Fyrsta dæmi af skrifandi alþýðukonu er frá 17. öld Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. nóvember 2016 09:30 "Þó konur hafi ekki fengið formlega menntun innan skóla þá má í bókum kvenna finna efni sem tengist skólunum,“ segir Guðrún sem hefur nýlega gefið út bók um rannsóknir sínar. Vísir/Anton Brink Lengi framan af stóð konum ekki til boða að verma skólabekki en Guðrún Ingólfsdóttir bókmenntafræðingur ætlar að halda erindi í dag um bókmenningu íslenskra kvenna á miðöldum. Fyrirlesturinn er í Lögbergi í Háskóla Íslands og hefst klukkan 16.30. Guðrún, hvað áttu við með bókmenningu? „Þegar talað er um bókmenningu á þessum tíma þá tengist það fyrst og fremst handritamenningu. Þó prentsmiðja væri í landinu þá hefur ekki varðveist nema ein prentbók úr eigu konu fyrir 1730, mér vitanlega.“ Kunnu konur yfirleitt að lesa og skrifa? „Já, það sem ég var fyrst og fremst að gera var að reyna að fá innsýn í bókmenningu kvenna frá miðöldum til ársins 1730. Ég leitaði að öllu sem ég gat fundið um bókaiðju kvenna frá þessum tíma hvort sem það voru handrit sem þær áttu eða handrit með þeirra hendi. Ég fór líka í skáldaðar og sögulegar heimildir og reyndi að finna dæmi um bóklega menntun kvenna. Framan af voru það fyrst og fremst yfirstéttarkonur sem fengu hana. Það er ekki fyrr en á 17. öld sem ég fann dæmi af læsri og skrifandi alþýðukonu. Það er í sjálfu sér mjög merkilegt því að lög um lestrarkennslu tóku ekki gildi fyrr en um miðja 18. öld og lög um skriftarkennslu árið 1880.“ Af hverju stoppar þú við 1730? „Það ár deyr Árni Magnússon handritasafnari og það urðu ákveðin vatnaskil eftir söfnun hans. Ég sá þess hreinlega stað í bókaeign kvenna.“ Hvers konar bækur áttu konur? „Bækur kvenna voru fjölbreyttar að efni og erfitt að lýsa þeim í stuttu viðtali. Sumpart endurspeglar þó bókaeign kvenna eitt meginhlutverk þeirra sem húsmæðra og mæðra, en þær sáu oft um menntun barna á fyrstu stigum. Og þó að þær hafi ekki fengið formlega menntun innan skóla þá má í bókum kvenna finna efni sem tengist skólunum.“ Fyrirlesturinn er ókeypis og allir eru velkomnir á hann meðan húsrúm leyfir. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. nóvember 2016. Menning Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Lengi framan af stóð konum ekki til boða að verma skólabekki en Guðrún Ingólfsdóttir bókmenntafræðingur ætlar að halda erindi í dag um bókmenningu íslenskra kvenna á miðöldum. Fyrirlesturinn er í Lögbergi í Háskóla Íslands og hefst klukkan 16.30. Guðrún, hvað áttu við með bókmenningu? „Þegar talað er um bókmenningu á þessum tíma þá tengist það fyrst og fremst handritamenningu. Þó prentsmiðja væri í landinu þá hefur ekki varðveist nema ein prentbók úr eigu konu fyrir 1730, mér vitanlega.“ Kunnu konur yfirleitt að lesa og skrifa? „Já, það sem ég var fyrst og fremst að gera var að reyna að fá innsýn í bókmenningu kvenna frá miðöldum til ársins 1730. Ég leitaði að öllu sem ég gat fundið um bókaiðju kvenna frá þessum tíma hvort sem það voru handrit sem þær áttu eða handrit með þeirra hendi. Ég fór líka í skáldaðar og sögulegar heimildir og reyndi að finna dæmi um bóklega menntun kvenna. Framan af voru það fyrst og fremst yfirstéttarkonur sem fengu hana. Það er ekki fyrr en á 17. öld sem ég fann dæmi af læsri og skrifandi alþýðukonu. Það er í sjálfu sér mjög merkilegt því að lög um lestrarkennslu tóku ekki gildi fyrr en um miðja 18. öld og lög um skriftarkennslu árið 1880.“ Af hverju stoppar þú við 1730? „Það ár deyr Árni Magnússon handritasafnari og það urðu ákveðin vatnaskil eftir söfnun hans. Ég sá þess hreinlega stað í bókaeign kvenna.“ Hvers konar bækur áttu konur? „Bækur kvenna voru fjölbreyttar að efni og erfitt að lýsa þeim í stuttu viðtali. Sumpart endurspeglar þó bókaeign kvenna eitt meginhlutverk þeirra sem húsmæðra og mæðra, en þær sáu oft um menntun barna á fyrstu stigum. Og þó að þær hafi ekki fengið formlega menntun innan skóla þá má í bókum kvenna finna efni sem tengist skólunum.“ Fyrirlesturinn er ókeypis og allir eru velkomnir á hann meðan húsrúm leyfir. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. nóvember 2016.
Menning Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira