Ráðherra fyrirskipar úttekt á starfsemi Matvælastofnunar Anton Egilsson skrifar 8. desember 2016 17:44 Gunnar Bragi Sveinsson, Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Stefán Úttekt verður gerð á ýmsum þáttum er lúta að rekstri og starfsumhverfi Matvælastofnunar. Gert er ráð fyrir að niðurstöður framangreindra athugana liggi fyrir í lok febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Gunnar Bragi Sveinsson, Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur falið þeim Bjarna Snæbirni Jónssyni stjórnunarráðgjafa og doktor Ólafi Oddgeirssyni dýralækni, framkvæmdastjóra ráðgjafafyrirtækisins Food Control Consultants Ltd í Skotlandi að framkvæma úttektina. „Þeir munu fara yfir verkferla Matvælastofnunar hvað varðar eftirlit með lögum um dýravelferð og matvælaeftirlit og greina starfsaðferðir og bera saman við það sem almennt gerist hjá sambærilegum stofnunum í Evrópu. Þá munu sérfræðingar ráðuneytisins fara yfir þau lög sem gilda um starfsemi stofnunarinnar, beitingu þeirra og greina hvort skortur á lagaúrræðum hamli því að stofnunin geti veitt almenningi og opinberum stofnunum upplýsingar úr eftirlitsskýrslum. Kristín Benediktsdóttir dósent við Háskóla Íslands mun verða ráðuneytinu til aðstoðar hvað varðar lagafyrirmæli er lúta að birtingum upplýsinga.“ Segir í tilkynningunni frá ráðuneytinu. Þá segir jafnframt í tilkynningunni að í ráðuneytinu sé unnið að endurskoðun laga um Matvælastofnun og verði afrakstur úttektarinnar meðal annars nýttur við þá lagasmíð. Tilkynningin kemur stuttu eftir að mál eggframleiðandans Brúneggja kom upp. Þar kom í ljós að Brúnegg hefði um árabil blekkt neytendur með sölu á vistvænum eggjum og að aðbúnaði hjá fyrirtækinu hefði verið verulega ábótavant. Margir lýstu yfir óánægju sinni í garð Matvælastofnunar í kjölfar málsins en tveir stærstu eggjaframleiðendur landsins, Nesbú og Stjörnuegg töldu stofnunina hafa brugðist ábyrgðarhlutverki sínu. Í kjölfar gaf Matvælastofnun út yfirlýsingu þar sem fram kom að hluti starfsmanna Matvælastofnunar vildi upplýsa neytendur um að ástandið hjá Brúneggjum í lok árs 2015 og stöðva dreifingu eggja frá fyrirtækinu. Yfirstjórn stofnunarinnar hafi hins vegar komið í veg að það var gert. Stjórnsýsla Brúneggjamálið Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Úttekt verður gerð á ýmsum þáttum er lúta að rekstri og starfsumhverfi Matvælastofnunar. Gert er ráð fyrir að niðurstöður framangreindra athugana liggi fyrir í lok febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Gunnar Bragi Sveinsson, Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur falið þeim Bjarna Snæbirni Jónssyni stjórnunarráðgjafa og doktor Ólafi Oddgeirssyni dýralækni, framkvæmdastjóra ráðgjafafyrirtækisins Food Control Consultants Ltd í Skotlandi að framkvæma úttektina. „Þeir munu fara yfir verkferla Matvælastofnunar hvað varðar eftirlit með lögum um dýravelferð og matvælaeftirlit og greina starfsaðferðir og bera saman við það sem almennt gerist hjá sambærilegum stofnunum í Evrópu. Þá munu sérfræðingar ráðuneytisins fara yfir þau lög sem gilda um starfsemi stofnunarinnar, beitingu þeirra og greina hvort skortur á lagaúrræðum hamli því að stofnunin geti veitt almenningi og opinberum stofnunum upplýsingar úr eftirlitsskýrslum. Kristín Benediktsdóttir dósent við Háskóla Íslands mun verða ráðuneytinu til aðstoðar hvað varðar lagafyrirmæli er lúta að birtingum upplýsinga.“ Segir í tilkynningunni frá ráðuneytinu. Þá segir jafnframt í tilkynningunni að í ráðuneytinu sé unnið að endurskoðun laga um Matvælastofnun og verði afrakstur úttektarinnar meðal annars nýttur við þá lagasmíð. Tilkynningin kemur stuttu eftir að mál eggframleiðandans Brúneggja kom upp. Þar kom í ljós að Brúnegg hefði um árabil blekkt neytendur með sölu á vistvænum eggjum og að aðbúnaði hjá fyrirtækinu hefði verið verulega ábótavant. Margir lýstu yfir óánægju sinni í garð Matvælastofnunar í kjölfar málsins en tveir stærstu eggjaframleiðendur landsins, Nesbú og Stjörnuegg töldu stofnunina hafa brugðist ábyrgðarhlutverki sínu. Í kjölfar gaf Matvælastofnun út yfirlýsingu þar sem fram kom að hluti starfsmanna Matvælastofnunar vildi upplýsa neytendur um að ástandið hjá Brúneggjum í lok árs 2015 og stöðva dreifingu eggja frá fyrirtækinu. Yfirstjórn stofnunarinnar hafi hins vegar komið í veg að það var gert.
Stjórnsýsla Brúneggjamálið Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira