Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Haukar 17-35 | Burst í stórleiknum Ingvi Þór Sæmundsson í Mosfellsbænum skrifar 13. nóvember 2016 17:45 Haukar rúlluðu yfir Aftureldingu, 17-35, þegar liðin mættust í 11. umferð Olís-deildar karla í dag. Ótrúlegar lokatölur í leik liðanna sem hafa mæst í lokaúrslitum undanfarin tvö ár. Þetta var fjórði sigur Hauka í röð. Liðið er nú bara fjórum stigum á eftir Aftureldingu sem er enn á toppnum þrátt fyrir tvo tapleiki í röð.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum á Varmá og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Eins og tölurnar gefa til kynna voru yfirburðir Hauka gríðarlega miklir og leikurinn var aldrei spennandi. Heimamenn héldu í við gestina í upphafi leiks og þegar níu mínútur voru liðnar af leiknum minnkaði Elvar Ásgeirsson muninn í 5-6. Þá settu Haukar í túrbógírinn, lokuðu vörninni og fengu aðeins á sig fjögur mörk á síðustu 20 mínútum fyrri hálfleiks. Á meðan skoruðu þeir að vild gegn skelfilegri vörn Aftureldingar. Sterka leikmenn vantar í lið Aftureldingar og nú síðast datt skyttan öfluga, Birkir Benediktsson, út. Það var því viðbúið að sóknarleikur Mosfellinga yrði stirður. Þeir áttu samt að geta spilað betri vörn og lagt sig betur fram á þeim enda vallarins. Sú var ekki raunin. Þá var mikill munur á markvörslu liðanna. Það mæddi mikið á Elvari í sóknarleik Aftureldingar og hann átti afar erfitt uppdráttar; skotin fóru annað hvort í vörnina eða voru varin og tapaðir boltar voru full margir. Honum til vorkunnar fékk hann litla hjálp frá samherjum sínum. Haukar léku við hvern sinn fingur og voru tólf mörkum yfir í hálfleik, 9-21, og því var seinni hálfleikurinn lítt spennandi. Þar dró enn í sundur með liðunum og Haukar unnu að lokum 18 marka sigur, 17-35. Janus Daði Smárason og Guðmundur Árni Ólafsson voru markahæstir í liði Hauka með sex mörk hvor. Þá var Giedrius Morkunas magnaður í markinu og varði 20 skot (61%). Elvar og Árni Bragi Eyjólfsson skoruðu báðir fjögur mörk fyrir Aftureldingu.Einar Andri: Hefði viljað sjá okkur spila betur á öllum sviðum Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var skiljanlega ósáttur við frammistöðu sinna manna í stórtapinu fyrir Haukum í dag. „Ég hefði viljað sjá okkur spila betur á öllum sviðum. Við vorum skrefinu á eftir í vörn og sókn og kláruðum engar stöður einn á einn,“ sagði Einar eftir leik. Mosfellingar voru ólíkir sjálfum sér í leiknum og Einar Andri viðurkennir að hann hafi viljað sjá mun betri frammistöðu frá sínum mönnum. „Að sjálfsögðu vantaði baráttu og vilja, og orku og kraft til að gera þetta á fullum krafti. Bæði lið spiluðu á fimmtudaginn en við virtumst hafa minni kraft í dag,“ sagði Einar Andri. En hvaða áhrif heldur hann að þetta ljóta tap hafi á liðið hans? „Ég vonast til að menn þjappi sér saman. Við eigum stórleik gegn Fram á fimmtudaginn og ég ætlast til að menn verði klárir í hann,“ sagði Einar Andri sem segir óvíst hvenær hann endurheimtir þá mörgu lykilmenn sem eiga við meiðsli að stríða.Guðmundur Árni: Þetta er maraþon, ekki spretthlaup Guðmundur Árni Ólafsson, leikmaður Hauka, skoraði sex mörk í dag. Hann var að vonum sáttur með úrslitin og frammistöðu Hauka í leiknum. „Því miður fengu áhorfendur ekki mikið fyrir peninginn. Þetta var einstefna frá byrjun til enda og við erum virkilega sáttir með þessi tvö stig,“ sagði Guðmundur. En hvað lagði grunninn að sigrinum að hans mati? „Við vorum mun agaðri en við höfum verið og við gáfum engin færi á okkur. Við erum orðnir betri í okkar spili á mörgum vígstöðvum.“ Haukar byrjuðu tímabilið afar illa en hafa verið á uppleið síðustu vikur og hafa nú unnið fjóra leiki í röð. „Við héldum í okkar „konsept“. Við héldum áfram að vinna og höfum lagt mikið á okkur. Það er að skila sér og mun skila sér áfram. Þetta er maraþon, ekki spretthlaup,“ sagði Guðmundur sem er með báða fætur á jörðinni. „Við ætlum ekkert að ofmetnast þótt við höfum unnið Aftureldingu með 18 mörkum. Það eru nokkrir meiddir hjá þeim á meðan við erum með alla heila. Við höldum bara áfram að vinna í okkar málum og stefnum að því að toppa í úrslitakeppninni.“Janus Daði Smárason var frábær í dag. Vísir/Vilhelm Olís-deild karla Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
Haukar rúlluðu yfir Aftureldingu, 17-35, þegar liðin mættust í 11. umferð Olís-deildar karla í dag. Ótrúlegar lokatölur í leik liðanna sem hafa mæst í lokaúrslitum undanfarin tvö ár. Þetta var fjórði sigur Hauka í röð. Liðið er nú bara fjórum stigum á eftir Aftureldingu sem er enn á toppnum þrátt fyrir tvo tapleiki í röð.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum á Varmá og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Eins og tölurnar gefa til kynna voru yfirburðir Hauka gríðarlega miklir og leikurinn var aldrei spennandi. Heimamenn héldu í við gestina í upphafi leiks og þegar níu mínútur voru liðnar af leiknum minnkaði Elvar Ásgeirsson muninn í 5-6. Þá settu Haukar í túrbógírinn, lokuðu vörninni og fengu aðeins á sig fjögur mörk á síðustu 20 mínútum fyrri hálfleiks. Á meðan skoruðu þeir að vild gegn skelfilegri vörn Aftureldingar. Sterka leikmenn vantar í lið Aftureldingar og nú síðast datt skyttan öfluga, Birkir Benediktsson, út. Það var því viðbúið að sóknarleikur Mosfellinga yrði stirður. Þeir áttu samt að geta spilað betri vörn og lagt sig betur fram á þeim enda vallarins. Sú var ekki raunin. Þá var mikill munur á markvörslu liðanna. Það mæddi mikið á Elvari í sóknarleik Aftureldingar og hann átti afar erfitt uppdráttar; skotin fóru annað hvort í vörnina eða voru varin og tapaðir boltar voru full margir. Honum til vorkunnar fékk hann litla hjálp frá samherjum sínum. Haukar léku við hvern sinn fingur og voru tólf mörkum yfir í hálfleik, 9-21, og því var seinni hálfleikurinn lítt spennandi. Þar dró enn í sundur með liðunum og Haukar unnu að lokum 18 marka sigur, 17-35. Janus Daði Smárason og Guðmundur Árni Ólafsson voru markahæstir í liði Hauka með sex mörk hvor. Þá var Giedrius Morkunas magnaður í markinu og varði 20 skot (61%). Elvar og Árni Bragi Eyjólfsson skoruðu báðir fjögur mörk fyrir Aftureldingu.Einar Andri: Hefði viljað sjá okkur spila betur á öllum sviðum Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var skiljanlega ósáttur við frammistöðu sinna manna í stórtapinu fyrir Haukum í dag. „Ég hefði viljað sjá okkur spila betur á öllum sviðum. Við vorum skrefinu á eftir í vörn og sókn og kláruðum engar stöður einn á einn,“ sagði Einar eftir leik. Mosfellingar voru ólíkir sjálfum sér í leiknum og Einar Andri viðurkennir að hann hafi viljað sjá mun betri frammistöðu frá sínum mönnum. „Að sjálfsögðu vantaði baráttu og vilja, og orku og kraft til að gera þetta á fullum krafti. Bæði lið spiluðu á fimmtudaginn en við virtumst hafa minni kraft í dag,“ sagði Einar Andri. En hvaða áhrif heldur hann að þetta ljóta tap hafi á liðið hans? „Ég vonast til að menn þjappi sér saman. Við eigum stórleik gegn Fram á fimmtudaginn og ég ætlast til að menn verði klárir í hann,“ sagði Einar Andri sem segir óvíst hvenær hann endurheimtir þá mörgu lykilmenn sem eiga við meiðsli að stríða.Guðmundur Árni: Þetta er maraþon, ekki spretthlaup Guðmundur Árni Ólafsson, leikmaður Hauka, skoraði sex mörk í dag. Hann var að vonum sáttur með úrslitin og frammistöðu Hauka í leiknum. „Því miður fengu áhorfendur ekki mikið fyrir peninginn. Þetta var einstefna frá byrjun til enda og við erum virkilega sáttir með þessi tvö stig,“ sagði Guðmundur. En hvað lagði grunninn að sigrinum að hans mati? „Við vorum mun agaðri en við höfum verið og við gáfum engin færi á okkur. Við erum orðnir betri í okkar spili á mörgum vígstöðvum.“ Haukar byrjuðu tímabilið afar illa en hafa verið á uppleið síðustu vikur og hafa nú unnið fjóra leiki í röð. „Við héldum í okkar „konsept“. Við héldum áfram að vinna og höfum lagt mikið á okkur. Það er að skila sér og mun skila sér áfram. Þetta er maraþon, ekki spretthlaup,“ sagði Guðmundur sem er með báða fætur á jörðinni. „Við ætlum ekkert að ofmetnast þótt við höfum unnið Aftureldingu með 18 mörkum. Það eru nokkrir meiddir hjá þeim á meðan við erum með alla heila. Við höldum bara áfram að vinna í okkar málum og stefnum að því að toppa í úrslitakeppninni.“Janus Daði Smárason var frábær í dag. Vísir/Vilhelm
Olís-deild karla Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita