Óttast að Magni fái ekki sanngjörn réttarhöld Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. nóvember 2016 05:00 Magni Böðvar Þorvaldsson með Söru Hatt, unnustu sinni. Mynd/Sara Hatt „Ég er lafhrædd um að hann fái alls ekki sanngjörn réttarhöld,“ segir Sara Hatt, unnusta Magna Böðvars Þorvaldssonar sem ákærður hefur verið fyrir morð í Jacksonville í Flórída. Magni er bæði með íslenskt og bandarískt ríkisfang og heitir hann einnig því bandaríska nafni Johnny Wayne Johnson. Fréttablaðið greindi frá því í gær að hann hafi setið í fangelsi frá 19. nóvember, ákærður fyrir morðið á Sherry Prather sem lést árið 2012. Þegar líkamsleifar hennar fundust voru þær svo illa farnar að nokkurn tíma tók að skera úr um hvort þær væru mennskar. Síðar kom í ljós að hún hafði fengið byssukúlu í bringuna.Veit í hjarta sínu að Magni er saklaus Magni Böðvar mætir næst fyrir dóm í desember en hann var ákærður eftir að vitni gaf sig fram við lögreglu sem sagði Magna hafa sagt sér frá því er hann myrti Prather. Magni neitar hins vegar sök. Hatt segist hafa heimsótt Magna í fangelsið. „Ég veit í hjarta mínu að hann er saklaus. Fréttirnar hérna láta hann líta út eins og skrímsli en fjölmiðlar hafa allir logið um sögu hans. Ég veit að fjölmiðlar segja einungis frá því sem fólk vill vita,“ segir hún. Þá segir Hatt að Magni hafi verið hreinsaður af sök fyrir fjórum árum en nú sé hefnigjörn fyrrverandi eiginkona hans orðin vitni. „Hún kom einungis fram þegar verðlaun voru boðin fyrir upplýsingar sem myndu leiða til handtöku, ekki sakfellingar, í málinu,“ segir Hatt. „Ég hef verið með honum í þrjú ár og aldrei fundist ég vera óörugg. Hann setur þarfir annarra framar sínum eigin og trúir ekki á ofbeldi gegn konum. Hann er verndari. Hann styrkir þurfandi fjölskyldur og heldur dyrum opnum fyrir öðrum. Hann reynir alltaf að fá fólk til að brosa og elskar að verja tíma með börnunum,“ segir Hatt. Flórídafanginn Tengdar fréttir Magni Böðvar fyrir dóm í desember Íslendingur í Flórída hefur verið ákærður fyrir morð. Hann hefur einu sinni mætt fyrir dóminn og á að mæta aftur tólfta desember. Áður verið dæmdur í fangelsi fyrir innbrot og ákærður fyrir umferðarlagabrot. 28. nóvember 2016 07:00 Íslendingur í haldi lögreglu í Flórída vegna gruns um morð Magni Böðvar Þorvaldsson er í haldi lögreglunnar í Jacksonville í Flórída grunaður um að hafa banað Sherry Prather árið 2012. Vísbendingar tveggja vitna leiddu til sterks gruns lögreglu um að hann tengdist morðinu. 27. nóvember 2016 20:45 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
„Ég er lafhrædd um að hann fái alls ekki sanngjörn réttarhöld,“ segir Sara Hatt, unnusta Magna Böðvars Þorvaldssonar sem ákærður hefur verið fyrir morð í Jacksonville í Flórída. Magni er bæði með íslenskt og bandarískt ríkisfang og heitir hann einnig því bandaríska nafni Johnny Wayne Johnson. Fréttablaðið greindi frá því í gær að hann hafi setið í fangelsi frá 19. nóvember, ákærður fyrir morðið á Sherry Prather sem lést árið 2012. Þegar líkamsleifar hennar fundust voru þær svo illa farnar að nokkurn tíma tók að skera úr um hvort þær væru mennskar. Síðar kom í ljós að hún hafði fengið byssukúlu í bringuna.Veit í hjarta sínu að Magni er saklaus Magni Böðvar mætir næst fyrir dóm í desember en hann var ákærður eftir að vitni gaf sig fram við lögreglu sem sagði Magna hafa sagt sér frá því er hann myrti Prather. Magni neitar hins vegar sök. Hatt segist hafa heimsótt Magna í fangelsið. „Ég veit í hjarta mínu að hann er saklaus. Fréttirnar hérna láta hann líta út eins og skrímsli en fjölmiðlar hafa allir logið um sögu hans. Ég veit að fjölmiðlar segja einungis frá því sem fólk vill vita,“ segir hún. Þá segir Hatt að Magni hafi verið hreinsaður af sök fyrir fjórum árum en nú sé hefnigjörn fyrrverandi eiginkona hans orðin vitni. „Hún kom einungis fram þegar verðlaun voru boðin fyrir upplýsingar sem myndu leiða til handtöku, ekki sakfellingar, í málinu,“ segir Hatt. „Ég hef verið með honum í þrjú ár og aldrei fundist ég vera óörugg. Hann setur þarfir annarra framar sínum eigin og trúir ekki á ofbeldi gegn konum. Hann er verndari. Hann styrkir þurfandi fjölskyldur og heldur dyrum opnum fyrir öðrum. Hann reynir alltaf að fá fólk til að brosa og elskar að verja tíma með börnunum,“ segir Hatt.
Flórídafanginn Tengdar fréttir Magni Böðvar fyrir dóm í desember Íslendingur í Flórída hefur verið ákærður fyrir morð. Hann hefur einu sinni mætt fyrir dóminn og á að mæta aftur tólfta desember. Áður verið dæmdur í fangelsi fyrir innbrot og ákærður fyrir umferðarlagabrot. 28. nóvember 2016 07:00 Íslendingur í haldi lögreglu í Flórída vegna gruns um morð Magni Böðvar Þorvaldsson er í haldi lögreglunnar í Jacksonville í Flórída grunaður um að hafa banað Sherry Prather árið 2012. Vísbendingar tveggja vitna leiddu til sterks gruns lögreglu um að hann tengdist morðinu. 27. nóvember 2016 20:45 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Magni Böðvar fyrir dóm í desember Íslendingur í Flórída hefur verið ákærður fyrir morð. Hann hefur einu sinni mætt fyrir dóminn og á að mæta aftur tólfta desember. Áður verið dæmdur í fangelsi fyrir innbrot og ákærður fyrir umferðarlagabrot. 28. nóvember 2016 07:00
Íslendingur í haldi lögreglu í Flórída vegna gruns um morð Magni Böðvar Þorvaldsson er í haldi lögreglunnar í Jacksonville í Flórída grunaður um að hafa banað Sherry Prather árið 2012. Vísbendingar tveggja vitna leiddu til sterks gruns lögreglu um að hann tengdist morðinu. 27. nóvember 2016 20:45