Alfreð Gíslason: Það sem hefur gengið á er algjörlega út í hött Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2016 09:30 Vísir/Samsett mynd Alfreð Gíslason, þjálfari þýska stórliðsins Kiel, segir það útilokað að hann geti tekið við þýska landsliðinu af Degi Sigurðssyni. Alfreð lokar á möguleikann á það að taka við af Degi í viðtali í Morgunblaðinu í morgun. „Ég afþakkaði tilboð frá Þjóðverjum fyrir tveimur árum og ég get vel sagt að það sé freistandi að komast út úr þessu álagi að spila á þriggja daga fresti og taka við landsliði,“ sagði Alfreð í viðtali við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu. Það er bara einn hængur á. „Kiel gaf strax út þá tilkynningu að það væri útilokað að ég kæmist í burtu frá félaginu. Það var í rauninni gert áður en nokkur umræða fór í gang um nýjan þjálfara. Ég var alinn upp við það að standa við það sem maður lofar og það væri ekki sanngjarnt gegn þessum ungu leikmönnum sem ég hef verið að fá til Kiel og í rauninni að búa til nýtt lið að segja við þá að ég sé farinn,“ sagði Alfreð en samningur hans rennur út í júní 2019. Alfreð segir að ákvörðun Dags að hætta með þýska landsliðið hafi komið honum á óvart. „Ég veit ekki nákvæmlega af hverju Dagur tekur þessa ákvörðun en ég skil hann að mörgu leyti mjög vel. Fyrir þýska landsliðið eru þetta slæmar fréttir en núna er komin mikil breidd í liðið og margir ungir strákar sem eiga eftir að spila saman í mörg ár,“ sagði Alfreð. Alfreð tjáði sig líka um það að Guðmundur Guðmundsson væri að hætta með danska landsliðið þrátt fyrir að hafa gert liðið að Ólympíumeisturum. „Þetta sem hefur gengið á í danska landsliðinu er algjörlega út í hött. Það sem gerðist á Ólympíuleikunum er varla hægt að útskýra fyrir nokkrum heilvita manni. Ekki gátu Danir kvartað yfir lélegum árangri og ég skildi vel þá ákvörðun Guðmundar að láta ekki bjóða sér þetta lengur,“ sagði Alfreð og velti sér upp úr framtíð landa síns. „Það var aðeins í umræðunni hér í Þýskalandi að Gummi gæti tekið við þýska landsliðinu en ég held að sú stefna verði tekin að ráða þýskan þjálfara. Nafn hans hlýtur að koma upp þegar störf losna hjá stórum félögum eins og Paris SG og Veszprém.,“ sagði Alfreð. EM 2018 í handbolta Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
Alfreð Gíslason, þjálfari þýska stórliðsins Kiel, segir það útilokað að hann geti tekið við þýska landsliðinu af Degi Sigurðssyni. Alfreð lokar á möguleikann á það að taka við af Degi í viðtali í Morgunblaðinu í morgun. „Ég afþakkaði tilboð frá Þjóðverjum fyrir tveimur árum og ég get vel sagt að það sé freistandi að komast út úr þessu álagi að spila á þriggja daga fresti og taka við landsliði,“ sagði Alfreð í viðtali við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu. Það er bara einn hængur á. „Kiel gaf strax út þá tilkynningu að það væri útilokað að ég kæmist í burtu frá félaginu. Það var í rauninni gert áður en nokkur umræða fór í gang um nýjan þjálfara. Ég var alinn upp við það að standa við það sem maður lofar og það væri ekki sanngjarnt gegn þessum ungu leikmönnum sem ég hef verið að fá til Kiel og í rauninni að búa til nýtt lið að segja við þá að ég sé farinn,“ sagði Alfreð en samningur hans rennur út í júní 2019. Alfreð segir að ákvörðun Dags að hætta með þýska landsliðið hafi komið honum á óvart. „Ég veit ekki nákvæmlega af hverju Dagur tekur þessa ákvörðun en ég skil hann að mörgu leyti mjög vel. Fyrir þýska landsliðið eru þetta slæmar fréttir en núna er komin mikil breidd í liðið og margir ungir strákar sem eiga eftir að spila saman í mörg ár,“ sagði Alfreð. Alfreð tjáði sig líka um það að Guðmundur Guðmundsson væri að hætta með danska landsliðið þrátt fyrir að hafa gert liðið að Ólympíumeisturum. „Þetta sem hefur gengið á í danska landsliðinu er algjörlega út í hött. Það sem gerðist á Ólympíuleikunum er varla hægt að útskýra fyrir nokkrum heilvita manni. Ekki gátu Danir kvartað yfir lélegum árangri og ég skildi vel þá ákvörðun Guðmundar að láta ekki bjóða sér þetta lengur,“ sagði Alfreð og velti sér upp úr framtíð landa síns. „Það var aðeins í umræðunni hér í Þýskalandi að Gummi gæti tekið við þýska landsliðinu en ég held að sú stefna verði tekin að ráða þýskan þjálfara. Nafn hans hlýtur að koma upp þegar störf losna hjá stórum félögum eins og Paris SG og Veszprém.,“ sagði Alfreð.
EM 2018 í handbolta Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira