Varnartröll Í NFL-deildinni fór grátandi af velli í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2016 12:45 Luke Kuechly var niðurbrotinn þegar hann var keyrður út af vellinum. Vísir/Getty Carolina Panthers vann 23-20 sigur á New Orleans Saints í fimmtudagsleik NFL-deildarinnar í nótt en þá hófst ellefta vika NFL-tímabilsins. Luke Kuechly er leikmaður Carolina Panthers og einn af bestu varnarmönnum ameríska fótboltans. Það var erfitt fyrir hann að sætta sig við það í nótt að þurfa yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Luke Kuechly fékk höfuðhögg þegar hann reyndi að stöðva einn hlaupara New Orleans Saints liðsins og dómarar leiksins sendu hann í frekari rannsókn vegna mögulegs heilahristings. Luke Kuechly fór af velli á hnjaskvagninum og tárin runnu hjá þessum mikla keppnismanni sem vildu augljóslega vera áfram inná vellinum til þess að hjálpa sínu liði. Stuðningsmenn Carolina Panthers hvöttu hann hinsvegar áfram með því að kalla „Luuuuke!“ Bæði samherjar og mótherjar töluðu vel um Luke Kuechly eftir leikinn og bæði hrósuðu honum og vonuðu að hann yrði ekki lengi frá. Það fer ekkert á milli mála að hann hefur unnið sér inn mikla virðingu í deildinni með frábærri frammistöðu. Luke Kuechly missti af þremur leikjum í fyrra eftir að hann fékk heilahristing í leik. Næsti leikur liðsins er eftir tíu daga en það er ólíklegt að hann verði kominn með grænt ljós fyrir þann leik. Carolina Panthers tókst að landa naumum sigri án síns besta varnarmanns og hefur nú unnið 4 af 10 leikjum sínum. Sigurinn er gríðarlega mikilvægur því liðið á enn möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. Tap hefði nánast farið eytt allri von um að fá að keppa um titilinn í ár. Það er hægt að sjá svipmyndir frá leiknum með því að smella hér.Vísir/GettyVísir/Getty NFL Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Sport Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Sjá meira
Carolina Panthers vann 23-20 sigur á New Orleans Saints í fimmtudagsleik NFL-deildarinnar í nótt en þá hófst ellefta vika NFL-tímabilsins. Luke Kuechly er leikmaður Carolina Panthers og einn af bestu varnarmönnum ameríska fótboltans. Það var erfitt fyrir hann að sætta sig við það í nótt að þurfa yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Luke Kuechly fékk höfuðhögg þegar hann reyndi að stöðva einn hlaupara New Orleans Saints liðsins og dómarar leiksins sendu hann í frekari rannsókn vegna mögulegs heilahristings. Luke Kuechly fór af velli á hnjaskvagninum og tárin runnu hjá þessum mikla keppnismanni sem vildu augljóslega vera áfram inná vellinum til þess að hjálpa sínu liði. Stuðningsmenn Carolina Panthers hvöttu hann hinsvegar áfram með því að kalla „Luuuuke!“ Bæði samherjar og mótherjar töluðu vel um Luke Kuechly eftir leikinn og bæði hrósuðu honum og vonuðu að hann yrði ekki lengi frá. Það fer ekkert á milli mála að hann hefur unnið sér inn mikla virðingu í deildinni með frábærri frammistöðu. Luke Kuechly missti af þremur leikjum í fyrra eftir að hann fékk heilahristing í leik. Næsti leikur liðsins er eftir tíu daga en það er ólíklegt að hann verði kominn með grænt ljós fyrir þann leik. Carolina Panthers tókst að landa naumum sigri án síns besta varnarmanns og hefur nú unnið 4 af 10 leikjum sínum. Sigurinn er gríðarlega mikilvægur því liðið á enn möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. Tap hefði nánast farið eytt allri von um að fá að keppa um titilinn í ár. Það er hægt að sjá svipmyndir frá leiknum með því að smella hér.Vísir/GettyVísir/Getty
NFL Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Sport Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Sjá meira