Er með fimm ára ósvikið háskólanám í andvökunóttum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2016 11:00 "Ég er ekkert góð í að sitja á kvöldin og horfa á Netflix,“ segir Ragnheiður. Vísir/Stefán Ég var byrjuð á þessari bók þegar fyrri bókin kom út. Hin endaði á svo hættulegum stað svo að ég varð að halda áfram og ljúka ævintýrinu,? segir Ragnheiður Eyjólfsdóttir, höfundur hinnar nýju unglingabókar Skuggasaga ? Undirheimar. Fyrsta bókin hennar, Skuggasaga ? Arftakinn hlaut tvenn verðlaun í fyrra. Nú er Helga Birgisdóttir, doktorsnemi í íslenskum bókmenntum, búin að ritrýna nýju bókina og virðist ánægð með hana og Vikan fer einnig fögrum orðum um hana. ?Það er ótrúlega gaman að fá svo góðar viðtökur, sérstaklega þar sem ég er byrjandi í ritstörfum og ekkert alveg örugg í því sem ég er að gera,? segir Ragnheiður. Hún kveðst hafa hug á að halda áfram ritstörfum en það fari svolítið eftir aðstæðum hvort skrifin verði að hliðarverkefni næstu misserin, enda sé seint hægt að lifa af þessu. ?Ég er menntaður arkitekt og hef unnið sjálfstætt hjá arkitektastofum. Þó reyndar minna síðustu ár en áður, út af ritstörfunum, en nú er mig farið að klæja svolítið eftir að taka upp músina aftur! Bókaskrifin eru samt spennandi viðfangsefni og ég er með nokkrar hugmyndir í kollinum. Er ekkert góð í að sitja á kvöldin og horfa á Netflix, mér finnst ég verða að nýta tímann í það sem skilur eitthvað eftir.? Spurð hvort hún eigi andvökur yfir skriftunum svarar Ragnheiður: ?Já, það koma tímabil sem ég vaki við að skrifa. Oftast af því að ég get ekki hætt en líka þegar skiladagur nálgast og ég vanda mig eins og mér er unnt. En ég er með fimm ára ósvikið háskólanám í andvökunóttum eftir arkitektanámið svo það er ekki vandamál!? Ragnheiður býr úti í Þýskalandi, með eiginmanni, fjögurra ára syni og ketti. Hún segir köttinn vinsælt umræðuefni þegar hún sé að kynna bækurnar fyrir börnum því ein sögupersónan sé skuggabaldur, sambland af ketti og ref, sem á að vera svolítið stór. ?Börnin reka upp stór augu þegar ég segi þeim að ég eigi tólf kílóa kött og sýni þeim myndir. Þau sem hlustuðu á mig í fyrra muna enn eftir honum og spyrja núna hvernig hann hafi það.? Það verða í kringum tuttugu skólar sem Ragnheiður fer í þetta haustið til að lesa upp. Hún segir það mjög skemmtilegt. ?„Þegar ég er með krökkum minni ég þau á hvað það er mikilvægt að vera dugleg að lesa, því það opnar svo margar leiðir í framtíðinni. Tungumálið er undirstaða annars náms og með lestri bóka er maður alltaf að læra ný orð.“ ? Sjálf kveðst hún hafa verið mikill bókaormur sem barn ?og vera enn. Viðurkennir að bókin eigi nú í samkeppni við margs konar aðra afþreyingu. ?Ég fagna útgáfu rafbóka því þar er verið að tengja tímana saman,“? segir hún. „?En auðvitað jafnast ekkert á við að vera með alvörubók í höndunum.?“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. nóvember 2016. Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Ég var byrjuð á þessari bók þegar fyrri bókin kom út. Hin endaði á svo hættulegum stað svo að ég varð að halda áfram og ljúka ævintýrinu,? segir Ragnheiður Eyjólfsdóttir, höfundur hinnar nýju unglingabókar Skuggasaga ? Undirheimar. Fyrsta bókin hennar, Skuggasaga ? Arftakinn hlaut tvenn verðlaun í fyrra. Nú er Helga Birgisdóttir, doktorsnemi í íslenskum bókmenntum, búin að ritrýna nýju bókina og virðist ánægð með hana og Vikan fer einnig fögrum orðum um hana. ?Það er ótrúlega gaman að fá svo góðar viðtökur, sérstaklega þar sem ég er byrjandi í ritstörfum og ekkert alveg örugg í því sem ég er að gera,? segir Ragnheiður. Hún kveðst hafa hug á að halda áfram ritstörfum en það fari svolítið eftir aðstæðum hvort skrifin verði að hliðarverkefni næstu misserin, enda sé seint hægt að lifa af þessu. ?Ég er menntaður arkitekt og hef unnið sjálfstætt hjá arkitektastofum. Þó reyndar minna síðustu ár en áður, út af ritstörfunum, en nú er mig farið að klæja svolítið eftir að taka upp músina aftur! Bókaskrifin eru samt spennandi viðfangsefni og ég er með nokkrar hugmyndir í kollinum. Er ekkert góð í að sitja á kvöldin og horfa á Netflix, mér finnst ég verða að nýta tímann í það sem skilur eitthvað eftir.? Spurð hvort hún eigi andvökur yfir skriftunum svarar Ragnheiður: ?Já, það koma tímabil sem ég vaki við að skrifa. Oftast af því að ég get ekki hætt en líka þegar skiladagur nálgast og ég vanda mig eins og mér er unnt. En ég er með fimm ára ósvikið háskólanám í andvökunóttum eftir arkitektanámið svo það er ekki vandamál!? Ragnheiður býr úti í Þýskalandi, með eiginmanni, fjögurra ára syni og ketti. Hún segir köttinn vinsælt umræðuefni þegar hún sé að kynna bækurnar fyrir börnum því ein sögupersónan sé skuggabaldur, sambland af ketti og ref, sem á að vera svolítið stór. ?Börnin reka upp stór augu þegar ég segi þeim að ég eigi tólf kílóa kött og sýni þeim myndir. Þau sem hlustuðu á mig í fyrra muna enn eftir honum og spyrja núna hvernig hann hafi það.? Það verða í kringum tuttugu skólar sem Ragnheiður fer í þetta haustið til að lesa upp. Hún segir það mjög skemmtilegt. ?„Þegar ég er með krökkum minni ég þau á hvað það er mikilvægt að vera dugleg að lesa, því það opnar svo margar leiðir í framtíðinni. Tungumálið er undirstaða annars náms og með lestri bóka er maður alltaf að læra ný orð.“ ? Sjálf kveðst hún hafa verið mikill bókaormur sem barn ?og vera enn. Viðurkennir að bókin eigi nú í samkeppni við margs konar aðra afþreyingu. ?Ég fagna útgáfu rafbóka því þar er verið að tengja tímana saman,“? segir hún. „?En auðvitað jafnast ekkert á við að vera með alvörubók í höndunum.?“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. nóvember 2016.
Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira