Buffer gekk úr búrinu og tilkynnti svo röng úrslit Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. nóvember 2016 13:00 Það var mikill ruglingur eftir magnaðan bardagan þeirra Tyron Woodley og Stephen Thompson um veltivigtartitilinn í UFC á laugardagskvöld. Eftir fimm lotu hörkubardaga þurfti dómaraúrskurð til að fá niðurstöðu í bardagann. Og það gekk ekki vandræðalaust fyrir sig eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Í þann mund sem að Bruce Buffer, kynnir kvöldsins, ætlaði að tilkynna niðurstöðu dómaranna hætti hann skyndilega við og gekk út úr búrinu. Hann sneri svo aftur stuttu síðar og tilkynnti að Woodley hafi unnið. Það reyndist hins vegar rangt þar sem að meirihluti dómara úrskurðaði að niðurstaðan hefði verið jafntefli. Sjá einnig: Conor McGregor tvöfaldur meistari Stigaskor tveggja dómara var eins, 47-47, en þriðji dómarinn dæmdi Woodley sigur, 48-47. En meirihluti dómaranna ræður og því var rétt niðurstaða jafntefli. Það var svo leiðrétt í miðju viðtali Joe Rogan við Woodley sem hélt þó titlinum sínum þrátt fyrir jafnteflið. En Woodley gat engan veginn leynt vonbrigðum sínum með niðurstöðuna. Dana White, forseti UFC, reyndi að útskýra misskilninginn eftir bardagann en það er íþróttanefnd New York-fylkis sem skipar dómaranna og sér um þeirra störf. „Nefndin var bara að reyna að gera þetta rétt. Þeir voru að fara aftur yfir niðurstöðuna,“ sagði White spurður um af hverju Buffer hafi farið úr hringnum. „Ég veit ekki hvað gekk á. Það átti sér stað klúður og þeir vildu vera vissir um að þetta væri allt saman rétt. Þess vegna þurftum við að tilkynna þetta aftur.“ White segir þó skárra að misskliningurinn hafi verið á þennan vegu fremur en að rangur maður hafi fengið beltið. MMA Tengdar fréttir Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York. 13. nóvember 2016 13:15 UFC 205: Getur Woodley stöðvað karate strákinn? UFC 205 fer fram í kvöld í Madison Square Garden í New York. Um er að ræða risabardagakvöld þar sem þrír titilbardagar fara fram og er m.a. barist um veltivigtartitilinn. 12. nóvember 2016 13:30 Conor McGregor tvöfaldur meistari UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC. 13. nóvember 2016 07:27 Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Boða 44 ára afa á æfingar hjá NFL-liði Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Stressið magnast þegar myndavélarnar mæta Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjá meira
Það var mikill ruglingur eftir magnaðan bardagan þeirra Tyron Woodley og Stephen Thompson um veltivigtartitilinn í UFC á laugardagskvöld. Eftir fimm lotu hörkubardaga þurfti dómaraúrskurð til að fá niðurstöðu í bardagann. Og það gekk ekki vandræðalaust fyrir sig eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Í þann mund sem að Bruce Buffer, kynnir kvöldsins, ætlaði að tilkynna niðurstöðu dómaranna hætti hann skyndilega við og gekk út úr búrinu. Hann sneri svo aftur stuttu síðar og tilkynnti að Woodley hafi unnið. Það reyndist hins vegar rangt þar sem að meirihluti dómara úrskurðaði að niðurstaðan hefði verið jafntefli. Sjá einnig: Conor McGregor tvöfaldur meistari Stigaskor tveggja dómara var eins, 47-47, en þriðji dómarinn dæmdi Woodley sigur, 48-47. En meirihluti dómaranna ræður og því var rétt niðurstaða jafntefli. Það var svo leiðrétt í miðju viðtali Joe Rogan við Woodley sem hélt þó titlinum sínum þrátt fyrir jafnteflið. En Woodley gat engan veginn leynt vonbrigðum sínum með niðurstöðuna. Dana White, forseti UFC, reyndi að útskýra misskilninginn eftir bardagann en það er íþróttanefnd New York-fylkis sem skipar dómaranna og sér um þeirra störf. „Nefndin var bara að reyna að gera þetta rétt. Þeir voru að fara aftur yfir niðurstöðuna,“ sagði White spurður um af hverju Buffer hafi farið úr hringnum. „Ég veit ekki hvað gekk á. Það átti sér stað klúður og þeir vildu vera vissir um að þetta væri allt saman rétt. Þess vegna þurftum við að tilkynna þetta aftur.“ White segir þó skárra að misskliningurinn hafi verið á þennan vegu fremur en að rangur maður hafi fengið beltið.
MMA Tengdar fréttir Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York. 13. nóvember 2016 13:15 UFC 205: Getur Woodley stöðvað karate strákinn? UFC 205 fer fram í kvöld í Madison Square Garden í New York. Um er að ræða risabardagakvöld þar sem þrír titilbardagar fara fram og er m.a. barist um veltivigtartitilinn. 12. nóvember 2016 13:30 Conor McGregor tvöfaldur meistari UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC. 13. nóvember 2016 07:27 Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Boða 44 ára afa á æfingar hjá NFL-liði Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Stressið magnast þegar myndavélarnar mæta Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjá meira
Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York. 13. nóvember 2016 13:15
UFC 205: Getur Woodley stöðvað karate strákinn? UFC 205 fer fram í kvöld í Madison Square Garden í New York. Um er að ræða risabardagakvöld þar sem þrír titilbardagar fara fram og er m.a. barist um veltivigtartitilinn. 12. nóvember 2016 13:30
Conor McGregor tvöfaldur meistari UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC. 13. nóvember 2016 07:27