Hömlulausar listasmiðjur ungmenna á Akureyri Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. desember 2016 11:00 Kjartan er verkefnastjóri menningarmála í Ungmennahúsinu Rósenberg og á myndinni á veggnum er samstarfsmaður hans Jóhann Malmquist. „Hömlulaus 2016 er yfirskrift fimm daga listasmiðja undir handleiðslu starfandi akureyskra listamanna. Þær eru í Ungmennahúsinu Rósenberg við Skólastíg 2 og þar gefst fólki á aldrinum 15 til 25 ára kostur á að efla færni og hugmyndasköpun,“ segir Kjartan Sigtryggsson, verkefnastjóri menningarmála í Rósenberg. Hann lýsir dagskránni nánar. „Fatahönnunarsmiðja er í höndum Anítu Hirlekar. Hún leiðir þátttakendur í gegnum ferlið frá skissuvinnu yfir í hönnun fatnaðar og gefur hugmyndir um endurnýtingu. Leiklistarnámskeið er í umsjón Birnu Pétursdóttur sem vinnur með sögur úr lífi og reynsluheimi þeirra sem taka þátt og úr verður handrit og vídeó. Myndlistarsmiðja er í umsjón Earls James Cistam. Hann tekur fyrir samspil forms og lita og leggur áherslu á tjáningu og að virkja hugmyndaflug þátttakenda. Raftónlistarsmiðja er í höndum Sigga Sigtryggssonar (Sadjei) sem kennir uppbyggingu trommutakta, almenna notkun hljóðgervla og hvernig nota má hljóðbúta úr ýmsum áttum á skapandi hátt. Kjartan segir þetta í annað sinn sem svona listasmiðjur eru í boði í húsinu. Hið fyrra var 2014. „Ég veit tímasetningin sé ekki sú besta núna því prófatíð stendur yfir,“ segir hann. „En þetta er þjónusta sem við erum að bjóða ungu fólki á svæðinu og það er frítt að taka þátt. Leiðbeinendurnir Aníta, Birna og Siggi lærðu öll í London og Earl James Cistam í Myndlistarskólanum á Akureyri. Þau eru öll flink, hvert á sínu sviði.“ Smiðjurnar standa yfir í Rósenberg frá klukkan 16 til 20 virka daga og laugardag og sunnudag milli klukkan 10 og 17.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. desember 2016. Lífið Menning Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Hömlulaus 2016 er yfirskrift fimm daga listasmiðja undir handleiðslu starfandi akureyskra listamanna. Þær eru í Ungmennahúsinu Rósenberg við Skólastíg 2 og þar gefst fólki á aldrinum 15 til 25 ára kostur á að efla færni og hugmyndasköpun,“ segir Kjartan Sigtryggsson, verkefnastjóri menningarmála í Rósenberg. Hann lýsir dagskránni nánar. „Fatahönnunarsmiðja er í höndum Anítu Hirlekar. Hún leiðir þátttakendur í gegnum ferlið frá skissuvinnu yfir í hönnun fatnaðar og gefur hugmyndir um endurnýtingu. Leiklistarnámskeið er í umsjón Birnu Pétursdóttur sem vinnur með sögur úr lífi og reynsluheimi þeirra sem taka þátt og úr verður handrit og vídeó. Myndlistarsmiðja er í umsjón Earls James Cistam. Hann tekur fyrir samspil forms og lita og leggur áherslu á tjáningu og að virkja hugmyndaflug þátttakenda. Raftónlistarsmiðja er í höndum Sigga Sigtryggssonar (Sadjei) sem kennir uppbyggingu trommutakta, almenna notkun hljóðgervla og hvernig nota má hljóðbúta úr ýmsum áttum á skapandi hátt. Kjartan segir þetta í annað sinn sem svona listasmiðjur eru í boði í húsinu. Hið fyrra var 2014. „Ég veit tímasetningin sé ekki sú besta núna því prófatíð stendur yfir,“ segir hann. „En þetta er þjónusta sem við erum að bjóða ungu fólki á svæðinu og það er frítt að taka þátt. Leiðbeinendurnir Aníta, Birna og Siggi lærðu öll í London og Earl James Cistam í Myndlistarskólanum á Akureyri. Þau eru öll flink, hvert á sínu sviði.“ Smiðjurnar standa yfir í Rósenberg frá klukkan 16 til 20 virka daga og laugardag og sunnudag milli klukkan 10 og 17.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. desember 2016.
Lífið Menning Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira