Íslendingur í haldi lögreglu í Flórída vegna gruns um morð Anton Egilsson skrifar 27. nóvember 2016 20:45 Magni Böðvar Þorvaldsson. Mynd: Jacksonville Sheriff'sOffice Hinn 42 ára gamli Magni Böðvar Þorvaldsson er í haldi lögreglunnar í Jacksonville í Flórida sökum gruns um morð. Rætt er um málið við unnustu Magna, Söru Hatt, í viðtali á Stundinni en hún segir hann saklausan af ásökununum. Magni hefur verið í haldi lögreglu í tíu daga en hann er grunaður um að hafa banað hinni 43 ára gömlu Sherry Prather árið 2012 en hún er sögð hafa látist af völdum skotvopns. Seinast sást til konunnar á lífi er hún yfirgaf næturklúbb ásamt Magna þann 12. október árið 2012. Í nóvember á sama ári fékk lögregla svo upplýsingar um líkfund í nálægi við Braddock Road í Jacksonville og reyndist líkið vera af Prather eftir nánari skoðun.Vísbendingar tveggja vitna ýttu undir grunMagni var yfirheyrður af lögreglu vegna málsins stuttu eftir að lík konunnar fannst en hún taldi ekki ástæðu til að halda honum að svo stöddu. Sagðist hann við yfirheyrslur hafa skutlað Prather heim eftir að þau yfirgáfu næturklúbbinn saman á mótorhjóli hans. Tvö vitni sem gáfu sig fram við lögreglu, annað árið 2014 og hitt á þessu ári, gáfu svo vísbendingar sem leiddu til þess að lögregla hafði Magna undir sterkum grun um að hafa framið morðið. First Coast News greinir frá þessu. Nú fjórum árum eftir líkfundinn hefur lögreglan handtekið Magna og ákært fyrir morðið á Prather. Verði hann fundinn sekur af morðinu á hann yfir höfði sér 30 ára fangelsisvist. Flórídafanginn Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira
Hinn 42 ára gamli Magni Böðvar Þorvaldsson er í haldi lögreglunnar í Jacksonville í Flórida sökum gruns um morð. Rætt er um málið við unnustu Magna, Söru Hatt, í viðtali á Stundinni en hún segir hann saklausan af ásökununum. Magni hefur verið í haldi lögreglu í tíu daga en hann er grunaður um að hafa banað hinni 43 ára gömlu Sherry Prather árið 2012 en hún er sögð hafa látist af völdum skotvopns. Seinast sást til konunnar á lífi er hún yfirgaf næturklúbb ásamt Magna þann 12. október árið 2012. Í nóvember á sama ári fékk lögregla svo upplýsingar um líkfund í nálægi við Braddock Road í Jacksonville og reyndist líkið vera af Prather eftir nánari skoðun.Vísbendingar tveggja vitna ýttu undir grunMagni var yfirheyrður af lögreglu vegna málsins stuttu eftir að lík konunnar fannst en hún taldi ekki ástæðu til að halda honum að svo stöddu. Sagðist hann við yfirheyrslur hafa skutlað Prather heim eftir að þau yfirgáfu næturklúbbinn saman á mótorhjóli hans. Tvö vitni sem gáfu sig fram við lögreglu, annað árið 2014 og hitt á þessu ári, gáfu svo vísbendingar sem leiddu til þess að lögregla hafði Magna undir sterkum grun um að hafa framið morðið. First Coast News greinir frá þessu. Nú fjórum árum eftir líkfundinn hefur lögreglan handtekið Magna og ákært fyrir morðið á Prather. Verði hann fundinn sekur af morðinu á hann yfir höfði sér 30 ára fangelsisvist.
Flórídafanginn Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira