Vilja bjóða aðra fjölskyldu velkomna Sveinn Arnarsson skrifar 28. nóvember 2016 07:00 Akureyri hefur tekið á móti á þriðja tug flóttamanna frá Sýrlandi á árinu. Hér býður Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri, hóp velkominn í janúar. vísir/auðunn Áætlað er að fimm manna sýrlensk fjölskylda bætist í hóp flóttamanna á Akureyri á næstu mánuðum. Velferðarráðuneytið hefur biðlað til bæjaryfirvalda að taka aukalega við fjölskyldunni sökum tengsla við eina af sýrlensku fjölskyldunum sem komu til Akureyrar í janúar. „Við erum nú byrjuð að vinna þessa forvinnu getum við sagt. Við fengum erindi frá Velferðarráðuneytinu um að taka aukalega við einni fjölskyldu og bæjarráð hefur tekið vel í það,“ segir Kristín Sóley Sigursveinsdóttir, verkefnastjóri móttöku flóttafólks hjá Akureyrarbæ. Kristín Sóley segir að fjölskyldan hafi í fyrstu átt að fara til Kópavogs eða Hveragerðis. „En vegna fjölskyldutengsla við eina af okkar fjölskyldum var það sameiginlegur vilji ráðuneytisins og fjölskyldunnar að koma til Akureyrar og við fögnum því.“Ingibjörg Elín HalldórsdóttirIngibjörg Elín Halldórsdóttir, verkefnastjóri yfir móttöku flóttamanna á Akureyri fyrir Rauða krossinn, segir málið á byrjunarreit en unnið sé að komu fólksins. „Þetta er enn nokkuð óljóst og málið á frumstigi en auðvitað tökum við vel á móti þeim ef þau koma,“ segir Ingibjörg Elín. Kristín Sóley segir það geta verið mjög mikilvægt fyrir fjölskylduna að koma til Akureyrar vegna tengsla þeirra þangað. „Það er bæði styrkur fyrir nýju fjölskylduna að hitta fólk sem talar sama tungumál og þú og ef fjölskyldubönd eru einnig til staðar er mikilvægt að rækta þau. Þeir flóttamenn sem komu í janúar geta því leiðbeint og hjálpað nýju fjölskyldunni að aðlagast. Því gæti þetta orðið mjög áhugavert.“ Flóttafólkið sem kom í janúar á árinu hafði verið á flótta í Líbanon í um þrjú ár. Sömu sögu er að segja af þessari fjölskyldu. Hún býr við erfiðar aðstæður og Líbanon getur erfiðlega tekið við öllum þeim einstaklingum sem koma yfir landamærin frá Sýrlandi. Nú er fjórði til fimmti hver íbúi Líbanon Sýrlendingur að uppruna. „Kerfið er að springa í Líbanon og til marks um það getur skriffinnskan við að fá fjölskylduna frá Líbanon til Íslands tekið allt að þrjá mánuði,“ segir Kristín Sóley.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Sjá meira
Áætlað er að fimm manna sýrlensk fjölskylda bætist í hóp flóttamanna á Akureyri á næstu mánuðum. Velferðarráðuneytið hefur biðlað til bæjaryfirvalda að taka aukalega við fjölskyldunni sökum tengsla við eina af sýrlensku fjölskyldunum sem komu til Akureyrar í janúar. „Við erum nú byrjuð að vinna þessa forvinnu getum við sagt. Við fengum erindi frá Velferðarráðuneytinu um að taka aukalega við einni fjölskyldu og bæjarráð hefur tekið vel í það,“ segir Kristín Sóley Sigursveinsdóttir, verkefnastjóri móttöku flóttafólks hjá Akureyrarbæ. Kristín Sóley segir að fjölskyldan hafi í fyrstu átt að fara til Kópavogs eða Hveragerðis. „En vegna fjölskyldutengsla við eina af okkar fjölskyldum var það sameiginlegur vilji ráðuneytisins og fjölskyldunnar að koma til Akureyrar og við fögnum því.“Ingibjörg Elín HalldórsdóttirIngibjörg Elín Halldórsdóttir, verkefnastjóri yfir móttöku flóttamanna á Akureyri fyrir Rauða krossinn, segir málið á byrjunarreit en unnið sé að komu fólksins. „Þetta er enn nokkuð óljóst og málið á frumstigi en auðvitað tökum við vel á móti þeim ef þau koma,“ segir Ingibjörg Elín. Kristín Sóley segir það geta verið mjög mikilvægt fyrir fjölskylduna að koma til Akureyrar vegna tengsla þeirra þangað. „Það er bæði styrkur fyrir nýju fjölskylduna að hitta fólk sem talar sama tungumál og þú og ef fjölskyldubönd eru einnig til staðar er mikilvægt að rækta þau. Þeir flóttamenn sem komu í janúar geta því leiðbeint og hjálpað nýju fjölskyldunni að aðlagast. Því gæti þetta orðið mjög áhugavert.“ Flóttafólkið sem kom í janúar á árinu hafði verið á flótta í Líbanon í um þrjú ár. Sömu sögu er að segja af þessari fjölskyldu. Hún býr við erfiðar aðstæður og Líbanon getur erfiðlega tekið við öllum þeim einstaklingum sem koma yfir landamærin frá Sýrlandi. Nú er fjórði til fimmti hver íbúi Líbanon Sýrlendingur að uppruna. „Kerfið er að springa í Líbanon og til marks um það getur skriffinnskan við að fá fjölskylduna frá Líbanon til Íslands tekið allt að þrjá mánuði,“ segir Kristín Sóley.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Sjá meira