Hefur náð frábærum árangri á stuttum tíma 27. nóvember 2016 20:15 Kjartan Elvar Baldvinsson byrjaði að æfa ólympískar lyftingar í byrjun janúar á þessu ári. Það væri svosem ekki í frásögur færandi en formið og hæfileikarnir eru hreint með ólíkindum. Guðmundur Sigurðsson sem varð í 8.sæti í lyftingum á Ólympíuleikunum í Montreal árið 1976 er alltaf með augun opin fyrir nýjum mönnum. „Hann byrjaði nú ekki að lyfta nema rétt um fyrir ári síðan sem er svolítið seint miðað við afreksmenn, orðinn tvítugur. En hann er með grunn úr frjálsum íþróttum og sérstaklega fimleikum sem er ofsalega fínn grunnur ef menn ætla að breyta til yfir í lyftingar þar sem liðleiki, lipurð og fjaðurmagn þarf að vera fyrir hendi. Þannig að hann er með þessa þætti og þá er miklu minna mál að vinna úr framhaldinu,“ sagði Guðmundur í samtali við Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamann. Kjartan Elvar hefur aðeins keppt á einu móti. Tók 125 kíló í jafnhöttun og 100 kíló í snörun. Sprengikrafturinn og formið er í raun lyginni líkast. „Við höfum óhemju flott efni, líkamlegt og andlegt. Síðan er þetta mikil vinna. Hvað vill hann leggja hart að sér? Það tekur nokkur ár að byggja upp alvöru getu. Nú erum við að stefna að því að reyna að koma honum í landsliðshóp þannig að hann komist í 10 manna úrtakshóp fyrir mót sem er nú í janúar,“ bætti Guðmundur við. „Hann hefur í raun ekki nema eitt mót á bakvið sig sem hann hefur náð árangri í. Nú er jólamótið um miðjan desember og hann þarf að sanna sig þar. Ég vonast eftir því sem þjálfari að við Mosfellingar fáum einn í hópinn.“ Kjartan sjálfur er lítillátur yfir forminu og þeim hæfileikum sem hann býr yfir. „Það var nú eiginlega Hjalti sem dró mig inn í þetta. Hann bauð mér að koma á námskeið hjá Guðmundi í desember. Ég hafði ekkert að gera á þeim tíma, var nýhættur í fimleikunum og sagði bara já,“ sagði Kjartan Elvar. „Mér fannst þetta spennandi og tók þátt í þessu. Ég er búinn að æfa fimleika síðan ég var tíu ára og hef mikinn styrk þaðan. Grunnurinn er alveg til staðar og þess vegna hef ég náð góðum árangri á svona stuttum tíma,“ sagði þessi efnilegi kraftlyftingamaður að lokum. Aðrar íþróttir Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Sport Fleiri fréttir Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjá meira
Kjartan Elvar Baldvinsson byrjaði að æfa ólympískar lyftingar í byrjun janúar á þessu ári. Það væri svosem ekki í frásögur færandi en formið og hæfileikarnir eru hreint með ólíkindum. Guðmundur Sigurðsson sem varð í 8.sæti í lyftingum á Ólympíuleikunum í Montreal árið 1976 er alltaf með augun opin fyrir nýjum mönnum. „Hann byrjaði nú ekki að lyfta nema rétt um fyrir ári síðan sem er svolítið seint miðað við afreksmenn, orðinn tvítugur. En hann er með grunn úr frjálsum íþróttum og sérstaklega fimleikum sem er ofsalega fínn grunnur ef menn ætla að breyta til yfir í lyftingar þar sem liðleiki, lipurð og fjaðurmagn þarf að vera fyrir hendi. Þannig að hann er með þessa þætti og þá er miklu minna mál að vinna úr framhaldinu,“ sagði Guðmundur í samtali við Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamann. Kjartan Elvar hefur aðeins keppt á einu móti. Tók 125 kíló í jafnhöttun og 100 kíló í snörun. Sprengikrafturinn og formið er í raun lyginni líkast. „Við höfum óhemju flott efni, líkamlegt og andlegt. Síðan er þetta mikil vinna. Hvað vill hann leggja hart að sér? Það tekur nokkur ár að byggja upp alvöru getu. Nú erum við að stefna að því að reyna að koma honum í landsliðshóp þannig að hann komist í 10 manna úrtakshóp fyrir mót sem er nú í janúar,“ bætti Guðmundur við. „Hann hefur í raun ekki nema eitt mót á bakvið sig sem hann hefur náð árangri í. Nú er jólamótið um miðjan desember og hann þarf að sanna sig þar. Ég vonast eftir því sem þjálfari að við Mosfellingar fáum einn í hópinn.“ Kjartan sjálfur er lítillátur yfir forminu og þeim hæfileikum sem hann býr yfir. „Það var nú eiginlega Hjalti sem dró mig inn í þetta. Hann bauð mér að koma á námskeið hjá Guðmundi í desember. Ég hafði ekkert að gera á þeim tíma, var nýhættur í fimleikunum og sagði bara já,“ sagði Kjartan Elvar. „Mér fannst þetta spennandi og tók þátt í þessu. Ég er búinn að æfa fimleika síðan ég var tíu ára og hef mikinn styrk þaðan. Grunnurinn er alveg til staðar og þess vegna hef ég náð góðum árangri á svona stuttum tíma,“ sagði þessi efnilegi kraftlyftingamaður að lokum.
Aðrar íþróttir Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Sport Fleiri fréttir Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjá meira