Ráðherra fyrirskipar úttekt á starfsemi Matvælastofnunar Anton Egilsson skrifar 8. desember 2016 17:44 Gunnar Bragi Sveinsson, Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Stefán Úttekt verður gerð á ýmsum þáttum er lúta að rekstri og starfsumhverfi Matvælastofnunar. Gert er ráð fyrir að niðurstöður framangreindra athugana liggi fyrir í lok febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Gunnar Bragi Sveinsson, Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur falið þeim Bjarna Snæbirni Jónssyni stjórnunarráðgjafa og doktor Ólafi Oddgeirssyni dýralækni, framkvæmdastjóra ráðgjafafyrirtækisins Food Control Consultants Ltd í Skotlandi að framkvæma úttektina. „Þeir munu fara yfir verkferla Matvælastofnunar hvað varðar eftirlit með lögum um dýravelferð og matvælaeftirlit og greina starfsaðferðir og bera saman við það sem almennt gerist hjá sambærilegum stofnunum í Evrópu. Þá munu sérfræðingar ráðuneytisins fara yfir þau lög sem gilda um starfsemi stofnunarinnar, beitingu þeirra og greina hvort skortur á lagaúrræðum hamli því að stofnunin geti veitt almenningi og opinberum stofnunum upplýsingar úr eftirlitsskýrslum. Kristín Benediktsdóttir dósent við Háskóla Íslands mun verða ráðuneytinu til aðstoðar hvað varðar lagafyrirmæli er lúta að birtingum upplýsinga.“ Segir í tilkynningunni frá ráðuneytinu. Þá segir jafnframt í tilkynningunni að í ráðuneytinu sé unnið að endurskoðun laga um Matvælastofnun og verði afrakstur úttektarinnar meðal annars nýttur við þá lagasmíð. Tilkynningin kemur stuttu eftir að mál eggframleiðandans Brúneggja kom upp. Þar kom í ljós að Brúnegg hefði um árabil blekkt neytendur með sölu á vistvænum eggjum og að aðbúnaði hjá fyrirtækinu hefði verið verulega ábótavant. Margir lýstu yfir óánægju sinni í garð Matvælastofnunar í kjölfar málsins en tveir stærstu eggjaframleiðendur landsins, Nesbú og Stjörnuegg töldu stofnunina hafa brugðist ábyrgðarhlutverki sínu. Í kjölfar gaf Matvælastofnun út yfirlýsingu þar sem fram kom að hluti starfsmanna Matvælastofnunar vildi upplýsa neytendur um að ástandið hjá Brúneggjum í lok árs 2015 og stöðva dreifingu eggja frá fyrirtækinu. Yfirstjórn stofnunarinnar hafi hins vegar komið í veg að það var gert. Stjórnsýsla Brúneggjamálið Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Úttekt verður gerð á ýmsum þáttum er lúta að rekstri og starfsumhverfi Matvælastofnunar. Gert er ráð fyrir að niðurstöður framangreindra athugana liggi fyrir í lok febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Gunnar Bragi Sveinsson, Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur falið þeim Bjarna Snæbirni Jónssyni stjórnunarráðgjafa og doktor Ólafi Oddgeirssyni dýralækni, framkvæmdastjóra ráðgjafafyrirtækisins Food Control Consultants Ltd í Skotlandi að framkvæma úttektina. „Þeir munu fara yfir verkferla Matvælastofnunar hvað varðar eftirlit með lögum um dýravelferð og matvælaeftirlit og greina starfsaðferðir og bera saman við það sem almennt gerist hjá sambærilegum stofnunum í Evrópu. Þá munu sérfræðingar ráðuneytisins fara yfir þau lög sem gilda um starfsemi stofnunarinnar, beitingu þeirra og greina hvort skortur á lagaúrræðum hamli því að stofnunin geti veitt almenningi og opinberum stofnunum upplýsingar úr eftirlitsskýrslum. Kristín Benediktsdóttir dósent við Háskóla Íslands mun verða ráðuneytinu til aðstoðar hvað varðar lagafyrirmæli er lúta að birtingum upplýsinga.“ Segir í tilkynningunni frá ráðuneytinu. Þá segir jafnframt í tilkynningunni að í ráðuneytinu sé unnið að endurskoðun laga um Matvælastofnun og verði afrakstur úttektarinnar meðal annars nýttur við þá lagasmíð. Tilkynningin kemur stuttu eftir að mál eggframleiðandans Brúneggja kom upp. Þar kom í ljós að Brúnegg hefði um árabil blekkt neytendur með sölu á vistvænum eggjum og að aðbúnaði hjá fyrirtækinu hefði verið verulega ábótavant. Margir lýstu yfir óánægju sinni í garð Matvælastofnunar í kjölfar málsins en tveir stærstu eggjaframleiðendur landsins, Nesbú og Stjörnuegg töldu stofnunina hafa brugðist ábyrgðarhlutverki sínu. Í kjölfar gaf Matvælastofnun út yfirlýsingu þar sem fram kom að hluti starfsmanna Matvælastofnunar vildi upplýsa neytendur um að ástandið hjá Brúneggjum í lok árs 2015 og stöðva dreifingu eggja frá fyrirtækinu. Yfirstjórn stofnunarinnar hafi hins vegar komið í veg að það var gert.
Stjórnsýsla Brúneggjamálið Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira