Gull hafsins Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. nóvember 2016 11:00 „Þá velmegun og uppbyggingu sem Íslendingar nutu á seinni hluta síðustu aldar má fyrst og fremst rekja til auðlinda hafsins,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í ávarpi sínu á sjávarútvegsráðstefnunni síðastliðinn fimmtudag. Forsetinn benti réttilega á að hlutfall sjávarafla í útflutningstekjum Íslendinga hefur minnkað til muna vegna vaxtar ferðaþjónustunnar en sjávarútvegur er ennþá grunnatvinnuvegur á Íslandi. „Um fyrirsjáanlega framtíð verða fiskveiðar og vinnsla einn okkar mikilvægustu atvinnuvega. Gild rök má líka að leiða að því að forsvarsmenn útvegsins séu í fararbroddi tækninýjunga, vöruþróunar, markaðssetningar og umhverfisverndar,“ sagði forsetinn. Þetta er rétt hjá forsetanum. Það eru heldur engin geimvísindi að þeir sem eru fremstir í sínum atvinnugreinum eru þar því þeir hafa tileinkað sér tækninýjungar, náð árangri í markaðssetningu og aðlagað sig breytingum. Þetta hafa íslensk útgerðarfyrirtæki gert frábærlega vel. Tveir flokkar sem eru í lykilaðstöðu við myndun nýrrar ríkisstjórnar vilja innleiða svokallaða uppboðsleið. Viðræður Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar strönduðu í fyrstu atrennu því síðarnefndu flokkarnir gerðu kröfu um að ríkið myndi setja 3-4 prósent aflahlutdeilda á markað árlega í sérstöku uppboði. Um er að ræða kerfisbreytingu þar sem horfið er frá veiðigjaldakerfi. Viðreisn lét reikna út að þetta gæti árlega skilað 15 milljörðum króna til ríkisins. Það er hærri fjárhæð en veiðigjöld á uppsjávarfisk og bolfisk skila til samans. Það er hins vegar líka hugsanlegt að þetta skili lægri fjárhæð en það veltur á framkvæmd uppboðsins og þátttöku í því. Ekki var stuðningur fyrir kerfisbreytingu af þessu tagi í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Formaður Sjálfstæðisflokksins taldi sig ekki eiga annan kost en að slíta viðræðum flokkanna meðal annars af þessari ástæðu. Spyrja má, er slík kerfisbreyting til þess fallin að veikja sjávarútveginn og draga úr verðmætasköpun atvinnugreinarinnar? Við höfum engin svör við þessu enda hefur þetta aldrei verið reynt hér. Það er samt mjög erfitt að sjá hvers vegna þetta ætti að veikja atvinnugreinina. Það leiðir af eðli máls að fyrirtæki með sérþekkingu á þessu sviði myndu kaupa þessar aflaheimildir og skapa verðmæti úr þeim. Rétt eins og útvegsfyrirtækin hafa gert á grundvelli úthlutunar í áranna rás. Lög um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri setja síðan miklar takmarkanir á eignarhald útlendinga á útvegsfyrirtækjum. Þakið er við 25 prósentin svo fæðuöryggissjónarmiðin halda vart vatni. Uppboðsleiðin er bara ein aðferð af mörgum við að rukka fyrir afnot af auðlindum íslenska ríkisins innan 200 mílna efnahagslögsögunnar. Að þessu sögðu samt er mikilvægt að muna að sjávarútvegurinn hefur skapað mikil verðmæti og störf fyrir þjóðarbúið. Menn þurfa að hafa fast land undir fótum þegar breytingar á þessari atvinnugrein eru annars vegar. Við eigum ekki að fara í tilraunastarfsemi að nauðsynjalausu með eitt af fjöreggjum þjóðarinnar.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun
„Þá velmegun og uppbyggingu sem Íslendingar nutu á seinni hluta síðustu aldar má fyrst og fremst rekja til auðlinda hafsins,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í ávarpi sínu á sjávarútvegsráðstefnunni síðastliðinn fimmtudag. Forsetinn benti réttilega á að hlutfall sjávarafla í útflutningstekjum Íslendinga hefur minnkað til muna vegna vaxtar ferðaþjónustunnar en sjávarútvegur er ennþá grunnatvinnuvegur á Íslandi. „Um fyrirsjáanlega framtíð verða fiskveiðar og vinnsla einn okkar mikilvægustu atvinnuvega. Gild rök má líka að leiða að því að forsvarsmenn útvegsins séu í fararbroddi tækninýjunga, vöruþróunar, markaðssetningar og umhverfisverndar,“ sagði forsetinn. Þetta er rétt hjá forsetanum. Það eru heldur engin geimvísindi að þeir sem eru fremstir í sínum atvinnugreinum eru þar því þeir hafa tileinkað sér tækninýjungar, náð árangri í markaðssetningu og aðlagað sig breytingum. Þetta hafa íslensk útgerðarfyrirtæki gert frábærlega vel. Tveir flokkar sem eru í lykilaðstöðu við myndun nýrrar ríkisstjórnar vilja innleiða svokallaða uppboðsleið. Viðræður Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar strönduðu í fyrstu atrennu því síðarnefndu flokkarnir gerðu kröfu um að ríkið myndi setja 3-4 prósent aflahlutdeilda á markað árlega í sérstöku uppboði. Um er að ræða kerfisbreytingu þar sem horfið er frá veiðigjaldakerfi. Viðreisn lét reikna út að þetta gæti árlega skilað 15 milljörðum króna til ríkisins. Það er hærri fjárhæð en veiðigjöld á uppsjávarfisk og bolfisk skila til samans. Það er hins vegar líka hugsanlegt að þetta skili lægri fjárhæð en það veltur á framkvæmd uppboðsins og þátttöku í því. Ekki var stuðningur fyrir kerfisbreytingu af þessu tagi í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Formaður Sjálfstæðisflokksins taldi sig ekki eiga annan kost en að slíta viðræðum flokkanna meðal annars af þessari ástæðu. Spyrja má, er slík kerfisbreyting til þess fallin að veikja sjávarútveginn og draga úr verðmætasköpun atvinnugreinarinnar? Við höfum engin svör við þessu enda hefur þetta aldrei verið reynt hér. Það er samt mjög erfitt að sjá hvers vegna þetta ætti að veikja atvinnugreinina. Það leiðir af eðli máls að fyrirtæki með sérþekkingu á þessu sviði myndu kaupa þessar aflaheimildir og skapa verðmæti úr þeim. Rétt eins og útvegsfyrirtækin hafa gert á grundvelli úthlutunar í áranna rás. Lög um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri setja síðan miklar takmarkanir á eignarhald útlendinga á útvegsfyrirtækjum. Þakið er við 25 prósentin svo fæðuöryggissjónarmiðin halda vart vatni. Uppboðsleiðin er bara ein aðferð af mörgum við að rukka fyrir afnot af auðlindum íslenska ríkisins innan 200 mílna efnahagslögsögunnar. Að þessu sögðu samt er mikilvægt að muna að sjávarútvegurinn hefur skapað mikil verðmæti og störf fyrir þjóðarbúið. Menn þurfa að hafa fast land undir fótum þegar breytingar á þessari atvinnugrein eru annars vegar. Við eigum ekki að fara í tilraunastarfsemi að nauðsynjalausu með eitt af fjöreggjum þjóðarinnar.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun