Stærstu bíósmellir ársins 2016 Birgir Olgeirsson skrifar 12. desember 2016 10:00 Þessar myndir eru í fjórum efstu sætunum. Langar þig lesandi góður að verða ríkur af kvikmyndagerð? Þá ættirðu kannski að gera kvikmynd um annað hvort ofurhetjur eða talandi dýr, allavega ef marka má lista yfir aðsóknarmestu kvikmyndir ársins. Tölurnar eru fengnar af vef Box Office Mojo og þó eitthvað sé enn eftir af árinu, og að enn á eftir að frumsýna stjörnustríðsmyndina Rogue One: A Star Wars Story, þá leyfum við okkur hér á Vísi að taka saman þær myndir sem voru vinsælastar á árinu sem er að líða.Í 1. sæti er ofurhetjustórmyndin Captain America: Civil War sem þénaði 1,1 milljarð dollara í miðasölu á heimsvísu, eða sem nemur 122 milljörðum íslenskra króna.Í 2. sæti er teiknimyndin Finding Dory, framhald af Finding Nemo, um talandi fiska sem þénaði 1.027 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu.Í 3. sæti er teiknimyndin Zootopia sem þénaði aðeins minna en Finding Dory, eða 1.023 milljónir dollara.Í 4. sæti er The Jungle Book (Skógarlíf), um drenginn Móglí sem talar við dýrin í skóginum. Myndin þénaði 966 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu.Í 5. sæti er The Secret Life of Pets, ævintýri dýra sem tala við hvort annað, en sú mynd þénaði 874 milljónir dollara í miðasölu.Í 6. sæti er svo ofurhetjumyndin Batman v Superman: Dawn of Justice sem segir frá bardaga ofurmennisins og leðurblökumannsins sem verða svo vinir og taka höndum saman gegn sameiginlegum óvini. Myndin þénaði 873 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu.Í 7. sæti er ofurhetjumyndin Deadpool, en þeim karakter er væntanlega best lýst sem ósvífinni andhetju með hjarta úr gulli. Um er að ræða einn óvæntasta smell ársins sem þénaði 745 milljónir dollara á heimsvísu og skaut þar með mörgum stórmyndunum ref fyrir rass.Í 8. sæti er svo fjórða ofurhetjumyndin á listanum, Suicide Squad. Myndin segir frá illmennum úr myndasagna heimi DC-Comics sem taka höndum saman til að berjast gegn sameiginlegum óvini. Myndin þénaði 745 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu.Við höfum hvergi nærri sagt skilið við ofurhetjumyndirnar því í 9. sæti er kvikmynd um seiðkarlinn Doctor Strange sem hefur þénað 636 milljónir dollara á heimsvísu.Í 10. sæti er svo Harry Potter-undanfarinn Fantastic Beasts and Where To Find Them, sem hefur þénað 610 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu. Bíó og sjónvarp Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Íslenska bíóárið 2016: Eiðurinn trónir ein á toppnum og langt í næstu myndir Rúmlega tvöfalt fleiri sáu Eiðinn en næst vinsælustu myndina. 9. desember 2016 14:45 Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Langar þig lesandi góður að verða ríkur af kvikmyndagerð? Þá ættirðu kannski að gera kvikmynd um annað hvort ofurhetjur eða talandi dýr, allavega ef marka má lista yfir aðsóknarmestu kvikmyndir ársins. Tölurnar eru fengnar af vef Box Office Mojo og þó eitthvað sé enn eftir af árinu, og að enn á eftir að frumsýna stjörnustríðsmyndina Rogue One: A Star Wars Story, þá leyfum við okkur hér á Vísi að taka saman þær myndir sem voru vinsælastar á árinu sem er að líða.Í 1. sæti er ofurhetjustórmyndin Captain America: Civil War sem þénaði 1,1 milljarð dollara í miðasölu á heimsvísu, eða sem nemur 122 milljörðum íslenskra króna.Í 2. sæti er teiknimyndin Finding Dory, framhald af Finding Nemo, um talandi fiska sem þénaði 1.027 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu.Í 3. sæti er teiknimyndin Zootopia sem þénaði aðeins minna en Finding Dory, eða 1.023 milljónir dollara.Í 4. sæti er The Jungle Book (Skógarlíf), um drenginn Móglí sem talar við dýrin í skóginum. Myndin þénaði 966 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu.Í 5. sæti er The Secret Life of Pets, ævintýri dýra sem tala við hvort annað, en sú mynd þénaði 874 milljónir dollara í miðasölu.Í 6. sæti er svo ofurhetjumyndin Batman v Superman: Dawn of Justice sem segir frá bardaga ofurmennisins og leðurblökumannsins sem verða svo vinir og taka höndum saman gegn sameiginlegum óvini. Myndin þénaði 873 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu.Í 7. sæti er ofurhetjumyndin Deadpool, en þeim karakter er væntanlega best lýst sem ósvífinni andhetju með hjarta úr gulli. Um er að ræða einn óvæntasta smell ársins sem þénaði 745 milljónir dollara á heimsvísu og skaut þar með mörgum stórmyndunum ref fyrir rass.Í 8. sæti er svo fjórða ofurhetjumyndin á listanum, Suicide Squad. Myndin segir frá illmennum úr myndasagna heimi DC-Comics sem taka höndum saman til að berjast gegn sameiginlegum óvini. Myndin þénaði 745 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu.Við höfum hvergi nærri sagt skilið við ofurhetjumyndirnar því í 9. sæti er kvikmynd um seiðkarlinn Doctor Strange sem hefur þénað 636 milljónir dollara á heimsvísu.Í 10. sæti er svo Harry Potter-undanfarinn Fantastic Beasts and Where To Find Them, sem hefur þénað 610 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu.
Bíó og sjónvarp Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Íslenska bíóárið 2016: Eiðurinn trónir ein á toppnum og langt í næstu myndir Rúmlega tvöfalt fleiri sáu Eiðinn en næst vinsælustu myndina. 9. desember 2016 14:45 Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Íslenska bíóárið 2016: Eiðurinn trónir ein á toppnum og langt í næstu myndir Rúmlega tvöfalt fleiri sáu Eiðinn en næst vinsælustu myndina. 9. desember 2016 14:45