Borgarstjóri segir ákvörðun kjararáðs ganga fram af réttlætiskenndinni Heimir Már Pétursson skrifar 1. nóvember 2016 12:00 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er ekki par hrifinn af launahækkunum kjararáðs. visir/arnþór Borgarstjórinn í Reykjavík segir ákvörðun kjararáðs um hækkun launa þingmanna og ráðherra ganga fram af réttlætiskenndinni og skynseminni og sé bein ógn við þá stöðu sem ríki í samfélaginu. Hann skorar á nýtt þing að breyta þessari ákvörðun en ef það verði ekki gert muni Reykjavíkurborg ekki láta þessar hækkanir ganga yfir sig. Með bréfum til kjararáðs í október fyrir ári báðust bæði forsætisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og forseti Alþingis fyrir hönd þingsins undan því að senda ráðinu greinargerð eða álit á því hver kjör ráðherra og þingmanna ættu að vera. Kjararáð hefði allar forsendur til að taka sjálfstæða ákvörðun í þeim efnum. Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu síðast í júní og bætist ákvörðun kjararáðs frá því á kjördag ofan á þá hækkun. Samkvæmt henni hækka laun ráðherra og þingmanna frá og með gærdeginum en forseta Íslands frá deginum í dag. Laun forseta verða 2.895.000 á mánuði, forsætisráðherra að meðtöldu þingfararkaupi 2.021.825 krónur og annarra ráðherra 1.826.273 krónur. Laun þingmanna verða 1.101.194. Laun þingmanna hækka því um rúm 45 prósent með ákvörðun kjararáðs nú, ráðherra um 35 prósent og forseta Íslands um 20 prósent. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þessar hækkanir ekki geta gengið, en laun hans taka mið af launum forsætisráðherra og laun borgarfulltrúa eru 70 prósent af þingfararlaunum. „Það gengur ekki að topparnir í samfélaginu fái allt aðrar hækkanir en þeir hafa sjálfir lagt línur um í nafni stöðugleika í kjaramálum. Þannig að ég skora á nýtt Alþingi og nýja ríkisstjórn að grípa þarna inn í. Þetta er grafalvarlegt. Í mínum huga er allt samstarf verkalýðshreyfingar og stjórnvalda í kjaramálum í uppnámi ef þetta stendur óbreytt,“ segir Dagur.Hefur áhrif á fleiri sveitarfélög en Reykjavík Önnur sveitarfélög miða laun bæjarfulltrúa einnig við þingfararlaun og eru laun bæjarfulltrúa allt frá 20 til 50 prósentum af þingfararlaunum. Ákvörðun kjararáðs hefur því að óbreyttu áhrif út fyrir Bessastaði, þing og ríkisstjórn. Borgarstjóri segir að borgin muni endurskoða tengingu launa hans og borgarfulltrúa við þingfararlaun og laun forsætisráðherra grípi Alþingi ekki í taumana. „Já, alveg augljóslega. Ég áskil mér allan rétt í til þess að við tökum okkar laun niður einhliða ef Alþingi og ríkisstjórn bregðast ekki við. En ég er ekki viss um að það dugi. Því þótt sveitarstjórnarstigið gæti ábyrgðar þá verða þingið og ríkisstjórnin að grípa þarna inn í. Annars verður enginn friður um næstu skref í kjaramálum, lífeyrismálum og allt tal um stöðugleika komið út í vindinn,“ segir borgarstjóri. Hann átti sig ekki á því hvaða veruleika kjararáð sé að miða með ákvörðun sinni. „Veruleikinn sem ég er að horfa á er að margir hafa lagt mikið á sig til að reyna að ná einhverju heildarsamhengi í kjaramálunum og hvernig kjaraþróunin er. Þetta er þvert á það og það er það sem einfaldlega ekki gengur. Þetta gengur fram af réttlætiskenndinni, þetta gengur fram af af skynseminni og er bein ógn við þá stöðu sem við erum í núna,“ segir Dagur B. Eggertsson. Kjararáð Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Borgarstjórinn í Reykjavík segir ákvörðun kjararáðs um hækkun launa þingmanna og ráðherra ganga fram af réttlætiskenndinni og skynseminni og sé bein ógn við þá stöðu sem ríki í samfélaginu. Hann skorar á nýtt þing að breyta þessari ákvörðun en ef það verði ekki gert muni Reykjavíkurborg ekki láta þessar hækkanir ganga yfir sig. Með bréfum til kjararáðs í október fyrir ári báðust bæði forsætisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og forseti Alþingis fyrir hönd þingsins undan því að senda ráðinu greinargerð eða álit á því hver kjör ráðherra og þingmanna ættu að vera. Kjararáð hefði allar forsendur til að taka sjálfstæða ákvörðun í þeim efnum. Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu síðast í júní og bætist ákvörðun kjararáðs frá því á kjördag ofan á þá hækkun. Samkvæmt henni hækka laun ráðherra og þingmanna frá og með gærdeginum en forseta Íslands frá deginum í dag. Laun forseta verða 2.895.000 á mánuði, forsætisráðherra að meðtöldu þingfararkaupi 2.021.825 krónur og annarra ráðherra 1.826.273 krónur. Laun þingmanna verða 1.101.194. Laun þingmanna hækka því um rúm 45 prósent með ákvörðun kjararáðs nú, ráðherra um 35 prósent og forseta Íslands um 20 prósent. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þessar hækkanir ekki geta gengið, en laun hans taka mið af launum forsætisráðherra og laun borgarfulltrúa eru 70 prósent af þingfararlaunum. „Það gengur ekki að topparnir í samfélaginu fái allt aðrar hækkanir en þeir hafa sjálfir lagt línur um í nafni stöðugleika í kjaramálum. Þannig að ég skora á nýtt Alþingi og nýja ríkisstjórn að grípa þarna inn í. Þetta er grafalvarlegt. Í mínum huga er allt samstarf verkalýðshreyfingar og stjórnvalda í kjaramálum í uppnámi ef þetta stendur óbreytt,“ segir Dagur.Hefur áhrif á fleiri sveitarfélög en Reykjavík Önnur sveitarfélög miða laun bæjarfulltrúa einnig við þingfararlaun og eru laun bæjarfulltrúa allt frá 20 til 50 prósentum af þingfararlaunum. Ákvörðun kjararáðs hefur því að óbreyttu áhrif út fyrir Bessastaði, þing og ríkisstjórn. Borgarstjóri segir að borgin muni endurskoða tengingu launa hans og borgarfulltrúa við þingfararlaun og laun forsætisráðherra grípi Alþingi ekki í taumana. „Já, alveg augljóslega. Ég áskil mér allan rétt í til þess að við tökum okkar laun niður einhliða ef Alþingi og ríkisstjórn bregðast ekki við. En ég er ekki viss um að það dugi. Því þótt sveitarstjórnarstigið gæti ábyrgðar þá verða þingið og ríkisstjórnin að grípa þarna inn í. Annars verður enginn friður um næstu skref í kjaramálum, lífeyrismálum og allt tal um stöðugleika komið út í vindinn,“ segir borgarstjóri. Hann átti sig ekki á því hvaða veruleika kjararáð sé að miða með ákvörðun sinni. „Veruleikinn sem ég er að horfa á er að margir hafa lagt mikið á sig til að reyna að ná einhverju heildarsamhengi í kjaramálunum og hvernig kjaraþróunin er. Þetta er þvert á það og það er það sem einfaldlega ekki gengur. Þetta gengur fram af réttlætiskenndinni, þetta gengur fram af af skynseminni og er bein ógn við þá stöðu sem við erum í núna,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Kjararáð Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira