Arnar Már hlýtur verðlaun Norðurlandaráðs nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 1. nóvember 2016 20:28 Frá verðlaunaafhendingunni fyrr í kvöld. magnus fröderberg/norden.org Arnar Már Arngrímsson hefur hlotið barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir skáldsögu sína Sölvasögu unglings. Er þetta í fjórða sinn sem verðlaun eru veitt í þessum flokki en þau koma nú í fyrsta skipti í hlut Íslendings. Verðlaunaathöfnin stendur nú yfir en veitt eru verðlaun í fimm flokkum: bókmenntum, tónlist, kvikmyndum, barna- og unglingabókum og umhverfisvernd. Athöfnin fer að þessu sinni fram í tónleikahúsi Danska ríkisútvarpsins í Kaupmannahöfn. Þrettán verk voru tilnefnd til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Tveir íslenskir höfundar hlutu tilnefningu, þau Arnar Már Arngrímsson fyrir Sölvasögu unglings og Ragnhildur Hólmgeirsdóttir fyrir Koparborgina. Verðlaunafé er 350 þúsund danskar krónur sem nemur 5,8 milljónum íslenskra króna. Handhafi verðlaunanna frá því í fyrra, Svíinn Jakob Wegelius, afhenti Arnari Má verðlaunin og verðlaunaféð á athöfninni í Kaupmannahöfn nú fyrr í kvöld. Í rökstuðningi dómnefndar segir: „Verðlaunabókin fjallar um nútímaungling og viðfangsefnin sem hann þarf að glíma við. En þó vandamálin séu kunnugleg er unglingurinn það ekki. Höfundi tekst í þessari fyrstu bók sinni að búa til persónu sem er áhugaverð, fyndin, óþolandi, leitandi og heillandi. Tungutak sögunnar er lífleg blanda af unglingamáli og ritmáli eldri kynslóðarinnar og þar rekast á menningarheimar. Lesendur fylgja unglingnum gegnum tilvistarkreppur hans sem sýna hve stormasöm unglingsárin eru og erfitt að stýra gegnum þau án skipbrots. Því nær höfundurinn, Arnar Már Arngrímsson, að miðla af einlægni og trúnaði sínum við ungt fólk í Sölvasögu unglings.” Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Arnar Már Arngrímsson hefur hlotið barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir skáldsögu sína Sölvasögu unglings. Er þetta í fjórða sinn sem verðlaun eru veitt í þessum flokki en þau koma nú í fyrsta skipti í hlut Íslendings. Verðlaunaathöfnin stendur nú yfir en veitt eru verðlaun í fimm flokkum: bókmenntum, tónlist, kvikmyndum, barna- og unglingabókum og umhverfisvernd. Athöfnin fer að þessu sinni fram í tónleikahúsi Danska ríkisútvarpsins í Kaupmannahöfn. Þrettán verk voru tilnefnd til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Tveir íslenskir höfundar hlutu tilnefningu, þau Arnar Már Arngrímsson fyrir Sölvasögu unglings og Ragnhildur Hólmgeirsdóttir fyrir Koparborgina. Verðlaunafé er 350 þúsund danskar krónur sem nemur 5,8 milljónum íslenskra króna. Handhafi verðlaunanna frá því í fyrra, Svíinn Jakob Wegelius, afhenti Arnari Má verðlaunin og verðlaunaféð á athöfninni í Kaupmannahöfn nú fyrr í kvöld. Í rökstuðningi dómnefndar segir: „Verðlaunabókin fjallar um nútímaungling og viðfangsefnin sem hann þarf að glíma við. En þó vandamálin séu kunnugleg er unglingurinn það ekki. Höfundi tekst í þessari fyrstu bók sinni að búa til persónu sem er áhugaverð, fyndin, óþolandi, leitandi og heillandi. Tungutak sögunnar er lífleg blanda af unglingamáli og ritmáli eldri kynslóðarinnar og þar rekast á menningarheimar. Lesendur fylgja unglingnum gegnum tilvistarkreppur hans sem sýna hve stormasöm unglingsárin eru og erfitt að stýra gegnum þau án skipbrots. Því nær höfundurinn, Arnar Már Arngrímsson, að miðla af einlægni og trúnaði sínum við ungt fólk í Sölvasögu unglings.”
Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira