Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Stjarnan 24-20 | Fyrsti sigur norðanmanna í 40 daga Ólafur Haukur Tómasson í íþróttahöllinni á Akureyri skrifar 10. nóvember 2016 20:30 Sverrir Jakobsson er á botninum með sína menn. vísir/eyþór Akureyri vann mikilvægan sigur á heimaveli gegn Stjörnunni í 10.umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 24-20 og fá því afar mikilvæg stig enda situr liðið á botni deildarinnar. Góð markvarsla og mikill baráttuandi var lykillinn að sigri heimamanna í kvöld. Heimamenn í Akureyri voru með yfirhönd í leiknum frá upphafi hans og virkuðu alltaf skrefinu á undan Stjörnunni. Það var ekki mikið skorað í fyrri hálfleiknum og tókst Stjörnunni aðeins að skora fjögur mörk á fyrstu 24 mínútum leiksins, staðan í leikhlé var 11-7 heimamönnum í vil. Þökk sé Sveinbirni Péturssyni í marki Stjörnunnar þá náði Akureyri ekki að hrista þá af sér og Tomas Olason var sömuleiðis frábær í marki Akureyringa í fyrri hálfleik. Stjörnumenn mættu í seinni hálfleikinn af miklum krafti og náðu að saxa á forskot Akureyrar en þeir töku svo aftur yfir leikinn og héldu þægilegu forskoti út leikinn. Róbert Sigurðarson fékk beint rautt spjald hjá Akureyri um miðjan seinni hálfleik og þegar munurinn var þrjú mörk og rúmlega þrjár mínútur eftir voru Akureyri þremur mönnum færri en gestirnir náðu ekki að nýta sér það og klúðruðu nokkrum góðum færum undir lok leiksins. Tomas Olason varði sautján skot í markinu hjá Akureyri og þeir Mindaugas Dumcius og Kristján Orri Jóhannsson skoruðu sex mörk hvor fyrir heimamenn. Sveinbjörn Pétursson varði ellefu skot og þeir Starri Friðriksson og Ari Magnús Þorgeirsson skoruðu fimm mörk hvor fyrir Stjörnuna. Akureyri var aðeins að vinna sinn annan leik í vetur og eru nú komnir með fimm stig, þremur stigum á eftir Stjörnunni sem eru í öruggu sæti með átta stig.Ari: Héldum að þetta væri leikur sem gæti hjálpað okkur „Við vorum ekki að nýta færin okkar. Tomas var að verja einhverja tuttugu bolta eða eitthvað og mér fannst það aðallega ástæðan. Vörnin var að standa fínt en við vorum bara ekki að nýta færin okkar,“ sagði Ari Pétursson leikmaður Stjörnunnar eftir tapið gegn Akureyri í kvöld. Leikmenn Stjörnunnar voru að skjóta frekar illa á köflum, sérstaklega í fyrri hálfleik en þrátt fyrir að Stjörnumenn verði fúlir með leik sinn í dag telur Ari þá hafa staðið sig ágætlega á einu sviði en ekki tekist að láta það telja í kvöld, hann taldi sitt lið hafa skapað vel af fínum færum en gengið illa að klára þau. „Við erum þriðja neðsta liðið og erum ekki sáttir með það og við héldum að þetta gæti orðið leikurinn sem myndi hjálpa okkur að keyra þetta í gang,“ sagði Ari sem var að vonum ekki ánægður með úrslitin í kvöld og er Stjarnan nú komin nær botnbaráttunni eftir tap í mjög mikilvægum leik.Andri Snær: Ég fékk gæsahúð „Þetta er auðvitað afar kærkomin stig og þetta er rosalega gott fyrir liðið. Við erum mjög spenntir fyrir törninni sem er framundan og við mættum rosalega ákveðnir í dag, uppskárum eftir því og þetta er frábært veganesti í törnina sem er framundan,“ sagði Andri Snær Stefánsson, fyrirliði Akureyrar eftir sigur sinna manna í kvöld. Akureyri hefur gengið afar illa í vetur og aðeins unnið tvo leiki og gert eitt jafntefli í þessum tíu leikjum sínum. Oft hefur ekki munað miklu í tapleikjum þeirra og er Andri ánægður með hugarfarið hjá sínum mönnum. „Mér fannst karakterinn sem við sýndum standa upp úr og við erum að sýna frábæran karakter. Það eru pínu mistök inn á milli sem skipta engu máli og við höldum bara áfram. Við höfum verið í svona leikjum áður sem við höfum misst niður og það var karakterinn sem skapaði sigurinn. Við höfðum þor og vorum bara alveg frábærir.“ Stemmingin sem Akureyri náði að mynda á vellinum náði að smitast vel í áhorfendur og stemmingin var afar góð og minnti á það sem hefur einkennt KA-heimilið í mörg ár. Það hefur verið langt síðan unnist hefur sigur heimaliðs á Akureyri og telur Andri að þetta sé bara upphafið. „Við erum búnir að fá alltof lítið úr þessum heimavelli. Við vorum allir frekar orkumiklir í dag og það skiptir bara ofboðslega miklu máli að það séu allir með í þessu. Við sýndum frábæra liðsheild sem skilaði sér yfir í fólkið. Það var æðislegt, ég fékk gæsahúð nokkrum sinnum og þetta er það sem koma skal í næstu leikjum,“ sagði Andri Snær kampakátur. Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Handbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Van Gerwen örugglega áfram Sport Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Akureyri vann mikilvægan sigur á heimaveli gegn Stjörnunni í 10.umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 24-20 og fá því afar mikilvæg stig enda situr liðið á botni deildarinnar. Góð markvarsla og mikill baráttuandi var lykillinn að sigri heimamanna í kvöld. Heimamenn í Akureyri voru með yfirhönd í leiknum frá upphafi hans og virkuðu alltaf skrefinu á undan Stjörnunni. Það var ekki mikið skorað í fyrri hálfleiknum og tókst Stjörnunni aðeins að skora fjögur mörk á fyrstu 24 mínútum leiksins, staðan í leikhlé var 11-7 heimamönnum í vil. Þökk sé Sveinbirni Péturssyni í marki Stjörnunnar þá náði Akureyri ekki að hrista þá af sér og Tomas Olason var sömuleiðis frábær í marki Akureyringa í fyrri hálfleik. Stjörnumenn mættu í seinni hálfleikinn af miklum krafti og náðu að saxa á forskot Akureyrar en þeir töku svo aftur yfir leikinn og héldu þægilegu forskoti út leikinn. Róbert Sigurðarson fékk beint rautt spjald hjá Akureyri um miðjan seinni hálfleik og þegar munurinn var þrjú mörk og rúmlega þrjár mínútur eftir voru Akureyri þremur mönnum færri en gestirnir náðu ekki að nýta sér það og klúðruðu nokkrum góðum færum undir lok leiksins. Tomas Olason varði sautján skot í markinu hjá Akureyri og þeir Mindaugas Dumcius og Kristján Orri Jóhannsson skoruðu sex mörk hvor fyrir heimamenn. Sveinbjörn Pétursson varði ellefu skot og þeir Starri Friðriksson og Ari Magnús Þorgeirsson skoruðu fimm mörk hvor fyrir Stjörnuna. Akureyri var aðeins að vinna sinn annan leik í vetur og eru nú komnir með fimm stig, þremur stigum á eftir Stjörnunni sem eru í öruggu sæti með átta stig.Ari: Héldum að þetta væri leikur sem gæti hjálpað okkur „Við vorum ekki að nýta færin okkar. Tomas var að verja einhverja tuttugu bolta eða eitthvað og mér fannst það aðallega ástæðan. Vörnin var að standa fínt en við vorum bara ekki að nýta færin okkar,“ sagði Ari Pétursson leikmaður Stjörnunnar eftir tapið gegn Akureyri í kvöld. Leikmenn Stjörnunnar voru að skjóta frekar illa á köflum, sérstaklega í fyrri hálfleik en þrátt fyrir að Stjörnumenn verði fúlir með leik sinn í dag telur Ari þá hafa staðið sig ágætlega á einu sviði en ekki tekist að láta það telja í kvöld, hann taldi sitt lið hafa skapað vel af fínum færum en gengið illa að klára þau. „Við erum þriðja neðsta liðið og erum ekki sáttir með það og við héldum að þetta gæti orðið leikurinn sem myndi hjálpa okkur að keyra þetta í gang,“ sagði Ari sem var að vonum ekki ánægður með úrslitin í kvöld og er Stjarnan nú komin nær botnbaráttunni eftir tap í mjög mikilvægum leik.Andri Snær: Ég fékk gæsahúð „Þetta er auðvitað afar kærkomin stig og þetta er rosalega gott fyrir liðið. Við erum mjög spenntir fyrir törninni sem er framundan og við mættum rosalega ákveðnir í dag, uppskárum eftir því og þetta er frábært veganesti í törnina sem er framundan,“ sagði Andri Snær Stefánsson, fyrirliði Akureyrar eftir sigur sinna manna í kvöld. Akureyri hefur gengið afar illa í vetur og aðeins unnið tvo leiki og gert eitt jafntefli í þessum tíu leikjum sínum. Oft hefur ekki munað miklu í tapleikjum þeirra og er Andri ánægður með hugarfarið hjá sínum mönnum. „Mér fannst karakterinn sem við sýndum standa upp úr og við erum að sýna frábæran karakter. Það eru pínu mistök inn á milli sem skipta engu máli og við höldum bara áfram. Við höfum verið í svona leikjum áður sem við höfum misst niður og það var karakterinn sem skapaði sigurinn. Við höfðum þor og vorum bara alveg frábærir.“ Stemmingin sem Akureyri náði að mynda á vellinum náði að smitast vel í áhorfendur og stemmingin var afar góð og minnti á það sem hefur einkennt KA-heimilið í mörg ár. Það hefur verið langt síðan unnist hefur sigur heimaliðs á Akureyri og telur Andri að þetta sé bara upphafið. „Við erum búnir að fá alltof lítið úr þessum heimavelli. Við vorum allir frekar orkumiklir í dag og það skiptir bara ofboðslega miklu máli að það séu allir með í þessu. Við sýndum frábæra liðsheild sem skilaði sér yfir í fólkið. Það var æðislegt, ég fékk gæsahúð nokkrum sinnum og þetta er það sem koma skal í næstu leikjum,“ sagði Andri Snær kampakátur.
Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Handbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Van Gerwen örugglega áfram Sport Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn
Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn