hver ráðherra neytendamála væri. Forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jónsson, hafi í öðru viðtali við Kastljós fært þjóðinni heim sanninn um það hvernig þessir hlutir eru litnir af stjórnvöldum. „Hagsmunir neytenda eru ekki tryggðir – öfugt við hans orð,“ segir Andrés og bætir við að stofnun, sem varið er til 1,7 milljörðum króna á ári, sem telji sér ekki skylt út frá langsóttri lagatúlkun að upplýsa almenning um alvarlegt mál í heilan áratug, séu bestu rökin fyrir því að fara í heildstæða endurskoðun á kerfinu. „Verslunin í landinu, sem kaupir vöruna af framleiðendum, er í nákvæmlega sömu stöðu og neytendur, og verður að treysta því að eftirlitskerfið virki. Hún hefur ekki á neinn annan að stóla,“ segir Andrés. Brúneggjamálið Stjórnsýsla Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
neytendamál Gömul og ný dæmi sanna að alvarlega verður að íhuga að brjóta upp opinbera eftirlitskerfið og fela faggiltum fyrirtækjum í einkaeigu verkefnin. Slík skref hafa þegar verið tekin og hafa reynst svo vel að almenningur veltir því ekki fyrir sér hver sinnir eftirlitinu sem áður var hluti af eftirlitskerfi ríkisins. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, telur að mál fyrirtækisins Brúneggja og stjórnsýsla Matvælastofnunar í málinu sé með slíkum ólíkindum að það sé tilefni til að endurskoða eftirlitskerfi ríkisins frá grunni. „Stór hluti af þessu eftirliti, og þá horfum við einfaldlega til þess hvernig þessu er fyrirkomið í löndunum í kringum okkur, er í höndum faggiltra fyrirtækja. Gott er að nefna dæmi, og það er hvernig bifreiðaskoðun hérlendis er háttað í dag – og undanfarna tvo áratugi. Áður var illa þokkuð stofnun sem hét Bifreiðaeftirlit ríkisins sem sinnti þessu verkefni, en nú berjast þrír eða fjórir aðilar á markaði neytendum til góða, og án nokkurrar gagnrýni á fyrirkomulagið svo heitið getur,“ segir Andrés. „Alveg á sama hátt geta einkaaðilar haft eftirlit með því að framleiðsla á matvælum uppfylli þær kröfur sem gerðar eru. Eins og gömul og ný dæmi sanna er því öðruvísi farið hjá ríkisstofnunum,“ segir Andrés og nefnir einnig dæmi sem hefur verið nefnt í samhengi við Brúneggjamálið og það er Vottunarstofan Tún sem hefur eftirlit með lífrænni ræktun, og uppfyllir allar þær kröfur sem gerðar eru til slíks eftirlits samkvæmt Evrópureglum. xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx „Þetta er risamál sem við verðum að gefa gaum,“ segir Andrés en eftir því sem næst verður komist eru eftirlitsstofnanir ríkisins sautján talsins og heildarfjárframlög til þeirra eru vel á annan tug milljarða króna á ári. Aðrar fjórar falla undir skilgreininguna eftirlitsstofnun að hluta. Spurður um stöðu neytendamála í landinu í þessu samhengi segir Andrés að núverandi landbúnaðarráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, hafi svarað því þegar hann í viðtali við Kastljós viðurkenndi að hann vissi ekki hver ráðherra neytendamála væri. Forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jónsson, hafi í öðru viðtali við Kastljós fært þjóðinni heim sanninn um það hvernig þessir hlutir eru litnir af stjórnvöldum. „Hagsmunir neytenda eru ekki tryggðir – öfugt við hans orð,“ segir Andrés og bætir við að stofnun, sem varið er til 1,7 milljörðum króna á ári, sem telji sér ekki skylt út frá langsóttri lagatúlkun að upplýsa almenning um alvarlegt mál í heilan áratug, séu bestu rökin fyrir því að fara í heildstæða endurskoðun á kerfinu. „Verslunin í landinu, sem kaupir vöruna af framleiðendum, er í nákvæmlega sömu stöðu og neytendur, og verður að treysta því að eftirlitskerfið virki. Hún hefur ekki á neinn annan að stóla,“ segir Andrés.
Brúneggjamálið Stjórnsýsla Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira